„Verum Vigdís“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. nóvember 2015 17:30 Sigrún Ragna Ólafsdóttir og Steinþór Pálsson. vísir „Verum Vigdís“ voru lokaorð Steinþórs Pálssonar, bankastjóra Landabankans í erindi hans á morgunfundi um Jafnréttissáttmála UN Women og UN Global Compact (Women‘s Empowerment Principles) sem 18 íslensk fyrirtæki hafa innleitt. Fundurinn var samstarf Samtaka atvinnulífsins, UN Women á Íslandi og Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð í Húsi atvinnulífsins í morgun. Steinþór ásamt Sigrúnu Rögnu Ólafsdóttur, forstjóra VÍS héldu erindi um hvaða leiðir hafi verið farnar við innleiðingu Jafnréttissáttmálans og hvernig stuðlað sé markvisst að jafnrétti innan þeirra fyrirtækja. Steinþór nefndi að jafnrétti snérist um menningu, hugarfar og að koma sér úr viðjum vanans. „Við í Landsbankanum tókum ákvörðun um að jafna kynjahlutföll, það er mjög auðvelt, bara spurning um að taka ákvörðunina og framkvæma hana.“ Hann nefndi dæmi um leiðir sem Landsbankinn hefur farið í við að stuðla að jafnrétti innan fyrirtækisins líkt og viðbragðsáætlun ef upp koma mál sem varða kynferðislegri áreitni á vinnustaðnum. Einnig starfar sex manna jafnréttisnefnd sem starfsfólk getur leitað til, til dæmis ef því finnst óþægilegt að leita til hefðbundinna stjórnenda eða reynt að leita til þeirra án árangurs. Stöndum okkur vel í jafnréttismálum „Við þurfum að fást við menninguna og hvað það er í samfélaginu sem mótar okkur. Núna snýst umræðan mikið um að við stöndum okkur vel í jafnréttismálum, en við stöndum bara alls ekki vel. Við þurfum að gera svo miklu betur! Vigdís Finnbogadóttir er brautryðjandi á þessu sviði, okkur vantar fleiri brautryðjendur – fleiri Vigdísir, hvort sem það eru karlar eða konur. Verum Vigdís,“ sagði Steinþór. Sigrún Ragna, forstjóri VÍS kom inn á mikilvægi þess að kynna vel og fræða alla stjórnendur reglulega um Jafnréttissáttmálann, hún taldi það vera lykilatriði við innleiðingu Jafnréttissáttmálans og stefnunnar innan fyrirtækisins því þar væru ákvarðanirnar teknar. Hún tók í sama streng og Steinþór varðandi nauðsyn þess að skoða hvaða þættir í samfélaginu móti okkur og nefndi því til dæmis að byrja nógu snemma að ræða við ungar konur og stúlkur og selja þeim þá hugmynd að ákveðin tækifæri geti falist í því að sækjast í ákveðna menntun sem karlar hafa frekar sótt í hingað til. „Stúlkur skortir gjarnan fyrirmyndir í að sækja í suma geira, eins og ýmsar iðngreinar.“ Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA opnaði fundinn, Soffía Sigurgeirsdóttir, stjórnarkona hjá UN Women á Íslandi kynnti Jafnréttissáttmálann og að endingu fjallaði Bergljót Þrastardóttir, sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu, um lögbundið hlutverk fyrirtækja á sviði jafnréttismála og stuðning stofunnar við þá vinnu. Kröftugar umræður sköpuðust í lok fundar meðal annars um þá staðreynd að færri og færri karlar tækju fæðingarorlof, um ábyrgð einkageirans og hins opinbera varðandi vandamálið. Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira
„Verum Vigdís“ voru lokaorð Steinþórs Pálssonar, bankastjóra Landabankans í erindi hans á morgunfundi um Jafnréttissáttmála UN Women og UN Global Compact (Women‘s Empowerment Principles) sem 18 íslensk fyrirtæki hafa innleitt. Fundurinn var samstarf Samtaka atvinnulífsins, UN Women á Íslandi og Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð í Húsi atvinnulífsins í morgun. Steinþór ásamt Sigrúnu Rögnu Ólafsdóttur, forstjóra VÍS héldu erindi um hvaða leiðir hafi verið farnar við innleiðingu Jafnréttissáttmálans og hvernig stuðlað sé markvisst að jafnrétti innan þeirra fyrirtækja. Steinþór nefndi að jafnrétti snérist um menningu, hugarfar og að koma sér úr viðjum vanans. „Við í Landsbankanum tókum ákvörðun um að jafna kynjahlutföll, það er mjög auðvelt, bara spurning um að taka ákvörðunina og framkvæma hana.“ Hann nefndi dæmi um leiðir sem Landsbankinn hefur farið í við að stuðla að jafnrétti innan fyrirtækisins líkt og viðbragðsáætlun ef upp koma mál sem varða kynferðislegri áreitni á vinnustaðnum. Einnig starfar sex manna jafnréttisnefnd sem starfsfólk getur leitað til, til dæmis ef því finnst óþægilegt að leita til hefðbundinna stjórnenda eða reynt að leita til þeirra án árangurs. Stöndum okkur vel í jafnréttismálum „Við þurfum að fást við menninguna og hvað það er í samfélaginu sem mótar okkur. Núna snýst umræðan mikið um að við stöndum okkur vel í jafnréttismálum, en við stöndum bara alls ekki vel. Við þurfum að gera svo miklu betur! Vigdís Finnbogadóttir er brautryðjandi á þessu sviði, okkur vantar fleiri brautryðjendur – fleiri Vigdísir, hvort sem það eru karlar eða konur. Verum Vigdís,“ sagði Steinþór. Sigrún Ragna, forstjóri VÍS kom inn á mikilvægi þess að kynna vel og fræða alla stjórnendur reglulega um Jafnréttissáttmálann, hún taldi það vera lykilatriði við innleiðingu Jafnréttissáttmálans og stefnunnar innan fyrirtækisins því þar væru ákvarðanirnar teknar. Hún tók í sama streng og Steinþór varðandi nauðsyn þess að skoða hvaða þættir í samfélaginu móti okkur og nefndi því til dæmis að byrja nógu snemma að ræða við ungar konur og stúlkur og selja þeim þá hugmynd að ákveðin tækifæri geti falist í því að sækjast í ákveðna menntun sem karlar hafa frekar sótt í hingað til. „Stúlkur skortir gjarnan fyrirmyndir í að sækja í suma geira, eins og ýmsar iðngreinar.“ Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA opnaði fundinn, Soffía Sigurgeirsdóttir, stjórnarkona hjá UN Women á Íslandi kynnti Jafnréttissáttmálann og að endingu fjallaði Bergljót Þrastardóttir, sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu, um lögbundið hlutverk fyrirtækja á sviði jafnréttismála og stuðning stofunnar við þá vinnu. Kröftugar umræður sköpuðust í lok fundar meðal annars um þá staðreynd að færri og færri karlar tækju fæðingarorlof, um ábyrgð einkageirans og hins opinbera varðandi vandamálið.
Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira