Hver á að græða á heilsugæslunni? Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 25. nóvember 2015 07:00 Nú er ljóst að heilbrigðisráðherra er að leggja lokahönd á undirbúning fyrir einkavæðingu heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fljótlega verður þeim undirbúningi sem nú stendur yfir í ráðuneytinu lokið og hafist handa við að hrinda í framkvæmd stefnumáli Sjálfstæðismanna um aukinn einkarekstur og einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar. Sjálfstæðismenn hafa komið því þannig fyrir að ráðherra getur gert samninga um einkarekstur í heilbrigðiskerfinu án aðkomu Alþingis. Þegar ráðherra talar um „fjölbreyttari valkosti“ er hann í raun að tala um það sem heitir á mannamáli aukinn einkarekstur heilbrigðiskerfisins. Heilsugæslan er aðeins fyrsta skrefið. Ráðherra skipaði starfshóp sem ætlað er að skoða „fleiri“ rekstrarform í heilbrigðisþjónustu. Þeir sem vilja selja ríkinu slíka þjónustu til að græða á henni hafa í gegnum starfshópinn beina aðkomu að því að skilgreina hverjir þurfa þjónustu og hvernig hún skal veitt. Einkavæðing heilsugæslunnar gekk hratt fyrir sig í Svíþjóð á sínum tíma, umsvif einkafyrirtækja í heilbrigðisþjónustu tvöfölduðust undir hægristjórn Fredriks Reinfeldt. Sýnt hefur verið fram á að jafngildi rúmlega 500 milljarða íslenskra króna var tekið úr vasa sænskra skattgreiðenda til að standa undir arðgreiðslum til eigenda gróðadrifinna fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu þar í landi á árunum 2008-2012. Þetta var gert þrátt fyrir að fjölmargar skoðanakannanir sýni fram á að sjö af hverjum tíu Svíum séu mótfallnir því að arður sé tekinn út úr slíkri þjónustu.Horfið af braut einkavæðingar Nú hefur í auknum mæli þurft að hverfa af braut einkavæðingar í Svíþjóð og hið opinbera hefur þurft að taka aftur yfir rekstur heilsugæslustöðva með ærnum tilkostnaði. Úttekt sænsku ríkisendurskoðunarinnar leiddi í ljós að þjónustan varð brotakenndari og að eftirspurn réð framboði á heilbrigðisþjónustu frekar en raunveruleg þörf. Þetta leiddi til þess að hinir efnameiri og hraustari fengu betri þjónustu, hinir fátæku og veikari fengu verri þjónustu. Það sama á við um rekstur hjúkrunarheimila í Danmörku. Einkaframtakið brást og aukakostnaður við að taka aftur yfir reksturinn leggst á hið opinbera. Langflestir Íslendingar eru þeirrar skoðunar að greiða skuli fyrir heilbrigðis- og velferðarþjónustu úr sameiginlegum sjóðum. Í einhverjum tilfellum má velferðarþjónusta vera á hendi styrktar- og eða góðgerðarfélaga sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða. Þeir sem fá opinbert fé til að veita slíka þjónustu eiga eðlilega að gera grein fyrir hverri krónu og tryggja þarf að opinbert fé fari ekki í arðgreiðslur til eigenda fyrirtækja. Rekstur heilsugæslustöðva á að vera á hendi hins opinbera. Það á að vera metnaður okkar allra að greiða fyrir slíkt úr sameiginlegum sjóðum og tryggja öllum aðgang, óháð búsetu, efnahag eða félagslegri stöðu. Framtíðarsýn sem byggist á því að sumir geti borgað aukalega fyrir betri þjónustu, á meðan aðrir hagnast á heilbrigðiskerfinu, er sýn sem ég deili einfaldlega ekki. Það er skrítið að líta á það sem forgangsverkefni að nota skattfé til að tryggja eigendum gróðadrifinna fyrirtækja arð, í stað þess að forgangsraða sama fjármagni í þjónustuna sjálfa. Það nýtist nefnilega öllum, líka þeim fátæku. Um þessi áform hef ég aðeins eitt að segja: Heilsugæslan er ekki til sölu! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Nú er ljóst að heilbrigðisráðherra er að leggja lokahönd á undirbúning fyrir einkavæðingu heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fljótlega verður þeim undirbúningi sem nú stendur yfir í ráðuneytinu lokið og hafist handa við að hrinda í framkvæmd stefnumáli Sjálfstæðismanna um aukinn einkarekstur og einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar. Sjálfstæðismenn hafa komið því þannig fyrir að ráðherra getur gert samninga um einkarekstur í heilbrigðiskerfinu án aðkomu Alþingis. Þegar ráðherra talar um „fjölbreyttari valkosti“ er hann í raun að tala um það sem heitir á mannamáli aukinn einkarekstur heilbrigðiskerfisins. Heilsugæslan er aðeins fyrsta skrefið. Ráðherra skipaði starfshóp sem ætlað er að skoða „fleiri“ rekstrarform í heilbrigðisþjónustu. Þeir sem vilja selja ríkinu slíka þjónustu til að græða á henni hafa í gegnum starfshópinn beina aðkomu að því að skilgreina hverjir þurfa þjónustu og hvernig hún skal veitt. Einkavæðing heilsugæslunnar gekk hratt fyrir sig í Svíþjóð á sínum tíma, umsvif einkafyrirtækja í heilbrigðisþjónustu tvöfölduðust undir hægristjórn Fredriks Reinfeldt. Sýnt hefur verið fram á að jafngildi rúmlega 500 milljarða íslenskra króna var tekið úr vasa sænskra skattgreiðenda til að standa undir arðgreiðslum til eigenda gróðadrifinna fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu þar í landi á árunum 2008-2012. Þetta var gert þrátt fyrir að fjölmargar skoðanakannanir sýni fram á að sjö af hverjum tíu Svíum séu mótfallnir því að arður sé tekinn út úr slíkri þjónustu.Horfið af braut einkavæðingar Nú hefur í auknum mæli þurft að hverfa af braut einkavæðingar í Svíþjóð og hið opinbera hefur þurft að taka aftur yfir rekstur heilsugæslustöðva með ærnum tilkostnaði. Úttekt sænsku ríkisendurskoðunarinnar leiddi í ljós að þjónustan varð brotakenndari og að eftirspurn réð framboði á heilbrigðisþjónustu frekar en raunveruleg þörf. Þetta leiddi til þess að hinir efnameiri og hraustari fengu betri þjónustu, hinir fátæku og veikari fengu verri þjónustu. Það sama á við um rekstur hjúkrunarheimila í Danmörku. Einkaframtakið brást og aukakostnaður við að taka aftur yfir reksturinn leggst á hið opinbera. Langflestir Íslendingar eru þeirrar skoðunar að greiða skuli fyrir heilbrigðis- og velferðarþjónustu úr sameiginlegum sjóðum. Í einhverjum tilfellum má velferðarþjónusta vera á hendi styrktar- og eða góðgerðarfélaga sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða. Þeir sem fá opinbert fé til að veita slíka þjónustu eiga eðlilega að gera grein fyrir hverri krónu og tryggja þarf að opinbert fé fari ekki í arðgreiðslur til eigenda fyrirtækja. Rekstur heilsugæslustöðva á að vera á hendi hins opinbera. Það á að vera metnaður okkar allra að greiða fyrir slíkt úr sameiginlegum sjóðum og tryggja öllum aðgang, óháð búsetu, efnahag eða félagslegri stöðu. Framtíðarsýn sem byggist á því að sumir geti borgað aukalega fyrir betri þjónustu, á meðan aðrir hagnast á heilbrigðiskerfinu, er sýn sem ég deili einfaldlega ekki. Það er skrítið að líta á það sem forgangsverkefni að nota skattfé til að tryggja eigendum gróðadrifinna fyrirtækja arð, í stað þess að forgangsraða sama fjármagni í þjónustuna sjálfa. Það nýtist nefnilega öllum, líka þeim fátæku. Um þessi áform hef ég aðeins eitt að segja: Heilsugæslan er ekki til sölu!
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun