Búið að kveikja á Oslóartrénu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. nóvember 2015 17:26 Frá Austurvelli í dag. vísir/ernir Ljósin á Oslóartrénu voru tendruð á fimmta tímanum á Austurvelli í dag. Voru það Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Khamshajiny Gunartnam varaborgarstjóri Osló sem kveiktu á trénu. Venju samkvæmt er tréð hið glæsilegasta en ljósanna prýðir jólaórói Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra tréð. Óróinn heitir Skyrgámur að þessu sinni en þetta er í tíunda skipti sem félagið safnar fé með jólaórásölu. Steinunn Sigurðardóttir hannaði óróann að þessu sinni. Tréð í ár er síðasta tréð sem Norðmenn senda til Íslands en borgirnar ákváðu í sameiningu að héðan í frá myndu Norðmenn gefa borginni tré úr Heiðmörk. Þótti það samræmast umhverfisviðhorfum betur en núverandi fyrirkomulag. „Mér fannst fallegt og gaman að heimsækja skóginn í Heiðmörk og læra um sögu hans og sterk tengsl við Noreg,“ segir Kamzy. „Ræktunin hófst fyrir meira en 50 árum og hef séð með eigin augum að trén eru fullvaxta. Þetta er í fyrsta sinn sem ég heimsæki Ísland og það er sannur heiður fyrir mig sem fulltrúa Oslóarborgar að færa íbúum Reykjavíkur Oslóartréð. Ég hef heyrt að fyrir mörgum borgarbúum marki tendrun ljósa Oslóartrésins ákveðið upphaf jólahaldsins. Mikil vinabönd eru á milli borganna tveggja og við viljum styrkja þá vináttu með því að senda alltaf fulltrúa frá borgarstjórn Oslóar til Reykjavík. Framlag okkar í framtíðinni verður með einhvers konar menningarlegu ívafi, jafnvel barnamenningu allt til þess að styrkja vinabönd Reykjavíkur og Oslóar,“ segir Kamzy. „Það var frábært að geta sýnt fulltrúum Oslóar þessi fínu tré sem núna vaxa í Heiðmörk en framvegis mun Oslóartréð koma þaðan með sínar djúpu norsku rætur. Um leið ætlum við að nota tækifærið og styrkja tengsl borganna tveggja og efla hin menningarlegu tengsl sem munu svo leiða okkur á frekari brautir stórra og smárra verkefna þessara miklu vinaborga,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Jólafréttir Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Ljósin á Oslóartrénu voru tendruð á fimmta tímanum á Austurvelli í dag. Voru það Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Khamshajiny Gunartnam varaborgarstjóri Osló sem kveiktu á trénu. Venju samkvæmt er tréð hið glæsilegasta en ljósanna prýðir jólaórói Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra tréð. Óróinn heitir Skyrgámur að þessu sinni en þetta er í tíunda skipti sem félagið safnar fé með jólaórásölu. Steinunn Sigurðardóttir hannaði óróann að þessu sinni. Tréð í ár er síðasta tréð sem Norðmenn senda til Íslands en borgirnar ákváðu í sameiningu að héðan í frá myndu Norðmenn gefa borginni tré úr Heiðmörk. Þótti það samræmast umhverfisviðhorfum betur en núverandi fyrirkomulag. „Mér fannst fallegt og gaman að heimsækja skóginn í Heiðmörk og læra um sögu hans og sterk tengsl við Noreg,“ segir Kamzy. „Ræktunin hófst fyrir meira en 50 árum og hef séð með eigin augum að trén eru fullvaxta. Þetta er í fyrsta sinn sem ég heimsæki Ísland og það er sannur heiður fyrir mig sem fulltrúa Oslóarborgar að færa íbúum Reykjavíkur Oslóartréð. Ég hef heyrt að fyrir mörgum borgarbúum marki tendrun ljósa Oslóartrésins ákveðið upphaf jólahaldsins. Mikil vinabönd eru á milli borganna tveggja og við viljum styrkja þá vináttu með því að senda alltaf fulltrúa frá borgarstjórn Oslóar til Reykjavík. Framlag okkar í framtíðinni verður með einhvers konar menningarlegu ívafi, jafnvel barnamenningu allt til þess að styrkja vinabönd Reykjavíkur og Oslóar,“ segir Kamzy. „Það var frábært að geta sýnt fulltrúum Oslóar þessi fínu tré sem núna vaxa í Heiðmörk en framvegis mun Oslóartréð koma þaðan með sínar djúpu norsku rætur. Um leið ætlum við að nota tækifærið og styrkja tengsl borganna tveggja og efla hin menningarlegu tengsl sem munu svo leiða okkur á frekari brautir stórra og smárra verkefna þessara miklu vinaborga,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Jólafréttir Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira