Áhyggjur af litlum fjárframlögum til lögreglunnar Heimir Már Pétursson skrifar 19. nóvember 2015 15:15 Innanríkisráðherra ætlar að leita leiða til að meira fé verði veitt til löggæslumála við afgreiðslu fjárlaga fyrir næsta ár. Eins og oft áður báru mörg mál á góma í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins hafði áhyggjur af litlum fjárframlögum til lögreglunnar í ljósi þess að það væri ein af grunnskyldum ríkisins að gæta innra og ytra öryggis borgaranna, eins og þingmaðurinn orðaði það. Ytra öryggi væri tryggt með varnarsamningi við Bandaríkjamenn og aðildinni að NATO. „En innra öryggið er fyrst og fremst lögregla og síðan Landhelgisgæsla. Á undanförnum árum hefur löggæslan hins vegar látið mjög á sjá og það er kominn tími til að við sameiginlega stöndum að endurreisn lögreglunnar,“ sagði Óli Björn. Lögregluna sárvantaði bæði búnað og mannskap og spurði þingmaðurinn Ólöfu Nordal innanríkisráðherra hvort ekki stæði til að tryggja aukið fjármagn til lögreglunnar í fjárlögum fyrir næsta ár. Ólöf tók undir með þingmanninum um mikilvægi lögreglunnar. Verkefni hennar væru sífellt að aukast á mörgum sviðum, m.a. vegna aukins ferðamannastraums. Löggæsluáætlun væri nú í mótun í innanríkisráðuneytinu. „Ég mun reyna eins og ég get núna á næstunni á næstunni til að finna meira fé til að leggja til löggæslumála. Og ég er sannfærð um að þingið verður samferða mér í þeirri vegferð,“ sagði innanríkisráðherra. Alþingi Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Innanríkisráðherra ætlar að leita leiða til að meira fé verði veitt til löggæslumála við afgreiðslu fjárlaga fyrir næsta ár. Eins og oft áður báru mörg mál á góma í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins hafði áhyggjur af litlum fjárframlögum til lögreglunnar í ljósi þess að það væri ein af grunnskyldum ríkisins að gæta innra og ytra öryggis borgaranna, eins og þingmaðurinn orðaði það. Ytra öryggi væri tryggt með varnarsamningi við Bandaríkjamenn og aðildinni að NATO. „En innra öryggið er fyrst og fremst lögregla og síðan Landhelgisgæsla. Á undanförnum árum hefur löggæslan hins vegar látið mjög á sjá og það er kominn tími til að við sameiginlega stöndum að endurreisn lögreglunnar,“ sagði Óli Björn. Lögregluna sárvantaði bæði búnað og mannskap og spurði þingmaðurinn Ólöfu Nordal innanríkisráðherra hvort ekki stæði til að tryggja aukið fjármagn til lögreglunnar í fjárlögum fyrir næsta ár. Ólöf tók undir með þingmanninum um mikilvægi lögreglunnar. Verkefni hennar væru sífellt að aukast á mörgum sviðum, m.a. vegna aukins ferðamannastraums. Löggæsluáætlun væri nú í mótun í innanríkisráðuneytinu. „Ég mun reyna eins og ég get núna á næstunni á næstunni til að finna meira fé til að leggja til löggæslumála. Og ég er sannfærð um að þingið verður samferða mér í þeirri vegferð,“ sagði innanríkisráðherra.
Alþingi Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira