Birtir myndband úr íbúð meints nauðgara í Hlíðunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. nóvember 2015 07:31 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson birti myndbandið á Facebook-síðu sinni í nótt. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður, birti í nótt myndband á Facebook-síðu sem hann segir að sé úr íbúð í Hlíðunum þar sem þar sem talið er að tvær árásir í tveimur að aðskildum kynferðisbrotamálum hafi átt sér stað. Hann er verjandi annars mannanna. Í færslu sinni vísar Vilhjálmur í forsíðufrétt Fréttablaðsins í gær og segir að því hafi verið „slegið upp á forsíðu, að íbúð í Hlíðunum hafi verið útbúin til nauðgana. Hér er myndband af íbúðinni. Dæmi nú hver fyrir sig. Engu að síður kýs aðalritstjóri Fréttablaðsins að berja höfðinu við steininn og segir í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í gær að Fréttablaðið standi við fréttina.“ Þá segir Vilhjálmur að mennirnir neiti alfarið sök og segir að gögn málsins og vitnsiburðir styðji framburð þeirra. Fram kom í frétt Fréttablaðsins í gær að ekki hafi verið farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum. Sú ákvörðun vakti mikla reiði í samfélaginu og var meðal annars boðað til mótmæla við lögreglustöðina auk þess sem hundruð Íslendinga deildu færslum á Twitter og Facebook þar sem mennirnir eru nafngreindir. Þá gengur um Facebook færsla þar sem einnig er að finna myndir af mönnunum og þeir sagðir nauðgarar. Um þetta segir lögmaðurinn: „Aftaka kærðu á netinu í gær mun verða íslendingum til vansa um aldir alda. Á því ber Fréttablaðið fulla ábyrgð ásamt hlutaðeigandi mykjudreifurum. Á þá ábyrgð mun reyna.“ Í athugasemd við fréttina er Vilhjálmur spurður að því hvort ekki sé séns á því að meintur nauðgari hafi fjarlægt „þetta“, og vísar þar væntanlega til tóla og tækja sem Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að lögreglan hafi fundið í íbúðinni. Vilhjálmur svarar þessu neitandi og segir lögregluna hafa verið löngu búna „að gera húsleit þegar myndbandið var tekið.“ Myndbandið og Facebook-færslu Vilhjálms má sjá hér að neðan.Í Fréttablaðinu í gær, 9. nóvember 2015, var því slegið upp á forsíðu, að íbúð í Hlíðunum hafi verið útbúin til nauð...Posted by Vilhjálmur H. Vilhjálmsson on Monday, 9 November 2015 Hlíðamálið Tengdar fréttir Getur ekki svarað af eða á hvort lögreglan hafi gert mistök við rannsókn á meintum kynferðisbrotum Þarf að vera sterkur rökstuddur grunur fyrir gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna, segir yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 9. nóvember 2015 16:09 „Við viljum bara að eitthvað verði gert“ Nokkur hundruð eru nú saman komin á Hverfisgötu til að mótmæla aðgerðarleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum í kjölfar frétta dagsins. 9. nóvember 2015 17:25 Segir ekki refsivert að eiga tæki og tól Yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir farbanni sjaldnast beitt gegn íslenskum ríkisborgurum. Tveir menn sem grunaðir eru um kynferðisbrot eru taldir vera farnir úr landi. 10. nóvember 2015 07:00 Ætla að mótmæla aðgerðaleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum Lögreglan harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. 9. nóvember 2015 13:17 Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana Tveir karlar grunaðir um hrottaleg kynferðisbrot ganga lausir. 9. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður, birti í nótt myndband á Facebook-síðu sem hann segir að sé úr íbúð í Hlíðunum þar sem þar sem talið er að tvær árásir í tveimur að aðskildum kynferðisbrotamálum hafi átt sér stað. Hann er verjandi annars mannanna. Í færslu sinni vísar Vilhjálmur í forsíðufrétt Fréttablaðsins í gær og segir að því hafi verið „slegið upp á forsíðu, að íbúð í Hlíðunum hafi verið útbúin til nauðgana. Hér er myndband af íbúðinni. Dæmi nú hver fyrir sig. Engu að síður kýs aðalritstjóri Fréttablaðsins að berja höfðinu við steininn og segir í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í gær að Fréttablaðið standi við fréttina.“ Þá segir Vilhjálmur að mennirnir neiti alfarið sök og segir að gögn málsins og vitnsiburðir styðji framburð þeirra. Fram kom í frétt Fréttablaðsins í gær að ekki hafi verið farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum. Sú ákvörðun vakti mikla reiði í samfélaginu og var meðal annars boðað til mótmæla við lögreglustöðina auk þess sem hundruð Íslendinga deildu færslum á Twitter og Facebook þar sem mennirnir eru nafngreindir. Þá gengur um Facebook færsla þar sem einnig er að finna myndir af mönnunum og þeir sagðir nauðgarar. Um þetta segir lögmaðurinn: „Aftaka kærðu á netinu í gær mun verða íslendingum til vansa um aldir alda. Á því ber Fréttablaðið fulla ábyrgð ásamt hlutaðeigandi mykjudreifurum. Á þá ábyrgð mun reyna.“ Í athugasemd við fréttina er Vilhjálmur spurður að því hvort ekki sé séns á því að meintur nauðgari hafi fjarlægt „þetta“, og vísar þar væntanlega til tóla og tækja sem Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að lögreglan hafi fundið í íbúðinni. Vilhjálmur svarar þessu neitandi og segir lögregluna hafa verið löngu búna „að gera húsleit þegar myndbandið var tekið.“ Myndbandið og Facebook-færslu Vilhjálms má sjá hér að neðan.Í Fréttablaðinu í gær, 9. nóvember 2015, var því slegið upp á forsíðu, að íbúð í Hlíðunum hafi verið útbúin til nauð...Posted by Vilhjálmur H. Vilhjálmsson on Monday, 9 November 2015
Hlíðamálið Tengdar fréttir Getur ekki svarað af eða á hvort lögreglan hafi gert mistök við rannsókn á meintum kynferðisbrotum Þarf að vera sterkur rökstuddur grunur fyrir gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna, segir yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 9. nóvember 2015 16:09 „Við viljum bara að eitthvað verði gert“ Nokkur hundruð eru nú saman komin á Hverfisgötu til að mótmæla aðgerðarleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum í kjölfar frétta dagsins. 9. nóvember 2015 17:25 Segir ekki refsivert að eiga tæki og tól Yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir farbanni sjaldnast beitt gegn íslenskum ríkisborgurum. Tveir menn sem grunaðir eru um kynferðisbrot eru taldir vera farnir úr landi. 10. nóvember 2015 07:00 Ætla að mótmæla aðgerðaleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum Lögreglan harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. 9. nóvember 2015 13:17 Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana Tveir karlar grunaðir um hrottaleg kynferðisbrot ganga lausir. 9. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Getur ekki svarað af eða á hvort lögreglan hafi gert mistök við rannsókn á meintum kynferðisbrotum Þarf að vera sterkur rökstuddur grunur fyrir gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna, segir yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 9. nóvember 2015 16:09
„Við viljum bara að eitthvað verði gert“ Nokkur hundruð eru nú saman komin á Hverfisgötu til að mótmæla aðgerðarleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum í kjölfar frétta dagsins. 9. nóvember 2015 17:25
Segir ekki refsivert að eiga tæki og tól Yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir farbanni sjaldnast beitt gegn íslenskum ríkisborgurum. Tveir menn sem grunaðir eru um kynferðisbrot eru taldir vera farnir úr landi. 10. nóvember 2015 07:00
Ætla að mótmæla aðgerðaleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum Lögreglan harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. 9. nóvember 2015 13:17
Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana Tveir karlar grunaðir um hrottaleg kynferðisbrot ganga lausir. 9. nóvember 2015 06:00
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent