Kvikmyndaverið Paramount Pictures greinir frá því að stikla fyrir Zoolander 2 hefði slegið met í áhorfi á grínstiklur. Stiklan fékk 52,5 milljónir áhorfa á netinu á einni viku, sem er það mesta sem stikla fyrir gamanmynd hefur fengið.
Myndin verður frumsýnd 12. febrúar á næsta ári en í henni fer Ben Stiller aftur í hlutverk fyrirsætunnar Derek Zoolander en fyrsta myndin sló rækilega í gegn árið 2001. Owen Wilson mætir einnig aftur af sem fyrirsætan Hansel og þá mun Will Ferrell leika tískumógúlinn Mugatu á ný.
Í þessari mynd er Derek og Hansel fengnir til að rannsaka djöfullega áætlun sem virðist miðast að því að koma fallegasta fólki heims fyrir kattarnef.
Á meðal annarra leikara sem koma fyrir í myndinni eru Penelope Cruz, Kristen Wiig, Fred Armisen, Milla Jovovich, Christine Taylor, Justin Theroux, Kyle Mooney, Benedict Cumberbatch og Ólafur Darri Ólafsson.
Stiklan fyrir Zoolander 2 setur met
