Alþingi að falla á tíma til að klára stjórnarskrárbreytingar sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 16. nóvember 2015 19:27 Katrín Jakobsdóttir. vísir/daníel Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að Alþingi sé að renna út á tíma til að klára stjórnarskrárbreytingar á yfirstandandi kjörtímabili. Erfiðlega gangi hjá stjórnarskrárnefnd að ljúka sinni vinnu þar sem forystumenn ríkistjórnarinnar hafi ekki boðað til formannafundar vegna málsins. „Hvert er þetta mál eiginlega að fara? Hæstvirtur forsætisráðherra hefur margítrekað að hann vilji sjá stjórnarskrárbreytingar og styðji það ferli mjög eindregið sem nú er í gangi. Ég skil eiginlega ekki hvað tefur nú,“ sagði Katrín á Alþingi í dag. Hún sagði stjórnarskrárnefnd á lokametrunum og að mikilvægt sé að nefndin fái skýrt umboð til að ljúka störfum sínum. Ljúka þurfi þinglegri umfjöllun um málið fyrir áramót svo hægt verði að ná því í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum í júní. „Þá þurfum við að fá mjög skýr svör um það frá hæstvirtum forsætisráðherra í fyrsta lagi hvort nefndin hafi skýrt umboð til að ljúka sinni vinnu á næstu dögum, því að það er nánast ekkert eftir til þess að nefndin geti lokið sinni vinnu, og hvort dagsetning þjóðaratkvæðagreiðslunnar er eitthvað sem forsætisráðherra telur skipta máli í þessum efnum,“ sagði Katrín. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði að það væri ólíkt mat nefndarmanna hvar þessi vinna standi, einhver mál séu enn óleyst samkvæmt kynningu sem hann hafi fengið í dag. Hann sagðist þó vonast til að formenn allra flokka myndu funda um málið á næstu dögum og að þá verði hægt að taka ákvörðun varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu. „Auðvitað tímabært að formenn stjórnmálaflokkanna hittist til að ræða framhald þessa máls því það er ekki gott fyrir nefndina að skila því inn í eitthvert tómarúm, einhverja óvissu. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því hvað tekur við næst,“ sagði Sigmundur Davíð. „Hvað varðar svo dagsetningu fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu þá hlýtur það að vera eitthvað sem menn vilja koma sér saman um líka. Við hljótum að finna út úr því í sameiningu þegar við ræðum á fundi formanna næstu skref í þessari vinnu hvenær heppilegast sé að hafa slíka atkvæðagreiðslu.“ Alþingi Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Fleiri fréttir Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að Alþingi sé að renna út á tíma til að klára stjórnarskrárbreytingar á yfirstandandi kjörtímabili. Erfiðlega gangi hjá stjórnarskrárnefnd að ljúka sinni vinnu þar sem forystumenn ríkistjórnarinnar hafi ekki boðað til formannafundar vegna málsins. „Hvert er þetta mál eiginlega að fara? Hæstvirtur forsætisráðherra hefur margítrekað að hann vilji sjá stjórnarskrárbreytingar og styðji það ferli mjög eindregið sem nú er í gangi. Ég skil eiginlega ekki hvað tefur nú,“ sagði Katrín á Alþingi í dag. Hún sagði stjórnarskrárnefnd á lokametrunum og að mikilvægt sé að nefndin fái skýrt umboð til að ljúka störfum sínum. Ljúka þurfi þinglegri umfjöllun um málið fyrir áramót svo hægt verði að ná því í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum í júní. „Þá þurfum við að fá mjög skýr svör um það frá hæstvirtum forsætisráðherra í fyrsta lagi hvort nefndin hafi skýrt umboð til að ljúka sinni vinnu á næstu dögum, því að það er nánast ekkert eftir til þess að nefndin geti lokið sinni vinnu, og hvort dagsetning þjóðaratkvæðagreiðslunnar er eitthvað sem forsætisráðherra telur skipta máli í þessum efnum,“ sagði Katrín. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði að það væri ólíkt mat nefndarmanna hvar þessi vinna standi, einhver mál séu enn óleyst samkvæmt kynningu sem hann hafi fengið í dag. Hann sagðist þó vonast til að formenn allra flokka myndu funda um málið á næstu dögum og að þá verði hægt að taka ákvörðun varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu. „Auðvitað tímabært að formenn stjórnmálaflokkanna hittist til að ræða framhald þessa máls því það er ekki gott fyrir nefndina að skila því inn í eitthvert tómarúm, einhverja óvissu. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því hvað tekur við næst,“ sagði Sigmundur Davíð. „Hvað varðar svo dagsetningu fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu þá hlýtur það að vera eitthvað sem menn vilja koma sér saman um líka. Við hljótum að finna út úr því í sameiningu þegar við ræðum á fundi formanna næstu skref í þessari vinnu hvenær heppilegast sé að hafa slíka atkvæðagreiðslu.“
Alþingi Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Fleiri fréttir Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Sjá meira