Hvetja fólk til að gefa jólagjafir fyrir unglinga Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. nóvember 2015 20:00 Jólin er mjög erfiður tími fyrir margar fjölskyldur sem þurfa að leita á náðir hjálparsamtaka. Árleg jólagjafasöfnun þeirra hófst í dag og er fólk sérstaklega hvatt til að gefa gjafir ætluðum unglingum þar sem mikill skortur er oft á slíkum gjöfum. Hjálparsamtök hér á landi aðstoða árlega þúsundir fjölskyldna fyrir jólin og reyna þannig að gera þeim kleift að halda þau hátíðleg. Fyrir marga, sem eiga lítið á milli handanna, getur þessi árstími oft tekið á. Sumum reynist erfitt að eiga fyrir þeim kostnaði sem oft fylgir jólunum. Hjálparsamtökin bjóða upp á ýmsa aðstoð fyrir jólin svo sem mataraðstoð og jólagjafir fyrir barnafjölskyldur. Jólagjafasöfnunin hófst formlega í dag og eru landsmenn hvattir til að kaupa aukajólagjöf og setja undir tréið í Smáralind en gjöfunum verður svo komið til þeirra sem á þurfa að halda. „Jólin eru vissulega mjög erfiður tími fyrir margar fjölskyldur. Á síðustu jólum þá bárust okkur fjórtán hundruð umsóknir, segir Sædís Arnardóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Hún segir að á bak við þessar umsóknir séu á bilinu 4.000 til 5.000 manns sem fengu síðan aðstoð frá samtökunum fyrir jólin. Hún segir jólagjafasöfnunina skipta miklu máli fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. „Það vilja náttúrulega allir geta gefið börnunum sínum jólagjafir og það skiptir þá engu máli hvort máli hvort að barnið þitt er 6 ára eða 16 ára,“ segir Sædís. Þá segir hvetur hún fólk sérstaklega til að gefa gjafir sem henta unglingum. „Mikill meirihluti af gjöfunum eru fyrir ungar stelpur. Það vill oft verða þannig að það eru fleiri þannig gjafir. Það vantar oft gjafir fyrir stráka og sérstaklega unglinga og þá bæði stráka og stelpur,“ segir Sædís. Hún segir samtökin oft hafa þurft að kaupa gjafir fyrir þennan aldurshóp og hvetur því fólk til að gefa gjafir ætlaðar unglingum. Jólafréttir Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Jólin er mjög erfiður tími fyrir margar fjölskyldur sem þurfa að leita á náðir hjálparsamtaka. Árleg jólagjafasöfnun þeirra hófst í dag og er fólk sérstaklega hvatt til að gefa gjafir ætluðum unglingum þar sem mikill skortur er oft á slíkum gjöfum. Hjálparsamtök hér á landi aðstoða árlega þúsundir fjölskyldna fyrir jólin og reyna þannig að gera þeim kleift að halda þau hátíðleg. Fyrir marga, sem eiga lítið á milli handanna, getur þessi árstími oft tekið á. Sumum reynist erfitt að eiga fyrir þeim kostnaði sem oft fylgir jólunum. Hjálparsamtökin bjóða upp á ýmsa aðstoð fyrir jólin svo sem mataraðstoð og jólagjafir fyrir barnafjölskyldur. Jólagjafasöfnunin hófst formlega í dag og eru landsmenn hvattir til að kaupa aukajólagjöf og setja undir tréið í Smáralind en gjöfunum verður svo komið til þeirra sem á þurfa að halda. „Jólin eru vissulega mjög erfiður tími fyrir margar fjölskyldur. Á síðustu jólum þá bárust okkur fjórtán hundruð umsóknir, segir Sædís Arnardóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Hún segir að á bak við þessar umsóknir séu á bilinu 4.000 til 5.000 manns sem fengu síðan aðstoð frá samtökunum fyrir jólin. Hún segir jólagjafasöfnunina skipta miklu máli fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. „Það vilja náttúrulega allir geta gefið börnunum sínum jólagjafir og það skiptir þá engu máli hvort máli hvort að barnið þitt er 6 ára eða 16 ára,“ segir Sædís. Þá segir hvetur hún fólk sérstaklega til að gefa gjafir sem henta unglingum. „Mikill meirihluti af gjöfunum eru fyrir ungar stelpur. Það vill oft verða þannig að það eru fleiri þannig gjafir. Það vantar oft gjafir fyrir stráka og sérstaklega unglinga og þá bæði stráka og stelpur,“ segir Sædís. Hún segir samtökin oft hafa þurft að kaupa gjafir fyrir þennan aldurshóp og hvetur því fólk til að gefa gjafir ætlaðar unglingum.
Jólafréttir Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira