Ráðherrar fjarverandi umræður um stærstu efnahagsaðgerð íslandssögunnar Heimir Már Pétursson skrifar 4. nóvember 2015 12:53 Ráðherrar tóku ekki þátt í umræðum um frumvarp fjármálaráðherra á Alþingi í gær sem tengist stöðugleikasamkomulagi við föllnu bankanna og fjármálaráðherra hefur kallað stærstu efnahagsaðgerð Íslandssögunnar. Fyrrverandi fjármálaráðherra segir eins gott að ekkert klikki í þessari aðgerð sem snýst um hundruð milljarða hagsmuni þjóðarinnar. Önnur umræða um frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um breytingar á lögum um tekjuskatt stóð fram undir miðnætti á Alþingi í gær. Frumvarpið tengist stöðugleikasamningum föllnu bankanna og þar með því sem fjármálaráðherra hefur kallað stærstu efnahagsaðgerð Íslandssögunnar. En í greinargerð með frumvarpinu segir að markmiðið sé skapa frekari forsendur fyrir því að þrotabúin geti lokið þeim áfanga í slitameðferð að hafa fengið nauðasamning staðfestan af dómstólum fyrir næstu áramót. Það liggur því mikið við og tíminn er naumur. Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra vakti athygli á fjarveru fjármálaráðherra og annarra ráðherra í umræðunni í gærkvöldi. „Þetta er síðasta umræða Alþingis um þetta risavaxna mál. Þetta frumvarp sem að vísu snýr aðallega að efnislega að tæknilegum þattum, er samt hluti að grundvelli þessarar miklu efnahagsaðgerðar. Sem hæstvirtur fjármálaráðherra lét jafnvel hafa eftir sér að kynni að vera stærsta efnahagsaðgerð sem Íslandssögunnar. Tók ég ekki rétt eftir þar?,“ sagði Steingrímur. Í ljósi stærðar og mikilvægi málsins væri fjarvera fjármálaráðherra og annarra ráðherra í umræðunni einkennileg. „Hæstvirtur fjármálaráðherra hefur því miður ekkert blandað sér í málið. Sást aðeins á hlaupum hér í þinghúsinu um miðjan dag í dag og hvarf svo. Sem og gufaði forsætisráðherra mjög snarlega upp eftir að hafa aðeins rekið hér inn nefið og hefur síðan teflt fram fótgönguliðum sínum í andsvör,“ sagði fjármálaráðherrann fyrrverandi. Steingrímur benti á að væntanlegt uppgjör þrótabúa gömlu bankanna fæli í sér samkomulag við erlendra kröfuhafa og sagðist vona að allt færi vel á endanum. En minnti á að seðlabankastjóri hefði sagt að Íslendingar hefðu aðeins „eitt skot í byssunni“ við lokaafgreiðslu þessa risvaxna hagsmunamáls sem snérist um hundruð milljarða króna. Steingrímur rifjaði upp stór orð forsætisráðherra um kröfuhafana þegar hann var í stjórnarandstöðu. „Hæstvirtur forsætisráðherra fer nú fyrir ríkisstjórn sem er að semja við kröfuhafana og sannanlega veita þeim verulegan afslátt frá þeim fjárskuldbindingum sem fólgnar hefðu verið í því að þeir greiddu fullan stöðugleikaskat.og menn hafa farið hér ágætlega yfir í dag. Ég held að myndin hafi skýrst , eða ég vona það, af hinu skapandi bókhaldi sem beitt er til að blása út umfang þessara stöðugleikaskilyrða eða stöðugleikaframlaga aðgerðar, borið saman við skattinn,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon á Alþingi í gærkvöldi. Annarri umræðu um frumvarpið lauk í gærkvöldi en atkvæðagreiðsla að henni lokinni fer fram á Alþingi síðar í dag. Alþingi Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Ráðherrar tóku ekki þátt í umræðum um frumvarp fjármálaráðherra á Alþingi í gær sem tengist stöðugleikasamkomulagi við föllnu bankanna og fjármálaráðherra hefur kallað stærstu efnahagsaðgerð Íslandssögunnar. Fyrrverandi fjármálaráðherra segir eins gott að ekkert klikki í þessari aðgerð sem snýst um hundruð milljarða hagsmuni þjóðarinnar. Önnur umræða um frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um breytingar á lögum um tekjuskatt stóð fram undir miðnætti á Alþingi í gær. Frumvarpið tengist stöðugleikasamningum föllnu bankanna og þar með því sem fjármálaráðherra hefur kallað stærstu efnahagsaðgerð Íslandssögunnar. En í greinargerð með frumvarpinu segir að markmiðið sé skapa frekari forsendur fyrir því að þrotabúin geti lokið þeim áfanga í slitameðferð að hafa fengið nauðasamning staðfestan af dómstólum fyrir næstu áramót. Það liggur því mikið við og tíminn er naumur. Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra vakti athygli á fjarveru fjármálaráðherra og annarra ráðherra í umræðunni í gærkvöldi. „Þetta er síðasta umræða Alþingis um þetta risavaxna mál. Þetta frumvarp sem að vísu snýr aðallega að efnislega að tæknilegum þattum, er samt hluti að grundvelli þessarar miklu efnahagsaðgerðar. Sem hæstvirtur fjármálaráðherra lét jafnvel hafa eftir sér að kynni að vera stærsta efnahagsaðgerð sem Íslandssögunnar. Tók ég ekki rétt eftir þar?,“ sagði Steingrímur. Í ljósi stærðar og mikilvægi málsins væri fjarvera fjármálaráðherra og annarra ráðherra í umræðunni einkennileg. „Hæstvirtur fjármálaráðherra hefur því miður ekkert blandað sér í málið. Sást aðeins á hlaupum hér í þinghúsinu um miðjan dag í dag og hvarf svo. Sem og gufaði forsætisráðherra mjög snarlega upp eftir að hafa aðeins rekið hér inn nefið og hefur síðan teflt fram fótgönguliðum sínum í andsvör,“ sagði fjármálaráðherrann fyrrverandi. Steingrímur benti á að væntanlegt uppgjör þrótabúa gömlu bankanna fæli í sér samkomulag við erlendra kröfuhafa og sagðist vona að allt færi vel á endanum. En minnti á að seðlabankastjóri hefði sagt að Íslendingar hefðu aðeins „eitt skot í byssunni“ við lokaafgreiðslu þessa risvaxna hagsmunamáls sem snérist um hundruð milljarða króna. Steingrímur rifjaði upp stór orð forsætisráðherra um kröfuhafana þegar hann var í stjórnarandstöðu. „Hæstvirtur forsætisráðherra fer nú fyrir ríkisstjórn sem er að semja við kröfuhafana og sannanlega veita þeim verulegan afslátt frá þeim fjárskuldbindingum sem fólgnar hefðu verið í því að þeir greiddu fullan stöðugleikaskat.og menn hafa farið hér ágætlega yfir í dag. Ég held að myndin hafi skýrst , eða ég vona það, af hinu skapandi bókhaldi sem beitt er til að blása út umfang þessara stöðugleikaskilyrða eða stöðugleikaframlaga aðgerðar, borið saman við skattinn,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon á Alþingi í gærkvöldi. Annarri umræðu um frumvarpið lauk í gærkvöldi en atkvæðagreiðsla að henni lokinni fer fram á Alþingi síðar í dag.
Alþingi Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira