Körfubolti

Sjáðu hvernig Golden State kom sér í sögubækurnar | Myndbönd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Golden State Warriors kom sér í sögubækurnar í NBA-deildinni í nótt. Meistararnir völtuðu yfir Los Angeles Lakers á útivelli, 111-77, og unnu þar 16. leikinn í röð við upphaf leiktíðar.

Ekkert lið hefur unnið jafn marga leiki í röð við byrjun leiktíðar og Golden State, en metið áttu Houston Rockets frá 1993 og Washington Capitols frá 1947. Bæði unnu fyrstu fimmtán leikina sína.

Steph Curry var stigahæstur hjá Golden State með 24 stig en Draymond Green skoraði 18 stig, tók sjö fráköst og gaf fimm stoðsendingar.

Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd frá þessum sögulega sigri þar sem Steph Curry, leikstjórnandi Golden State, er að sjálfsögðu í aðalhlutverki.

Hollí hú-veisla Golden State: Helstu tilþrif Steph Curry í nótt: Draugavélin missti ekki af neinu: Steph Curry í viðtali eftir sigurinn:
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×