Framhald Prometheus fær enn eitt nafnið Birgir Olgeirsson skrifar 18. nóvember 2015 10:07 Úr kvikmyndinni Prometheus en framhald hennar hefur fengið nafnið Alien: Covenant. Vísir/20th Century Fox Það hefur margt gengið á við framleiðslu á framhaldi geimævintýris breska leikstjórans Ridley Scott, Prometheus. Myndin bar fyrst vinnuheitið Prometheus 2, fékk síðar nafnið Alien: Paradise Lost en gengur nú undir nafninu Alien: Covenant (sáttmáli). Sama hvaða nafn þessi framhaldsmynd fær þá mun hún fylgja eftir atburðunum sem áttu sér stað í Prometheus sem kom út árið 2012. Þar fengu áhorfendur að fylgjast með landkönnuðum ferðast til tunglsins LV-223 árið 2093 þar sem meiningin var að hitta þá sem einhverjir úr hópnum töldu hafa skapað mannkynið.Búast má við því að vélmennið David muni koma töluvert við sögu í Alien: CovenantVísir/20th Century FoxSú ferð fór ekki eins og vonast hafði verið eftir, allir úr hópnum biðu bana nema vísindakonan Elizabeth Shaw og vélmennið David. Við lok myndarinnar sjá áhorfendur Elizabeth og David fljúga frá tunglinu og var stefnan sett á heimkynni þeirra sem taldir eru hafa skapað mannkynið og leita svara frá þeim hvers vegna þeir ákváðu að skapa mannkynið og hvers vegna þeir höfðu í framhaldinu tekið þá ákvörðun að eyða því. Kvikmyndaverið 20th Century Fox segir Alien: Covenant eiga að vera mynd númer tvö í þríleik kvikmynda sem eiga að vera forsaga Alien-myndanna þar sem ætlunin er að svara hvers vegna skepnan, sem Ellen Ripley þurfti að kljást við í fjórum Alien-myndum, var sköpuð. Neill Bloomkamp, sem á að baki District 9, Elysium og Chappie, átti að leikstýra næstu Alien-mynd en framleiðslu hennar hefur verið frestað um óákveðinn tíma, allavega þangað til Ridley Scott lýkur framleiðsu Alien: Covenant. Myndin mun segja frá áhöfn skipsins Covenant sem uppgötvar plánetu sem hún telur í fyrstu vera einskonar paradís, en kemst síðar að því að plánetan er afar hættulegar staður með aðeins einum íbúa, vélmenninu David. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Lífið samstarf Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Það hefur margt gengið á við framleiðslu á framhaldi geimævintýris breska leikstjórans Ridley Scott, Prometheus. Myndin bar fyrst vinnuheitið Prometheus 2, fékk síðar nafnið Alien: Paradise Lost en gengur nú undir nafninu Alien: Covenant (sáttmáli). Sama hvaða nafn þessi framhaldsmynd fær þá mun hún fylgja eftir atburðunum sem áttu sér stað í Prometheus sem kom út árið 2012. Þar fengu áhorfendur að fylgjast með landkönnuðum ferðast til tunglsins LV-223 árið 2093 þar sem meiningin var að hitta þá sem einhverjir úr hópnum töldu hafa skapað mannkynið.Búast má við því að vélmennið David muni koma töluvert við sögu í Alien: CovenantVísir/20th Century FoxSú ferð fór ekki eins og vonast hafði verið eftir, allir úr hópnum biðu bana nema vísindakonan Elizabeth Shaw og vélmennið David. Við lok myndarinnar sjá áhorfendur Elizabeth og David fljúga frá tunglinu og var stefnan sett á heimkynni þeirra sem taldir eru hafa skapað mannkynið og leita svara frá þeim hvers vegna þeir ákváðu að skapa mannkynið og hvers vegna þeir höfðu í framhaldinu tekið þá ákvörðun að eyða því. Kvikmyndaverið 20th Century Fox segir Alien: Covenant eiga að vera mynd númer tvö í þríleik kvikmynda sem eiga að vera forsaga Alien-myndanna þar sem ætlunin er að svara hvers vegna skepnan, sem Ellen Ripley þurfti að kljást við í fjórum Alien-myndum, var sköpuð. Neill Bloomkamp, sem á að baki District 9, Elysium og Chappie, átti að leikstýra næstu Alien-mynd en framleiðslu hennar hefur verið frestað um óákveðinn tíma, allavega þangað til Ridley Scott lýkur framleiðsu Alien: Covenant. Myndin mun segja frá áhöfn skipsins Covenant sem uppgötvar plánetu sem hún telur í fyrstu vera einskonar paradís, en kemst síðar að því að plánetan er afar hættulegar staður með aðeins einum íbúa, vélmenninu David.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Lífið samstarf Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira