Hvetja fólk til að gefa jólagjafir fyrir unglinga Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. nóvember 2015 20:00 Jólin er mjög erfiður tími fyrir margar fjölskyldur sem þurfa að leita á náðir hjálparsamtaka. Árleg jólagjafasöfnun þeirra hófst í dag og er fólk sérstaklega hvatt til að gefa gjafir ætluðum unglingum þar sem mikill skortur er oft á slíkum gjöfum. Hjálparsamtök hér á landi aðstoða árlega þúsundir fjölskyldna fyrir jólin og reyna þannig að gera þeim kleift að halda þau hátíðleg. Fyrir marga, sem eiga lítið á milli handanna, getur þessi árstími oft tekið á. Sumum reynist erfitt að eiga fyrir þeim kostnaði sem oft fylgir jólunum. Hjálparsamtökin bjóða upp á ýmsa aðstoð fyrir jólin svo sem mataraðstoð og jólagjafir fyrir barnafjölskyldur. Jólagjafasöfnunin hófst formlega í dag og eru landsmenn hvattir til að kaupa aukajólagjöf og setja undir tréið í Smáralind en gjöfunum verður svo komið til þeirra sem á þurfa að halda. „Jólin eru vissulega mjög erfiður tími fyrir margar fjölskyldur. Á síðustu jólum þá bárust okkur fjórtán hundruð umsóknir, segir Sædís Arnardóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Hún segir að á bak við þessar umsóknir séu á bilinu 4.000 til 5.000 manns sem fengu síðan aðstoð frá samtökunum fyrir jólin. Hún segir jólagjafasöfnunina skipta miklu máli fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. „Það vilja náttúrulega allir geta gefið börnunum sínum jólagjafir og það skiptir þá engu máli hvort máli hvort að barnið þitt er 6 ára eða 16 ára,“ segir Sædís. Þá segir hvetur hún fólk sérstaklega til að gefa gjafir sem henta unglingum. „Mikill meirihluti af gjöfunum eru fyrir ungar stelpur. Það vill oft verða þannig að það eru fleiri þannig gjafir. Það vantar oft gjafir fyrir stráka og sérstaklega unglinga og þá bæði stráka og stelpur,“ segir Sædís. Hún segir samtökin oft hafa þurft að kaupa gjafir fyrir þennan aldurshóp og hvetur því fólk til að gefa gjafir ætlaðar unglingum. Jólafréttir Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira
Jólin er mjög erfiður tími fyrir margar fjölskyldur sem þurfa að leita á náðir hjálparsamtaka. Árleg jólagjafasöfnun þeirra hófst í dag og er fólk sérstaklega hvatt til að gefa gjafir ætluðum unglingum þar sem mikill skortur er oft á slíkum gjöfum. Hjálparsamtök hér á landi aðstoða árlega þúsundir fjölskyldna fyrir jólin og reyna þannig að gera þeim kleift að halda þau hátíðleg. Fyrir marga, sem eiga lítið á milli handanna, getur þessi árstími oft tekið á. Sumum reynist erfitt að eiga fyrir þeim kostnaði sem oft fylgir jólunum. Hjálparsamtökin bjóða upp á ýmsa aðstoð fyrir jólin svo sem mataraðstoð og jólagjafir fyrir barnafjölskyldur. Jólagjafasöfnunin hófst formlega í dag og eru landsmenn hvattir til að kaupa aukajólagjöf og setja undir tréið í Smáralind en gjöfunum verður svo komið til þeirra sem á þurfa að halda. „Jólin eru vissulega mjög erfiður tími fyrir margar fjölskyldur. Á síðustu jólum þá bárust okkur fjórtán hundruð umsóknir, segir Sædís Arnardóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Hún segir að á bak við þessar umsóknir séu á bilinu 4.000 til 5.000 manns sem fengu síðan aðstoð frá samtökunum fyrir jólin. Hún segir jólagjafasöfnunina skipta miklu máli fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. „Það vilja náttúrulega allir geta gefið börnunum sínum jólagjafir og það skiptir þá engu máli hvort máli hvort að barnið þitt er 6 ára eða 16 ára,“ segir Sædís. Þá segir hvetur hún fólk sérstaklega til að gefa gjafir sem henta unglingum. „Mikill meirihluti af gjöfunum eru fyrir ungar stelpur. Það vill oft verða þannig að það eru fleiri þannig gjafir. Það vantar oft gjafir fyrir stráka og sérstaklega unglinga og þá bæði stráka og stelpur,“ segir Sædís. Hún segir samtökin oft hafa þurft að kaupa gjafir fyrir þennan aldurshóp og hvetur því fólk til að gefa gjafir ætlaðar unglingum.
Jólafréttir Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira