Endurbótalán er að sliga Dómkirkjuna Garðar ÖrnÚlfarsson skrifar 10. nóvember 2015 07:00 Danskur tígulsteinn sem notaður var í stækkun Dómkirkjunnar um miðja nítjándu öld veðraðist illa og var skipt út fyrir grágrýti fyrir um fimmtán árum. Fréttablaðið/GVA Séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur og Marinó Þorsteinsson, formaður sóknarnefndar, segja söfnuðinn ekki standa undir afborgunum af láni sem tekið var vegna endurbóta á kirkjunni og biðja fjárlaganefnd Alþingis um aukið framlag. Fram kemur í bréfi Hjálmars og Marinós til fjárlaganefndar að umfangsmiklar endurbætur sem gerðar voru á Dómkirkjunni á árunum 1999 og 2000 hafi kostað 210 milljónir króna. Meðal annars var skipt út dönskum tígulsteini fyrir íslenskan grástein á þeim hluta kirkjunnar sem stækkaður var árin 1846 og 1847.Safnaðarheimili Dómkirkjunnar sem er í hluta gamla Iðnaðarmannafélagshússins við Lækjargötu var veðsett vegna endurbóta á kirkjunni. Fréttablaðið/GVA„Fjármögnun að hálfu, um það bil 100 milljónir króna, var sparnaður af hálfu safnaðarins, gjafafé og nokkur opinber framlög. Eftirstöðvarnar, sirka 110 milljónir, voru teknar að láni hjá SPRON. Lánið er verðtryggt, með veði í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a (Iðnaðarmannafélagshúsinu),“ rekja Hjálmar og Marinó í bréfi sínu. Fram kemur að Alþingi hafi samþykkt að ríkissjóður borgaði 5 milljónir króna í láninu á hverju ári og að sú greiðsla myndi hækka í takt við lánskjaravísitölu. Framlagið hafi þó verið skorið niður og sé 4,7 milljónir á þessu ári. „Nú er svo komið að lán þetta er orðið mjög íþyngjandi fyrir söfnuðinn,“ skrifa Hjálmar og Marinó. „Sóknargjöld hafa dregist verulega saman bæði vegna skerðingar og einnig vegna fækkunar sóknarbarna. Alltaf hefur þó verið staðið í skilum en þó þurfti að lengja í láninu fyrir nokkrum árum. Þetta tókst með því að skera svo verulega niður í safnaðarstarfinu að orðið er alls óviðunandi fyrir dómkirkju landsins.“Séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur Fréttablaðið/ValliUndanfarin ár hefur Dómkirkjan verið rekin með halla, segja Hjálmar og Marinó. Nú sé ekki lengur hægt að standa í skilum með lánið og ekki fyrirséð hvernig halda eigi safnaðarstarfinu uppi. Dómkirkjan sé ekki aðeins sóknarkirkja tæplega fjögur þúsund manna, heldur einnig kirkja biskups, Alþingis og þjóðarinnar allrar. „Ekki er okkur kunnugt um að endurreisn dómkirkna meðal þjóðanna í okkar heimshluta sé greidd af söfnuði kirkjunnar meðal einnar kynslóðar,“ undirstrika þeir séra Hjálmar og Marinó sóknarnefndarformaður. Alþingi Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur og Marinó Þorsteinsson, formaður sóknarnefndar, segja söfnuðinn ekki standa undir afborgunum af láni sem tekið var vegna endurbóta á kirkjunni og biðja fjárlaganefnd Alþingis um aukið framlag. Fram kemur í bréfi Hjálmars og Marinós til fjárlaganefndar að umfangsmiklar endurbætur sem gerðar voru á Dómkirkjunni á árunum 1999 og 2000 hafi kostað 210 milljónir króna. Meðal annars var skipt út dönskum tígulsteini fyrir íslenskan grástein á þeim hluta kirkjunnar sem stækkaður var árin 1846 og 1847.Safnaðarheimili Dómkirkjunnar sem er í hluta gamla Iðnaðarmannafélagshússins við Lækjargötu var veðsett vegna endurbóta á kirkjunni. Fréttablaðið/GVA„Fjármögnun að hálfu, um það bil 100 milljónir króna, var sparnaður af hálfu safnaðarins, gjafafé og nokkur opinber framlög. Eftirstöðvarnar, sirka 110 milljónir, voru teknar að láni hjá SPRON. Lánið er verðtryggt, með veði í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a (Iðnaðarmannafélagshúsinu),“ rekja Hjálmar og Marinó í bréfi sínu. Fram kemur að Alþingi hafi samþykkt að ríkissjóður borgaði 5 milljónir króna í láninu á hverju ári og að sú greiðsla myndi hækka í takt við lánskjaravísitölu. Framlagið hafi þó verið skorið niður og sé 4,7 milljónir á þessu ári. „Nú er svo komið að lán þetta er orðið mjög íþyngjandi fyrir söfnuðinn,“ skrifa Hjálmar og Marinó. „Sóknargjöld hafa dregist verulega saman bæði vegna skerðingar og einnig vegna fækkunar sóknarbarna. Alltaf hefur þó verið staðið í skilum en þó þurfti að lengja í láninu fyrir nokkrum árum. Þetta tókst með því að skera svo verulega niður í safnaðarstarfinu að orðið er alls óviðunandi fyrir dómkirkju landsins.“Séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur Fréttablaðið/ValliUndanfarin ár hefur Dómkirkjan verið rekin með halla, segja Hjálmar og Marinó. Nú sé ekki lengur hægt að standa í skilum með lánið og ekki fyrirséð hvernig halda eigi safnaðarstarfinu uppi. Dómkirkjan sé ekki aðeins sóknarkirkja tæplega fjögur þúsund manna, heldur einnig kirkja biskups, Alþingis og þjóðarinnar allrar. „Ekki er okkur kunnugt um að endurreisn dómkirkna meðal þjóðanna í okkar heimshluta sé greidd af söfnuði kirkjunnar meðal einnar kynslóðar,“ undirstrika þeir séra Hjálmar og Marinó sóknarnefndarformaður.
Alþingi Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira