Segir ekki refsivert að eiga tæki og tól Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. nóvember 2015 07:00 Fólk safnaðist saman við lögreglustöðina í gær og krafðist breytinga á meðferð kynferðisbrotamála. Einhverjir köstuðu eggjum í lögreglustöðina. Fréttablaðið/Vilhelm Hart var sótt að lögreglu á samfélagsmiðlum vegna forsíðufréttar Fréttablaðsins í gær um tvö kynferðisafbrotamál sem lögreglan hefur til rannsóknar. Greint var frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði gert húsleit í íbúð í Hlíðunum sem annar meintur gerandinn í málinu hefur til umráða. Fréttablaðið greindi frá árásunum fyrir helgi, en þær eiga báðar að hafa átt sér stað í október. Tveir karlar eru grunaðir um árásirnar. Annar er á fertugsaldri og stundar nám við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík, þar sem fórnarlömb árásanna stunda bæði nám. Honum hefur verið vikið tímabundið frá skólanum. Hinn er á svipuðum aldri og er starfsmaður á hótelinu Reykjavík Marina. Hann hefur verið sendur í leyfi á meðan á rannsókn stendur.Tvær kærur hafa verið lagðar fram í málinuEkki var farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum og mættu hundruð manns fyrir framan Lögreglustöðina við Hverfisgötu í því skyni að mótmæla því, sem og aðgerðaleysi yfirvalda í kynferðisbrotamálum. Fjöldi fólks steig í pontu og sagði sögur af eigin reynslu af viðbrögðum lögreglu vegna kynferðisbrotamála. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, ávarpaði hópinn og sagði að lögreglan myndi gera sitt besta til að gera betur. Lögreglustjórinn fékk ekki góðar móttökur hjá mótmælendum sem púuðu og hrópuðu margir að það væri greinilega ekki nóg. „Mér fannst þetta alveg magnað. Ég dáist að öllu þessu unga fólki sem tjáði sig,“ segir Oddný Arnarsdóttir, skipuleggjandi mótmælanna. „Ég fór og ræddi aðeins við lögreglustjórann sem sagði meðal annars að henni þætti leiðinlegt að þetta væri það fyrsta sem kæmi út eftir að ný kynferðisbrotadeild væri stofnuð,“ segir Oddný og bætir við að frétt Fréttablaðsins í gær hafi aðeins verið enn ein fréttin um vanhæfi og getuleysi yfirvalda í því að taka þessi mál föstum tökum.Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/PjeturÍ Fréttablaðinu í gær var greint frá því að árásirnar hefðu verið hrottalegar og íbúðin hefði verið búin tækjum til að beita ofbeldi. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur á skrifstofu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, segir að þó svo að fólk eigi tæki og tól þá sé það eitt og sér ekki refsivert. „Í okkar gögnum höfum við ekki neitt sem sýnir að íbúðin sé útbúin til nauðgana og við getum ekki fullyrt neitt um það. Þetta er þó matskennt hugtak sem og önnur hugtök sem maður hefur séð í dag, til dæmis hugtakið raðnauðganir,“ segir Alda og bætir við að hún vonist til þess að umræðan muni koma til með að bæta kerfið. Alda vill ekki gefa það upp hvað nákvæmlega hafi verið lagt hald á við húsleit í íbúðinni. „Við haldleggjum það sem við teljum ástæðu til við húsleitir og gæti verið notað sem sönnunargögn í málinu.“ Hún segir enga afstöðu hafa verið tekna til þess hvort gerð hafi verið mistök þegar ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum. „Við erum að rýna í það.“ Á mótmælunum voru margir reiðir yfir því að báðir meintir gerendur væru farnir úr landi en samkvæmt heimildum Vísis er það raunin. „Af hverju var þá ekki allavega farið fram á farbann?“ hrópaði einn mótmælandinn við góðar undirtektir. Að sögn Öldu er farbanni sjaldnast beitt á íslenska ríkisborgara. „Við erum þó aðilar að alþjóðasáttmála sem gerir það að verkum að við getum fengið íslenska ríkisborgara framselda vegna ætlaðra glæpa.“ Hlíðamálið Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Hart var sótt að lögreglu á samfélagsmiðlum vegna forsíðufréttar Fréttablaðsins í gær um tvö kynferðisafbrotamál sem lögreglan hefur til rannsóknar. Greint var frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði gert húsleit í íbúð í Hlíðunum sem annar meintur gerandinn í málinu hefur til umráða. Fréttablaðið greindi frá árásunum fyrir helgi, en þær eiga báðar að hafa átt sér stað í október. Tveir karlar eru grunaðir um árásirnar. Annar er á fertugsaldri og stundar nám við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík, þar sem fórnarlömb árásanna stunda bæði nám. Honum hefur verið vikið tímabundið frá skólanum. Hinn er á svipuðum aldri og er starfsmaður á hótelinu Reykjavík Marina. Hann hefur verið sendur í leyfi á meðan á rannsókn stendur.Tvær kærur hafa verið lagðar fram í málinuEkki var farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum og mættu hundruð manns fyrir framan Lögreglustöðina við Hverfisgötu í því skyni að mótmæla því, sem og aðgerðaleysi yfirvalda í kynferðisbrotamálum. Fjöldi fólks steig í pontu og sagði sögur af eigin reynslu af viðbrögðum lögreglu vegna kynferðisbrotamála. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, ávarpaði hópinn og sagði að lögreglan myndi gera sitt besta til að gera betur. Lögreglustjórinn fékk ekki góðar móttökur hjá mótmælendum sem púuðu og hrópuðu margir að það væri greinilega ekki nóg. „Mér fannst þetta alveg magnað. Ég dáist að öllu þessu unga fólki sem tjáði sig,“ segir Oddný Arnarsdóttir, skipuleggjandi mótmælanna. „Ég fór og ræddi aðeins við lögreglustjórann sem sagði meðal annars að henni þætti leiðinlegt að þetta væri það fyrsta sem kæmi út eftir að ný kynferðisbrotadeild væri stofnuð,“ segir Oddný og bætir við að frétt Fréttablaðsins í gær hafi aðeins verið enn ein fréttin um vanhæfi og getuleysi yfirvalda í því að taka þessi mál föstum tökum.Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/PjeturÍ Fréttablaðinu í gær var greint frá því að árásirnar hefðu verið hrottalegar og íbúðin hefði verið búin tækjum til að beita ofbeldi. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur á skrifstofu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, segir að þó svo að fólk eigi tæki og tól þá sé það eitt og sér ekki refsivert. „Í okkar gögnum höfum við ekki neitt sem sýnir að íbúðin sé útbúin til nauðgana og við getum ekki fullyrt neitt um það. Þetta er þó matskennt hugtak sem og önnur hugtök sem maður hefur séð í dag, til dæmis hugtakið raðnauðganir,“ segir Alda og bætir við að hún vonist til þess að umræðan muni koma til með að bæta kerfið. Alda vill ekki gefa það upp hvað nákvæmlega hafi verið lagt hald á við húsleit í íbúðinni. „Við haldleggjum það sem við teljum ástæðu til við húsleitir og gæti verið notað sem sönnunargögn í málinu.“ Hún segir enga afstöðu hafa verið tekna til þess hvort gerð hafi verið mistök þegar ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum. „Við erum að rýna í það.“ Á mótmælunum voru margir reiðir yfir því að báðir meintir gerendur væru farnir úr landi en samkvæmt heimildum Vísis er það raunin. „Af hverju var þá ekki allavega farið fram á farbann?“ hrópaði einn mótmælandinn við góðar undirtektir. Að sögn Öldu er farbanni sjaldnast beitt á íslenska ríkisborgara. „Við erum þó aðilar að alþjóðasáttmála sem gerir það að verkum að við getum fengið íslenska ríkisborgara framselda vegna ætlaðra glæpa.“
Hlíðamálið Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira