Bandaríkin veðja á hersveitir Kúrda í baráttunni gegn ISIS Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2015 11:45 Hersveitir Kúrda í n-Sýrlandi hafa verið í sókn gegn ISIS undanfarna mánuði. Vísir/Getty Talið er víst að hersveitin sem bandaríkjaher ætlar að senda til Sýrlands muni hafa það að markmiði að aðstoða hersveitir Kúrda og Araba til þess að fella Raqqa, höfuðborg ISIS.Líkt og fregnir hafa gefið til kynna mun 50 manna sveit sérsveitarmanna halda til n-Sýrlands en þar hafa hersveitir Kúrda og Araba, dyggilega studdar loftárásum og vopnasendingum Bandaríkjanna og bandamanna, þjarmað að ISIS og þá sérstaklega höfuðborginni Raqqa.Kúrdar hafa þjarmað að ISIS undanfarna mánuði Fyrr á árinu náðu hersveitir Kúrda valdi yfir mikilvægri flutningaleið sem þjónaði Raqqa og ISIS og síðan þá hefur yfirráðarsvæði Kúrda stækkað á kostnað yfirráðasvæðis ISIS. Kúrdar náðu yfirráðum yfir bænum Tal Abyad í n-Sýrlandi, var það þungt högg fyrir ISIS þar sem bærinn var miðstöð verslunar og smygls ISIS. Einnig hægðist á flæði erlendra vígamanna sem ætluðu sér að ganga til liðs við ISIS. Síðan þá hafa Kúrdar sótt að Raqqa, náð völdum yfir nágrannabæjum og eru hersveitir þeirra nú um 50 kílómetra frá Raqqa og talið er víst að sókn sé í undirbúningi.Yfirráðasvæði ISIS (Svart) hefur minnkað á kostnað yfirráðasvæðis Kúrda (fjólublátt) frá því að Tal Abyad féll í hendur Kúrda.Institute for The Study of WarHersveit Bandaríkjanna mun ekki taka þátt í beinum hernaðaraðgerðum Hernaðarsérfræðingar segja að bandarísk yfirvöld hafi gert sér grein fyrir því að Kúrdar séu megnugir til þess að ná árangri í baráttunni gegn ISIS og að þeir séu í aðstöðu til þess að ná borginni Raqqa á sitt vald. Það yrði mikið áfall fyrir ISIS og því hefur Barack Obama Bandaríkjaforseti tekið ákvörðun um að senda hóp sérsveitarmanna til n-Sýrlands. Þeir munu ekki taka þátt í beinum hernaðaraðgerðum. Frekar munu þeir einbeita sér að því að þjálfa heri Kúrda og Araba og gera þá skilvirkari í baráttunni gegn ISIS með því að skipuleggja hernaðaraðgerðir.Mikið áfall fyrir ISIS skyldu þeir missa Raqqa Muni ISIS missa yfirráðin yfir Raqqa yrði það mikið áfall fyrir ISIS. Frá því að Raqqa féll í hendur hefur enginn hópur getað ógnað yfirráðum ISIS yfir borginni. Raqqa hefur orðið að tákni ISIS og merki um það að samtökin séu meira en bara hryðjuverkasamtök. Yfirráð ISIS yfir Raqqa hafa styrkt þá ímynd ISIS að það sé ríki sem geti farið með yfirráð yfir borgum og stórum landssvæðum. Falli Raqqa yrði það því mikið áfall fyrir ímynd ISIS. Ekki má þó búast við því að hersveitir Kúrda valsi inn í miðbæ Raqqa á næstunni. Þrátt fyrir að ISIS hafi misst landsvæði á undanförnum mánuðum eru hersveitir ISIS ennþá í fullu fjöri og því er talið líklegt að markmið Bandaríkjanna og Kúrda sé að einangra Raqqa frá landssvæðum ISIS á næstu mánuðum. Hér fyrir neðan má sjá gróft kort af stöðu mála í Sýrlandi samkvæmt greiningu Institute for United Conflict Analysis. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Samþykkja nýjar viðræður um Sýrland Sameinuðu þjóðirnar verða beðnar um að leiða viðræður á milli uppreisnarmanna og stjórnvalda í Sýrlandi. 30. október 2015 19:17 Bandaríkin senda hermenn til Sýrlands Í fyrsta sinn sem bandarískt herlið verður með fasta viðveru í Sýrlandi. 30. október 2015 15:51 Sýrlandsher sækir hart að uppreisnarmönnum Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur með aðstoð rússneskra flugsveita náð umtalsverðu landsvæði af uppreisnarmönnum á undanförnum dögum. 12. október 2015 11:15 ISIS liðar tóku mikilvægan bæ af hernum Minnst 50 úr stjórnarhernum féllu í árás Íslamska ríkisins. 1. nóvember 2015 17:30 Bandaríkin gefa í gegn ISIS Þeir sem til þekkja segja að með þessu sé Bandaríkjaher að viðurkenna að loftárásir síðustu mánaða hafi litlu skilað. 28. október 2015 08:08 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Talið er víst að hersveitin sem bandaríkjaher ætlar að senda til Sýrlands muni hafa það að markmiði að aðstoða hersveitir Kúrda og Araba til þess að fella Raqqa, höfuðborg ISIS.Líkt og fregnir hafa gefið til kynna mun 50 manna sveit sérsveitarmanna halda til n-Sýrlands en þar hafa hersveitir Kúrda og Araba, dyggilega studdar loftárásum og vopnasendingum Bandaríkjanna og bandamanna, þjarmað að ISIS og þá sérstaklega höfuðborginni Raqqa.Kúrdar hafa þjarmað að ISIS undanfarna mánuði Fyrr á árinu náðu hersveitir Kúrda valdi yfir mikilvægri flutningaleið sem þjónaði Raqqa og ISIS og síðan þá hefur yfirráðarsvæði Kúrda stækkað á kostnað yfirráðasvæðis ISIS. Kúrdar náðu yfirráðum yfir bænum Tal Abyad í n-Sýrlandi, var það þungt högg fyrir ISIS þar sem bærinn var miðstöð verslunar og smygls ISIS. Einnig hægðist á flæði erlendra vígamanna sem ætluðu sér að ganga til liðs við ISIS. Síðan þá hafa Kúrdar sótt að Raqqa, náð völdum yfir nágrannabæjum og eru hersveitir þeirra nú um 50 kílómetra frá Raqqa og talið er víst að sókn sé í undirbúningi.Yfirráðasvæði ISIS (Svart) hefur minnkað á kostnað yfirráðasvæðis Kúrda (fjólublátt) frá því að Tal Abyad féll í hendur Kúrda.Institute for The Study of WarHersveit Bandaríkjanna mun ekki taka þátt í beinum hernaðaraðgerðum Hernaðarsérfræðingar segja að bandarísk yfirvöld hafi gert sér grein fyrir því að Kúrdar séu megnugir til þess að ná árangri í baráttunni gegn ISIS og að þeir séu í aðstöðu til þess að ná borginni Raqqa á sitt vald. Það yrði mikið áfall fyrir ISIS og því hefur Barack Obama Bandaríkjaforseti tekið ákvörðun um að senda hóp sérsveitarmanna til n-Sýrlands. Þeir munu ekki taka þátt í beinum hernaðaraðgerðum. Frekar munu þeir einbeita sér að því að þjálfa heri Kúrda og Araba og gera þá skilvirkari í baráttunni gegn ISIS með því að skipuleggja hernaðaraðgerðir.Mikið áfall fyrir ISIS skyldu þeir missa Raqqa Muni ISIS missa yfirráðin yfir Raqqa yrði það mikið áfall fyrir ISIS. Frá því að Raqqa féll í hendur hefur enginn hópur getað ógnað yfirráðum ISIS yfir borginni. Raqqa hefur orðið að tákni ISIS og merki um það að samtökin séu meira en bara hryðjuverkasamtök. Yfirráð ISIS yfir Raqqa hafa styrkt þá ímynd ISIS að það sé ríki sem geti farið með yfirráð yfir borgum og stórum landssvæðum. Falli Raqqa yrði það því mikið áfall fyrir ímynd ISIS. Ekki má þó búast við því að hersveitir Kúrda valsi inn í miðbæ Raqqa á næstunni. Þrátt fyrir að ISIS hafi misst landsvæði á undanförnum mánuðum eru hersveitir ISIS ennþá í fullu fjöri og því er talið líklegt að markmið Bandaríkjanna og Kúrda sé að einangra Raqqa frá landssvæðum ISIS á næstu mánuðum. Hér fyrir neðan má sjá gróft kort af stöðu mála í Sýrlandi samkvæmt greiningu Institute for United Conflict Analysis.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Samþykkja nýjar viðræður um Sýrland Sameinuðu þjóðirnar verða beðnar um að leiða viðræður á milli uppreisnarmanna og stjórnvalda í Sýrlandi. 30. október 2015 19:17 Bandaríkin senda hermenn til Sýrlands Í fyrsta sinn sem bandarískt herlið verður með fasta viðveru í Sýrlandi. 30. október 2015 15:51 Sýrlandsher sækir hart að uppreisnarmönnum Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur með aðstoð rússneskra flugsveita náð umtalsverðu landsvæði af uppreisnarmönnum á undanförnum dögum. 12. október 2015 11:15 ISIS liðar tóku mikilvægan bæ af hernum Minnst 50 úr stjórnarhernum féllu í árás Íslamska ríkisins. 1. nóvember 2015 17:30 Bandaríkin gefa í gegn ISIS Þeir sem til þekkja segja að með þessu sé Bandaríkjaher að viðurkenna að loftárásir síðustu mánaða hafi litlu skilað. 28. október 2015 08:08 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Samþykkja nýjar viðræður um Sýrland Sameinuðu þjóðirnar verða beðnar um að leiða viðræður á milli uppreisnarmanna og stjórnvalda í Sýrlandi. 30. október 2015 19:17
Bandaríkin senda hermenn til Sýrlands Í fyrsta sinn sem bandarískt herlið verður með fasta viðveru í Sýrlandi. 30. október 2015 15:51
Sýrlandsher sækir hart að uppreisnarmönnum Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur með aðstoð rússneskra flugsveita náð umtalsverðu landsvæði af uppreisnarmönnum á undanförnum dögum. 12. október 2015 11:15
ISIS liðar tóku mikilvægan bæ af hernum Minnst 50 úr stjórnarhernum féllu í árás Íslamska ríkisins. 1. nóvember 2015 17:30
Bandaríkin gefa í gegn ISIS Þeir sem til þekkja segja að með þessu sé Bandaríkjaher að viðurkenna að loftárásir síðustu mánaða hafi litlu skilað. 28. október 2015 08:08