Áfengisfrumvarpið hefur tafið önnur mál í þinginu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 24. nóvember 2015 15:40 Umræðan hefur tekið fjórtán til fimmtán klukkustundir, sagði Einar Guðfinnsson, forseti þingsins. vísir/daníel Umræður um að heimila sölu áfengis í verslunum hefur orðið til þess að ekki hefur verið tími til að taka á dagskrá önnur þingmannamál. Þetta upplýsti Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, á þingi í morgun þegar umræða stóð yfir um störf þingsins.Umræða í fjórtán tíma Samþykkt var á fundi þingflokksformanna að þingflokkar fengju tækifæri til að setja á dagskrá þingmannamál eins og þeir sjálfir vildu. Birgitta gagnrýndi hvað þingið væri verklítið.Vísir/stefán „Þetta eru þrír hópar forgangsmála sem liggja fyrir, þrjú slengi eins og eðlilegt er að kalla það, og nú erum við stödd við lok þriðja slengisins, það er tvo mál eftir,“ sagði hann þegar forsetinn svaraði fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingkonu Pírata, um hvort rétt væri að frumvarpið hindraði að önnur mál væru sett á dagskrá þingsins. „Það er alveg ljós að sú mikla umræða, sem mig minnir að hafi staðið í fjórtán eða fimmtán tíma, um þetta mál sem kennt hefur verið við áfengi í búðir hefur gert það að verkum að önnur mál hafa ekki komist að,“ sagði hann og bætti við að hann myndi fagna því að hægt væri að greiða fyrir því að hægt væri að koma áfram með fleiri þingmannamál.Verklítið þing Birgitta gagnrýndi stöðu þingmála í ræðu sinni og sagði að 58 mál bíði fyrstu umræðu, 24 mál væri í nefnd, fimm biðu annarrar umræðu og þrjú þeirrar þriðju. Frumvarp sem heimilar sölu áfengis í verslunum hefur tekið mikinn tíma frá öðrum störfum, að því er fram kom í máli forseta þingsins.Vísir/GVA „Afskaplega erum við verklítil. Við gætum gert svo miklu meira ef það væru ekki notuð alls konar brögð til að hindra að mjög góð og mikilvæg þingmannamál fengju hér fulla afgreiðslu. Ég skora á þingmenn að þrýsta á forseta að við breytum þessari ömurlegu hefð,“ sagði hún. Birgitta nefndi þrjú önnur mál sem enn væri ekki búið að afgreiða. „Eins og sanngirnisbætur vegna Landakotsskóla, það er mál sem er einhugur um í þinginu að klára, samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem hæstvirtur innanríkisráðherra er með, og síðan fullgilding bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum.“ Alþingi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Umræður um að heimila sölu áfengis í verslunum hefur orðið til þess að ekki hefur verið tími til að taka á dagskrá önnur þingmannamál. Þetta upplýsti Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, á þingi í morgun þegar umræða stóð yfir um störf þingsins.Umræða í fjórtán tíma Samþykkt var á fundi þingflokksformanna að þingflokkar fengju tækifæri til að setja á dagskrá þingmannamál eins og þeir sjálfir vildu. Birgitta gagnrýndi hvað þingið væri verklítið.Vísir/stefán „Þetta eru þrír hópar forgangsmála sem liggja fyrir, þrjú slengi eins og eðlilegt er að kalla það, og nú erum við stödd við lok þriðja slengisins, það er tvo mál eftir,“ sagði hann þegar forsetinn svaraði fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingkonu Pírata, um hvort rétt væri að frumvarpið hindraði að önnur mál væru sett á dagskrá þingsins. „Það er alveg ljós að sú mikla umræða, sem mig minnir að hafi staðið í fjórtán eða fimmtán tíma, um þetta mál sem kennt hefur verið við áfengi í búðir hefur gert það að verkum að önnur mál hafa ekki komist að,“ sagði hann og bætti við að hann myndi fagna því að hægt væri að greiða fyrir því að hægt væri að koma áfram með fleiri þingmannamál.Verklítið þing Birgitta gagnrýndi stöðu þingmála í ræðu sinni og sagði að 58 mál bíði fyrstu umræðu, 24 mál væri í nefnd, fimm biðu annarrar umræðu og þrjú þeirrar þriðju. Frumvarp sem heimilar sölu áfengis í verslunum hefur tekið mikinn tíma frá öðrum störfum, að því er fram kom í máli forseta þingsins.Vísir/GVA „Afskaplega erum við verklítil. Við gætum gert svo miklu meira ef það væru ekki notuð alls konar brögð til að hindra að mjög góð og mikilvæg þingmannamál fengju hér fulla afgreiðslu. Ég skora á þingmenn að þrýsta á forseta að við breytum þessari ömurlegu hefð,“ sagði hún. Birgitta nefndi þrjú önnur mál sem enn væri ekki búið að afgreiða. „Eins og sanngirnisbætur vegna Landakotsskóla, það er mál sem er einhugur um í þinginu að klára, samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem hæstvirtur innanríkisráðherra er með, og síðan fullgilding bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum.“
Alþingi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira