Pálína: Við erum allar á sama aldri, hættu þessu Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. nóvember 2015 12:00 Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í körfubolta hefja leik í undankeppni EM 2017 á laugardaginn þegar þær mæta firnasterku liði Ungverja í Miskolc. Þær eiga einnig leik framundan gegn öðru mjög góðu liði, Slóvakíu, en bæði Ungverjar og Slóvakar voru með á síðasta Evrópumóti. „Fyrst og fremst erum við spenntar og þakklátar fyrir að fá að taka þátt í þessu. Við höfum ekki fengið að fara í svona mót í langan tíma þannig við erum spenntar,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir, einn af lykilmönnum íslenska liðsins, í samtali við Vísi. Bæði Ungverjar og Slóvakar eru með hávaxnari lið en Ísland eins og þau eru nú flest. Í liði Ungverja er stelpa upp á 208 cm þannig varnarleikurinn þarf að vera öflugur.Pálína á æfingu kvennalandsliðsins í vikunni.vísir/stefán„Við þurfum að einblína á vörnina og spá í hvað við ætlum að gera á móti þessum stóru stelpum sem við erum að fara að spila við,“ segir Pálína. „Ég hef alltaf sagt að maður þarf ekki að vera hár til að taka fráköst og ég held að ég sé sönnun fyrir því. Með baráttu og vilja eru þessu liði allir vegir færir.“ Stelpurnar hafa tekið þátt í C-deild Evrópumótsins undanfarin ár og Smáþjóðaleikunum en fá nú að mæta tveimur af sterkustu þjóðum Evrópu í undankeppni EM 2017. „Við erum búnar að vera á þessum litlu mótum en nú horfðum við á strákana gera gríðarlega flotta hluti í sumar. Við erum ótrúlega spenntar að fá að takast á við verðug verkefni,“ segir Pálína sem þráir að eiga „Ég er kominn heim“-stund eins og karlalandsliðið í Berlín. „Algjörlega. Þetta er ein stærsta stund á íþróttaferli þessara stráka og það yrði algjör draumur fyrir okkur stelpurnar að gera slíkt hið sama,“ segir hún. Þrátt fyrir að vera aðeins 28 ára gömul er þessi magnaði leikmaður og mikli reynslubolti aldursforsetinn í liðinu. „Mér líður ekki þannig, alls ekki. Við erum allar á sama aldrinum. Hættu þessu, maður,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir hlægjandi að lokum. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Fjórar systur á leið með landsliðinu til Ungverjalands Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta flaug í morgun út til Ungverjalands þar sem liðið mætir heimastúlkum á laugardaginn í fyrsta leik í undankeppni EM. 19. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í körfubolta hefja leik í undankeppni EM 2017 á laugardaginn þegar þær mæta firnasterku liði Ungverja í Miskolc. Þær eiga einnig leik framundan gegn öðru mjög góðu liði, Slóvakíu, en bæði Ungverjar og Slóvakar voru með á síðasta Evrópumóti. „Fyrst og fremst erum við spenntar og þakklátar fyrir að fá að taka þátt í þessu. Við höfum ekki fengið að fara í svona mót í langan tíma þannig við erum spenntar,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir, einn af lykilmönnum íslenska liðsins, í samtali við Vísi. Bæði Ungverjar og Slóvakar eru með hávaxnari lið en Ísland eins og þau eru nú flest. Í liði Ungverja er stelpa upp á 208 cm þannig varnarleikurinn þarf að vera öflugur.Pálína á æfingu kvennalandsliðsins í vikunni.vísir/stefán„Við þurfum að einblína á vörnina og spá í hvað við ætlum að gera á móti þessum stóru stelpum sem við erum að fara að spila við,“ segir Pálína. „Ég hef alltaf sagt að maður þarf ekki að vera hár til að taka fráköst og ég held að ég sé sönnun fyrir því. Með baráttu og vilja eru þessu liði allir vegir færir.“ Stelpurnar hafa tekið þátt í C-deild Evrópumótsins undanfarin ár og Smáþjóðaleikunum en fá nú að mæta tveimur af sterkustu þjóðum Evrópu í undankeppni EM 2017. „Við erum búnar að vera á þessum litlu mótum en nú horfðum við á strákana gera gríðarlega flotta hluti í sumar. Við erum ótrúlega spenntar að fá að takast á við verðug verkefni,“ segir Pálína sem þráir að eiga „Ég er kominn heim“-stund eins og karlalandsliðið í Berlín. „Algjörlega. Þetta er ein stærsta stund á íþróttaferli þessara stráka og það yrði algjör draumur fyrir okkur stelpurnar að gera slíkt hið sama,“ segir hún. Þrátt fyrir að vera aðeins 28 ára gömul er þessi magnaði leikmaður og mikli reynslubolti aldursforsetinn í liðinu. „Mér líður ekki þannig, alls ekki. Við erum allar á sama aldrinum. Hættu þessu, maður,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir hlægjandi að lokum. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Fjórar systur á leið með landsliðinu til Ungverjalands Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta flaug í morgun út til Ungverjalands þar sem liðið mætir heimastúlkum á laugardaginn í fyrsta leik í undankeppni EM. 19. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
Fjórar systur á leið með landsliðinu til Ungverjalands Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta flaug í morgun út til Ungverjalands þar sem liðið mætir heimastúlkum á laugardaginn í fyrsta leik í undankeppni EM. 19. nóvember 2015 06:00