"Hvers vegna er verið að skattleggja á mér legið?“ Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2015 13:04 Heiða Kristín og Bjarni Benediktsson. Vísir/Pjetur „Hvers vegna er verið að skattleggja á mér legið?“ Að þessu spurði Heiða Kristína Helgadóttir á Alþingi í dag. Hún sagði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, hafa unnið að því að lækka tolla og vörugjöld á hinum ýmsu nauðsynjavörum, sem hefðu bein áhrif á útgjöld heimilanna. Þá hefðu verið gerðar breytingar á virðisaukaskatti á samsvarandi vörur. Heiðu minnti að virðisaukaskattur á smokka og bleyjur verið lækkaður. Hins vegar hafi skattur á dömubindi og túrtappa verið ósnertur í 24 prósentum. „Ég tek undir með þeim konum sem spyrja: Hvers vegna er verið að skattleggja á mér legið?“ Heiða spurði Bjarna hvernig á þessu stæði og hvort unnið væri að því að lækka þessa skatta. Bjarni sagði breytingarnar sem Heiða nefndi hafa verið ætlaðar til að létta undir með barnafjölskyldum og nokkrir aðrir vöruflokkar hafi flotið með til samræmingar. „Við lögðum á þeim tíma mikla áherslu á að gera ungu fólki, sem að ljóst var að átti erfiðast af öllum að ná endum saman, eitthvað auðveldara að ná því markmiði.“ Varðandi frekari breytingar á virðisaukaskattskerfinu sagði Bjarni að vinnan hefði fyrst og fremst snúið að því að fækka undanþágum og að einfalda kerfið. Stórt skref hefði verið tekið þegar almenna þrepinu var breytt í 24 prósent fyrr á kjörtímabilinu auk öðrum breytingum. „Það væri svo auðvelt að halda áfram að telja upp ýmislegt sem svo sem ágætt væri að hafa í lægra virðisaukaskattsþrepi, en þá stöndum við frammi fyrir þeirri spurningu: Viljum við hafa almennt þrep og fáar undanþágur eða ætlum við að vera með einhverskonar tveggja þrepa kerfi þar sem við dreifum þessu jafnt á þrepin?“ Bjarni sagði sína skoðun vera að virðisaukakerfið á Íslandi ætti að vera sterkt og að reyna ætti að draga áfram úr bilinu á milli þrepanna, fækka undanþágum og fleira. Það myndi veita svigrúm til að draga úr beinum sköttum. Heiða sagðist skilja svar Bjarna á þann veg að ekki væri verið að vinna að því að lækka skatta á áðurnefndum vörum. Alþingi Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Sjá meira
„Hvers vegna er verið að skattleggja á mér legið?“ Að þessu spurði Heiða Kristína Helgadóttir á Alþingi í dag. Hún sagði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, hafa unnið að því að lækka tolla og vörugjöld á hinum ýmsu nauðsynjavörum, sem hefðu bein áhrif á útgjöld heimilanna. Þá hefðu verið gerðar breytingar á virðisaukaskatti á samsvarandi vörur. Heiðu minnti að virðisaukaskattur á smokka og bleyjur verið lækkaður. Hins vegar hafi skattur á dömubindi og túrtappa verið ósnertur í 24 prósentum. „Ég tek undir með þeim konum sem spyrja: Hvers vegna er verið að skattleggja á mér legið?“ Heiða spurði Bjarna hvernig á þessu stæði og hvort unnið væri að því að lækka þessa skatta. Bjarni sagði breytingarnar sem Heiða nefndi hafa verið ætlaðar til að létta undir með barnafjölskyldum og nokkrir aðrir vöruflokkar hafi flotið með til samræmingar. „Við lögðum á þeim tíma mikla áherslu á að gera ungu fólki, sem að ljóst var að átti erfiðast af öllum að ná endum saman, eitthvað auðveldara að ná því markmiði.“ Varðandi frekari breytingar á virðisaukaskattskerfinu sagði Bjarni að vinnan hefði fyrst og fremst snúið að því að fækka undanþágum og að einfalda kerfið. Stórt skref hefði verið tekið þegar almenna þrepinu var breytt í 24 prósent fyrr á kjörtímabilinu auk öðrum breytingum. „Það væri svo auðvelt að halda áfram að telja upp ýmislegt sem svo sem ágætt væri að hafa í lægra virðisaukaskattsþrepi, en þá stöndum við frammi fyrir þeirri spurningu: Viljum við hafa almennt þrep og fáar undanþágur eða ætlum við að vera með einhverskonar tveggja þrepa kerfi þar sem við dreifum þessu jafnt á þrepin?“ Bjarni sagði sína skoðun vera að virðisaukakerfið á Íslandi ætti að vera sterkt og að reyna ætti að draga áfram úr bilinu á milli þrepanna, fækka undanþágum og fleira. Það myndi veita svigrúm til að draga úr beinum sköttum. Heiða sagðist skilja svar Bjarna á þann veg að ekki væri verið að vinna að því að lækka skatta á áðurnefndum vörum.
Alþingi Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Sjá meira