Blizzcon 2015 hefst einnig á föstudaginn.
Warcraft tölvuleikirnir hafa notið gífurlegra vinsælda og World of Warcraft er einhver vinsælasti fjölspilunarleikur sögunnar.
Myndin fjallar um þá Anduin Lothar, sem leikinn er af Travis Fimmel (Fleiri þekkja hann ef til vill sem Ragnar Loðbrók) og drýsilinn (Orc) Durotan, sem leikinn er af Toby Kebbell.
Leikstjóri myndarinnar er Duncan Jones. Framleiðendur hennar eru Legendary Pictures, Blizzard Entertainment og Atlas Entertainment.