Þingmenn ræddu RÚV-skýrslu: Kröfðust svara frá ráðherra um útvarpsgjaldið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. nóvember 2015 14:31 Menntamálaráðherra ætlar að leggja fram frumvarp um óbreytt útvarpsgjald. Vísir/Ernir Sérstök umræða um RÚV-skýrsluna svokölluðu fór fram á Alþingi í dag en málshefjandi var Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Í upphafi ræðu sinnar sagði hún að RÚV hefði um árabil búið við þann veruleika að Sjálfstæðisflokkurinn hefði horn í síðu stofnunarinnar sem endurspeglaðist meðal annars í ályktunum ungliðahreyfinga flokksins. „En þegar hæst hefur látið þá höfum við séð þess stað á landsfundum flokksins og slíkum samkomum að flokkurinn í heild hefur beinlínis ályktað að selja Ríkisútvarpið, leggja það niður eða með einhverju móti koma því út af kortinu sem fjölmiðli í almannaþágu,“ sagði Svandís.Eyþór L. Arnalds, formaður nefndar um starfsemi og rekstur RÚV ohfTrúverðugleiki skýrslunnar fyrir bí út af Eyþóri Arnalds Hún sagði þó vanalega hafi það verið svo að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki haft mikinn stuðning í kringum sig í þessum leiðangri en nú bæri svo við að sumir þingmenn Framsóknarflokksins hefðu stigið fram og talað gegn RÚV. Í þessu samhengi spurði Svandís Illuga Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, hvers vegna óskað var eftir RÚV-skýrslunni frá „innanbúðarmanni“ í Sjálfstæðisflokknum. „Ég velti því frir mér hvort að hæstvirtur ráðherra átti sig ekki á því að þar með er trúverðugleiki skýrslunnar fyrir bí,“ en þarna vísaði Svandís til Eyþórs Arnalds sem var formaður nefndarinnar. Svandís spurði svo hvort að ráðherra ætlaði að tryggja að útvarpsgjaldið yrði ekki lækkað og hvort að tekið yrði á lífeyrisskuldbindingum stofnunarinnar.Ekki umræðunni til framdráttar að benda á einstaklinginn Illugi Gunnarsson sagði það fulleinfaldaða orðræðu að sínu mati að halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn hefði horn í síðu RÚV. Hann sagði málið snúast um það markmið sem sett væru með afskiptum ríkisins á fjölmiðlamarkaði. „Menn geta greint á hvaða leiðir eru bestar að því markmiði. Það eru þeir til sem telja að besta leiðin sé í gegnum ríkisrekinn fjölmiðil, aðrir eru þeir sem telja að það sé ekki besta leiðin. Ég held að það sé fullmikil einföldun að nálgast þetta svona eins og háttvirtur þingmaður gerði í upphafi síns máls.“ Þá sagðist Illugi ekki telja það umræðunni um RÚV til framdráttar að fara þá leið að segja skýrsluna ómarktæka og benda á einstaklinginn. Sagði hann að frekar ætti að ræða efni skýrslunnar. „Hvað varðar mína skoðun á útvarpsgjaldinu þá lýsti ég því yfir strax síðastliðið vor að ég teldi ekki að það væri ástæða til að lækka það en heldur ekki ástæða til að hækka það heldur að það stæði í stað og sú skoðun mín hefur komið fram áður.“Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, þegar RÚV-skýrslan var kynnt.Vísir„Er þá ekki málið dautt?“ Sumir þeirra þingmanna sem tóku þátt í umræðunni fóru hörðum um ráðherrann og skýrsluna umtöluðu og kallað var eftir skýrari svörum um að útvarpsgjaldið yrði ekki lækkað þar sem það myndi líklega hafa í för með sér mikinn niðurskurð hjá stofnuninni. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði það fullkomlega marklaust að vera með ríkisútvarp og vera svo sífellt að grafa undan því. Þá væri umræðan um RÚV ósanngjörn að hans mati og skýrslan vond. „Mér finnst hún af mörgum ástæðum skorta trúverðugleika. Mér finnst hún illa gerð,“ sagði Guðmundur og bætti við að honum þætti ósanngjarnt að taka ekki hallalausan rekstur RÚV síðustu 18 mánuði með í reikninginn. „Hvað þurfum við að ákveða hér? Jú. Að lækka ekki útvarpsgjaldið, láta það renna óskert til Ríkisútvarpsins, og gera eitthvað til að laga stórbrotinn fortíðarvanda sem felst í því að stofnunin er að sligast undan alltof þungum lífeyrisskuldbindingum. Getum við ekki ákveðið þetta? Er þá ekki málið dautt?“Ríkið taki á sig lífeyrisskuldbindingar RÚV Þá sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði það „einkennilegt að sá ráðherra sem fer með málaflokk RÚV skuli taka þátt í þeirri að för sem nú er gagnvart þessari mikilvægu stofnun.“ Þá sagði hún mikilvægt að staðið yrði við loforð um útvarpsgjaldið. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gerði einnig útvarpsgjaldið að umræðuefni í sinni ræðu sem og miklar lífeyrisskuldbindingar RÚV. Sagði hún að ríkið ætti að taka þær skuldbindingar á sig líkt og gert var í tilfellum einkarekinna hjúkrunarheimila. Þá sæi það hver maður að ef að útvarpsgjaldið yrði lækkað enn frekar þá yrði rekstrarstaða RÚV enn verri og skera þyrfti enn frekar niður. Við lok umræðunnar sagði menntamálaráðherra að til stæði að leggja fram frumvarp um óbreytt útvarpsgjald. Það væri því ekki bara einhver skoðun hans að útvarpsgjaldið skuli hvorki lækkað né hækkað. Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Alþingi Tengdar fréttir Þetta eru niðurstöður RÚV nefndarinnar Nefndin segir að rekstrarvandi RÚV sé fyrst og fremst á kostnaðarhliðinni. 29. október 2015 13:40 RÚV verði fyrst og síðast vettvangur fyrir íslenskt efni Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði um að það bæri að selja RÚV, en Illugi er ekki sammála því. 30. október 2015 19:58 Þeir 4 milljarðar sem RÚV eyddi í úrelta tækni hefðu getað nýst í ljósleiðaravæðingu landsins Samningurinn RÚV við Vodafone fólst í innleiðingu á stafrænni tækni sem býður ekki upp á gagnvirkni, ekki Internet og hvorki besta né ódýrasta lausn sem völ var á. 29. október 2015 13:00 Kemur ekki til greina að hækka útvarpsgjaldið og taka yfir lífeyrissjóðsskuld Formaður fjárlaganefndar segir að stjórnvöld hafi gefið RÚV tveggja ára svigrúm til að trappa niður reksturinn. 30. október 2015 10:39 Menntamálaráðherra vill endurhugsa starfsemi RÚV Illugi Gunnarsson vill að hlutverk RÚV á auglýsingamarkaði verði sem minnst. 30. október 2015 10:15 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Sérstök umræða um RÚV-skýrsluna svokölluðu fór fram á Alþingi í dag en málshefjandi var Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Í upphafi ræðu sinnar sagði hún að RÚV hefði um árabil búið við þann veruleika að Sjálfstæðisflokkurinn hefði horn í síðu stofnunarinnar sem endurspeglaðist meðal annars í ályktunum ungliðahreyfinga flokksins. „En þegar hæst hefur látið þá höfum við séð þess stað á landsfundum flokksins og slíkum samkomum að flokkurinn í heild hefur beinlínis ályktað að selja Ríkisútvarpið, leggja það niður eða með einhverju móti koma því út af kortinu sem fjölmiðli í almannaþágu,“ sagði Svandís.Eyþór L. Arnalds, formaður nefndar um starfsemi og rekstur RÚV ohfTrúverðugleiki skýrslunnar fyrir bí út af Eyþóri Arnalds Hún sagði þó vanalega hafi það verið svo að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki haft mikinn stuðning í kringum sig í þessum leiðangri en nú bæri svo við að sumir þingmenn Framsóknarflokksins hefðu stigið fram og talað gegn RÚV. Í þessu samhengi spurði Svandís Illuga Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, hvers vegna óskað var eftir RÚV-skýrslunni frá „innanbúðarmanni“ í Sjálfstæðisflokknum. „Ég velti því frir mér hvort að hæstvirtur ráðherra átti sig ekki á því að þar með er trúverðugleiki skýrslunnar fyrir bí,“ en þarna vísaði Svandís til Eyþórs Arnalds sem var formaður nefndarinnar. Svandís spurði svo hvort að ráðherra ætlaði að tryggja að útvarpsgjaldið yrði ekki lækkað og hvort að tekið yrði á lífeyrisskuldbindingum stofnunarinnar.Ekki umræðunni til framdráttar að benda á einstaklinginn Illugi Gunnarsson sagði það fulleinfaldaða orðræðu að sínu mati að halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn hefði horn í síðu RÚV. Hann sagði málið snúast um það markmið sem sett væru með afskiptum ríkisins á fjölmiðlamarkaði. „Menn geta greint á hvaða leiðir eru bestar að því markmiði. Það eru þeir til sem telja að besta leiðin sé í gegnum ríkisrekinn fjölmiðil, aðrir eru þeir sem telja að það sé ekki besta leiðin. Ég held að það sé fullmikil einföldun að nálgast þetta svona eins og háttvirtur þingmaður gerði í upphafi síns máls.“ Þá sagðist Illugi ekki telja það umræðunni um RÚV til framdráttar að fara þá leið að segja skýrsluna ómarktæka og benda á einstaklinginn. Sagði hann að frekar ætti að ræða efni skýrslunnar. „Hvað varðar mína skoðun á útvarpsgjaldinu þá lýsti ég því yfir strax síðastliðið vor að ég teldi ekki að það væri ástæða til að lækka það en heldur ekki ástæða til að hækka það heldur að það stæði í stað og sú skoðun mín hefur komið fram áður.“Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, þegar RÚV-skýrslan var kynnt.Vísir„Er þá ekki málið dautt?“ Sumir þeirra þingmanna sem tóku þátt í umræðunni fóru hörðum um ráðherrann og skýrsluna umtöluðu og kallað var eftir skýrari svörum um að útvarpsgjaldið yrði ekki lækkað þar sem það myndi líklega hafa í för með sér mikinn niðurskurð hjá stofnuninni. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði það fullkomlega marklaust að vera með ríkisútvarp og vera svo sífellt að grafa undan því. Þá væri umræðan um RÚV ósanngjörn að hans mati og skýrslan vond. „Mér finnst hún af mörgum ástæðum skorta trúverðugleika. Mér finnst hún illa gerð,“ sagði Guðmundur og bætti við að honum þætti ósanngjarnt að taka ekki hallalausan rekstur RÚV síðustu 18 mánuði með í reikninginn. „Hvað þurfum við að ákveða hér? Jú. Að lækka ekki útvarpsgjaldið, láta það renna óskert til Ríkisútvarpsins, og gera eitthvað til að laga stórbrotinn fortíðarvanda sem felst í því að stofnunin er að sligast undan alltof þungum lífeyrisskuldbindingum. Getum við ekki ákveðið þetta? Er þá ekki málið dautt?“Ríkið taki á sig lífeyrisskuldbindingar RÚV Þá sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði það „einkennilegt að sá ráðherra sem fer með málaflokk RÚV skuli taka þátt í þeirri að för sem nú er gagnvart þessari mikilvægu stofnun.“ Þá sagði hún mikilvægt að staðið yrði við loforð um útvarpsgjaldið. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gerði einnig útvarpsgjaldið að umræðuefni í sinni ræðu sem og miklar lífeyrisskuldbindingar RÚV. Sagði hún að ríkið ætti að taka þær skuldbindingar á sig líkt og gert var í tilfellum einkarekinna hjúkrunarheimila. Þá sæi það hver maður að ef að útvarpsgjaldið yrði lækkað enn frekar þá yrði rekstrarstaða RÚV enn verri og skera þyrfti enn frekar niður. Við lok umræðunnar sagði menntamálaráðherra að til stæði að leggja fram frumvarp um óbreytt útvarpsgjald. Það væri því ekki bara einhver skoðun hans að útvarpsgjaldið skuli hvorki lækkað né hækkað. Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Þetta eru niðurstöður RÚV nefndarinnar Nefndin segir að rekstrarvandi RÚV sé fyrst og fremst á kostnaðarhliðinni. 29. október 2015 13:40 RÚV verði fyrst og síðast vettvangur fyrir íslenskt efni Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði um að það bæri að selja RÚV, en Illugi er ekki sammála því. 30. október 2015 19:58 Þeir 4 milljarðar sem RÚV eyddi í úrelta tækni hefðu getað nýst í ljósleiðaravæðingu landsins Samningurinn RÚV við Vodafone fólst í innleiðingu á stafrænni tækni sem býður ekki upp á gagnvirkni, ekki Internet og hvorki besta né ódýrasta lausn sem völ var á. 29. október 2015 13:00 Kemur ekki til greina að hækka útvarpsgjaldið og taka yfir lífeyrissjóðsskuld Formaður fjárlaganefndar segir að stjórnvöld hafi gefið RÚV tveggja ára svigrúm til að trappa niður reksturinn. 30. október 2015 10:39 Menntamálaráðherra vill endurhugsa starfsemi RÚV Illugi Gunnarsson vill að hlutverk RÚV á auglýsingamarkaði verði sem minnst. 30. október 2015 10:15 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Þetta eru niðurstöður RÚV nefndarinnar Nefndin segir að rekstrarvandi RÚV sé fyrst og fremst á kostnaðarhliðinni. 29. október 2015 13:40
RÚV verði fyrst og síðast vettvangur fyrir íslenskt efni Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði um að það bæri að selja RÚV, en Illugi er ekki sammála því. 30. október 2015 19:58
Þeir 4 milljarðar sem RÚV eyddi í úrelta tækni hefðu getað nýst í ljósleiðaravæðingu landsins Samningurinn RÚV við Vodafone fólst í innleiðingu á stafrænni tækni sem býður ekki upp á gagnvirkni, ekki Internet og hvorki besta né ódýrasta lausn sem völ var á. 29. október 2015 13:00
Kemur ekki til greina að hækka útvarpsgjaldið og taka yfir lífeyrissjóðsskuld Formaður fjárlaganefndar segir að stjórnvöld hafi gefið RÚV tveggja ára svigrúm til að trappa niður reksturinn. 30. október 2015 10:39
Menntamálaráðherra vill endurhugsa starfsemi RÚV Illugi Gunnarsson vill að hlutverk RÚV á auglýsingamarkaði verði sem minnst. 30. október 2015 10:15