Byggja þarf 10.000 íbúðir næstu þrjú árin Una Sighvatsdóttir skrifar 12. nóvember 2015 20:00 Samtök iðnaðarins framkvæma árlega talningu á íbúðum í byggingu á höfuðborgarsvæðinu. Eftir langvarandi skort virðist nú skriður að komast á framkvæmdir og má búast við að 10.000 íbúðir verði framleiddar á höfuðborgarsvæðinu á næstu þremur árum. Þetta kom fram á fundi Samtaka iðnaðarins í dag, undir yfirskriftinni „Mætum þörfinni - Íbúðamarkaður í brennidepli". „Góðu fréttirnar eru klárlega þær að sú spá sem við gerum um framleiðslu á húsnæði næstu þrjú árin bendir til þess að hún dugi til að mæta þeirri þörf sem framundan er," segir Almar Guðmundsson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Síðri fréttirnar eru hinsvegar þær að eftir stendur uppsöfnuð þörf vegna þess hve lítið hefur verið byggt síðust ár. Á árunum 2009-2015 var lokið við um 950 íbúðir árlega á höfuðborgarsvæðinu, en þörfin miðað við fólksfjölgun var fyrir um 1.500-1.800 íbúðir. Miðað er við að á móti hverjum 1000 sem bætast í mannfjöldann þurfi að byggja um 500 íbúðir, og íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgaði um 2500 mann að jafnaði á ári. Því er langt frá því að þörfinni hafi verið mætt. Afleiðingin er meðal annars sú að húsnæðisleit verður sífellt erfiðari sem kemur ekki síst niður á ungu fólki. Fram kom á fundinum að á síðastliðnum áratug hefur ungu fólki, 25-34 ára, sem býr í foreldrahúsum fjölgað um 60%, eða úr 10% aldurshópsins í 14%. Til að brúa bilið sem hefur myndast þyrfti að byggja 2500-3000 íbúðir, til viðbótar við þörf næstu ára. Samtök iðnaðarins telja það mikla áskorun að mæta þessari þörf. „Ég held að það sé hægt að orða það þannig að það sé ákveðin úrslitastund núna," segir Almar. „Þetta er mál sem fær mjög mikið pláss í þjóðfélaginu og það er vegna þess að það er brýn þörf. Úrslitastundin hlýtur að felast í því að opinberir aðilar, við hjá Samtökum iðnaðarins og fleiri, tökum höndum saman og förum í ákveðin umbótaverkefni. Þau skila sér ekki öll á morgun, en þau munu skila sér á næstu árum."Frá fundi Samtaka iðnaðarins um íbúðamál í morgunSamtök iðnaðarins setja fram fimm umbótaskref sem þau telja nauðsynleg, en þau eru:Sveigjanlegri umgjörð og markaðsdrifið umhverfiByggjum á bættri framleiðni og gerum beturNýjar og fjölbreyttari byggingaraðferðirLækkun fjármagnskostnaðarBættar upplýsingar = betri ákvörðunartaka Ekkert af þeim sex frumvörpum til húsnæðismála sem boðað var að lögð yrðu fram á haustþingi hafa enn litið dagsins ljós. Eygló Harðardóttir ráðherra húsnæðismála sagði á Alþingi í morgun að unni væri hörðum höndum að því að koma frumvörpunum inn í þingið. Friðrik Ólafsson forstöðumaður byggingasviðs Samtaka iðnaðarins segir vonir bundnar við að eitthvað útspil komi fljótlega. „Ríkisvaldið allavega hefur lofað því að rýna í reglugerðir og lög til að laga þetta umhverfi sem við búum við. Það sem við köllum eftir er að regluverkið verði að leyfa okkur fjölbreytni. En það eru ekki komin nein konkret úrræði. Við bíðum, við vonum og við erum búin að gera það lengi, en það verður eitthvað útspil að koma núna fljótt." Alþingi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Samtök iðnaðarins framkvæma árlega talningu á íbúðum í byggingu á höfuðborgarsvæðinu. Eftir langvarandi skort virðist nú skriður að komast á framkvæmdir og má búast við að 10.000 íbúðir verði framleiddar á höfuðborgarsvæðinu á næstu þremur árum. Þetta kom fram á fundi Samtaka iðnaðarins í dag, undir yfirskriftinni „Mætum þörfinni - Íbúðamarkaður í brennidepli". „Góðu fréttirnar eru klárlega þær að sú spá sem við gerum um framleiðslu á húsnæði næstu þrjú árin bendir til þess að hún dugi til að mæta þeirri þörf sem framundan er," segir Almar Guðmundsson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Síðri fréttirnar eru hinsvegar þær að eftir stendur uppsöfnuð þörf vegna þess hve lítið hefur verið byggt síðust ár. Á árunum 2009-2015 var lokið við um 950 íbúðir árlega á höfuðborgarsvæðinu, en þörfin miðað við fólksfjölgun var fyrir um 1.500-1.800 íbúðir. Miðað er við að á móti hverjum 1000 sem bætast í mannfjöldann þurfi að byggja um 500 íbúðir, og íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgaði um 2500 mann að jafnaði á ári. Því er langt frá því að þörfinni hafi verið mætt. Afleiðingin er meðal annars sú að húsnæðisleit verður sífellt erfiðari sem kemur ekki síst niður á ungu fólki. Fram kom á fundinum að á síðastliðnum áratug hefur ungu fólki, 25-34 ára, sem býr í foreldrahúsum fjölgað um 60%, eða úr 10% aldurshópsins í 14%. Til að brúa bilið sem hefur myndast þyrfti að byggja 2500-3000 íbúðir, til viðbótar við þörf næstu ára. Samtök iðnaðarins telja það mikla áskorun að mæta þessari þörf. „Ég held að það sé hægt að orða það þannig að það sé ákveðin úrslitastund núna," segir Almar. „Þetta er mál sem fær mjög mikið pláss í þjóðfélaginu og það er vegna þess að það er brýn þörf. Úrslitastundin hlýtur að felast í því að opinberir aðilar, við hjá Samtökum iðnaðarins og fleiri, tökum höndum saman og förum í ákveðin umbótaverkefni. Þau skila sér ekki öll á morgun, en þau munu skila sér á næstu árum."Frá fundi Samtaka iðnaðarins um íbúðamál í morgunSamtök iðnaðarins setja fram fimm umbótaskref sem þau telja nauðsynleg, en þau eru:Sveigjanlegri umgjörð og markaðsdrifið umhverfiByggjum á bættri framleiðni og gerum beturNýjar og fjölbreyttari byggingaraðferðirLækkun fjármagnskostnaðarBættar upplýsingar = betri ákvörðunartaka Ekkert af þeim sex frumvörpum til húsnæðismála sem boðað var að lögð yrðu fram á haustþingi hafa enn litið dagsins ljós. Eygló Harðardóttir ráðherra húsnæðismála sagði á Alþingi í morgun að unni væri hörðum höndum að því að koma frumvörpunum inn í þingið. Friðrik Ólafsson forstöðumaður byggingasviðs Samtaka iðnaðarins segir vonir bundnar við að eitthvað útspil komi fljótlega. „Ríkisvaldið allavega hefur lofað því að rýna í reglugerðir og lög til að laga þetta umhverfi sem við búum við. Það sem við köllum eftir er að regluverkið verði að leyfa okkur fjölbreytni. En það eru ekki komin nein konkret úrræði. Við bíðum, við vonum og við erum búin að gera það lengi, en það verður eitthvað útspil að koma núna fljótt."
Alþingi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira