Ekki unnið eftir tímasettri áætlun um afnám verðtryggingar Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. nóvember 2015 14:47 Fjármálaráðherra segir að unnið sé með málið í ráðuneytinu á grundvelli þess að það varði heildarsýn á framtíðarskipan húsnæðismála. Vísir/Stefán Ekki er til nein tímasett áætlun um afnám verðtryggingar. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar, varaþingmanns Samfylkingar, um hvenær verðtryggingin verður afnumin. Björgvin G. vildi svör um áætlun stjórnvalda.Vísir/Vilhelm Varðar heildarsýn á húsnæðismálin Í svarinu kemur fram að unnið sé eftir tillögum starfshóps á vegum stjórnvalda sem skilaði skýrslu með tillögum um breytingu á lögum um verðtryggingu árið 2014. Þar er ekki lagt til afnám verðtryggingar, eða bann við henni, heldur bann við ákveðnum tegundum verðtryggðra lána. Bjarni segir í svarinu að breytingarnar sem lagðar eru til í skýrslunni varði heildarsýn á framtíðarskipan húsnæðismála og því séu þær skoðaðar á þeim grundvelli í ráðuneytinu, en ekki eftir tímasettri áætlun. Skrefin sem nefndin lagði til að verði tekin í átt að fullu afnámi verðtryggingar voru: óheimilt yrði að bjóða neytendum verðtryggð lán með jöfnum greiðslum til lengri tíma en 25 ára, lágmarkstími nýrra verðtryggðra neytendalána yrði lengdur í allt að 10 ár, takmarkanir yrðu gerðar á veðsetningu vegna verðtryggðra íbúðalána, og hvati yrði aukinn til töku og veitingar óverðtryggðra lána. Elsa Lára fékk svar við sinni fyrirspurn í gærkvöldi.Vísir/Pjetur Verðtryggðar eignir eru lán heimilanna „Unnið er að áhrifamati tillagnanna og hefur í því skyni verið óskað eftir greiningum og álitum frá eftirlitsstofnunum. Þá hefur ráðuneytið lagt áherslu á að meta þær aðgerðir sem mögulegar eru til að koma til móts við tekjulægri einstaklinga og fyrstu kaupendur fasteigna,“ segir Bjarni í svarinu. Þetta er annað svarið sem Bjarni leggur fram á þingi á tveimur dögum sem snúa að verðtryggingu. Í gærkvöldi svaraði hann fyrirspurn Elsu Láru Arnardóttur, þingkonu Framsóknarflokksins, um hlutfall verðtryggðra lána til heimila af öllum verðtryggðum eignum stóru viðskiptabankanna þriggja. Elsa Lára sagði í samtali við fréttastofu um þetta í morgun að það hefði komið henni á óvart að yfir 60 prósent verðtryggðra eigna bankanna væru lán til heimilanna. Þar af voru 57 prósent lán með veði í fasteignum. Alþingi Tengdar fréttir Stærstur hluti verðtryggðra eigna bankanna eru skuldir heimila Þolinmæði Framsóknarmanna gagnvart afnámi verðtryggingar farin að þynnast. 26. nóvember 2015 09:49 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
Ekki er til nein tímasett áætlun um afnám verðtryggingar. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar, varaþingmanns Samfylkingar, um hvenær verðtryggingin verður afnumin. Björgvin G. vildi svör um áætlun stjórnvalda.Vísir/Vilhelm Varðar heildarsýn á húsnæðismálin Í svarinu kemur fram að unnið sé eftir tillögum starfshóps á vegum stjórnvalda sem skilaði skýrslu með tillögum um breytingu á lögum um verðtryggingu árið 2014. Þar er ekki lagt til afnám verðtryggingar, eða bann við henni, heldur bann við ákveðnum tegundum verðtryggðra lána. Bjarni segir í svarinu að breytingarnar sem lagðar eru til í skýrslunni varði heildarsýn á framtíðarskipan húsnæðismála og því séu þær skoðaðar á þeim grundvelli í ráðuneytinu, en ekki eftir tímasettri áætlun. Skrefin sem nefndin lagði til að verði tekin í átt að fullu afnámi verðtryggingar voru: óheimilt yrði að bjóða neytendum verðtryggð lán með jöfnum greiðslum til lengri tíma en 25 ára, lágmarkstími nýrra verðtryggðra neytendalána yrði lengdur í allt að 10 ár, takmarkanir yrðu gerðar á veðsetningu vegna verðtryggðra íbúðalána, og hvati yrði aukinn til töku og veitingar óverðtryggðra lána. Elsa Lára fékk svar við sinni fyrirspurn í gærkvöldi.Vísir/Pjetur Verðtryggðar eignir eru lán heimilanna „Unnið er að áhrifamati tillagnanna og hefur í því skyni verið óskað eftir greiningum og álitum frá eftirlitsstofnunum. Þá hefur ráðuneytið lagt áherslu á að meta þær aðgerðir sem mögulegar eru til að koma til móts við tekjulægri einstaklinga og fyrstu kaupendur fasteigna,“ segir Bjarni í svarinu. Þetta er annað svarið sem Bjarni leggur fram á þingi á tveimur dögum sem snúa að verðtryggingu. Í gærkvöldi svaraði hann fyrirspurn Elsu Láru Arnardóttur, þingkonu Framsóknarflokksins, um hlutfall verðtryggðra lána til heimila af öllum verðtryggðum eignum stóru viðskiptabankanna þriggja. Elsa Lára sagði í samtali við fréttastofu um þetta í morgun að það hefði komið henni á óvart að yfir 60 prósent verðtryggðra eigna bankanna væru lán til heimilanna. Þar af voru 57 prósent lán með veði í fasteignum.
Alþingi Tengdar fréttir Stærstur hluti verðtryggðra eigna bankanna eru skuldir heimila Þolinmæði Framsóknarmanna gagnvart afnámi verðtryggingar farin að þynnast. 26. nóvember 2015 09:49 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
Stærstur hluti verðtryggðra eigna bankanna eru skuldir heimila Þolinmæði Framsóknarmanna gagnvart afnámi verðtryggingar farin að þynnast. 26. nóvember 2015 09:49
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent