Fékk ályktun samþykkta einróma á þingi Alþjóðaþingmannasamtakanna Heimir Már Pétursson skrifar 5. nóvember 2015 13:58 Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata var í í síðasta mánuði fyrst íslenskra þingmanna til að fá ályktun samþykkta á þingi Alþjóðaþingmannasamtakanna í Genf. Ályktunin fjallar um að tryggja mannréttindi fólks á internetinu til jafns við réttindi þess í raunheimum. Þing Alþjóðaþingmannasambandsins fór fram í Genf í Sviss í næst síðustu viku októbermánaðar. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins vakti athygli á því á Alþingi í gær að Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, hefði haft frumkvæði fyrir og verið framsögumaður að ályktun í mannréttindanefnd sambandsins ásamt þingmanni frá Suður Kóreu um réttindi fólks á internetinu. Hældi Ragnheiður Birgittu fyrir eljusemina í málinu. „Þessi tillaga fjallar um lýðræði í hinum stafrænu heimum og ógnum gegn friðhelgi einkalífsins. Hún er í töluvert mörgum liðum sem lúta bæði að eftirliti þingnefnda með þeim sem stunda njósnir í hverju ríki fyrir sig og eftirliti með einkafyrirtækjum,“ segir Birgitta Jónsdóttir. Ályktunin nái einnig til uppljóstrara bæði heima og heiman sem ákveðin viðbrögð við aðstæðum Edward Snowden sem gerður hafi verið heimilislaus. „Hún fjallar um réttindi blaðamanna, hún fjallar um mikilvægi þess að styrkja lýðræðið á þann veg að þú getir greitt atkvæði án þess að eiga það á hættu að það sé hægt að rekja það til þín og margt annað.“ Þá sé búið að þýða álytunina yfir á íslensku og skýrsla um málið verði lögð fyrir innanríkisráðherra til að kanna hvar Ísland standi miðað við efni ályktunarinnar. Um 166 ríki eiga aðild að Alþjóðaþingmannasambandinu og segir Birgitta mikla vinnu hafa farið í gerð ályktunarinnar með aðstoð fólks víða að. En ályktunin byggi meðal annars á ályktunum frá Sameinuðu þjóðunum og Evrópuráðinu. Tekist hafi að ná málamiðlunum og að forða slæmum breytingartillögum sem að lokum hafi leitt til þess að ályktunin hafi verið samþykkt einróma á þinginu. Hvað þýðir það að fá svona tillögu í gegn? „Það þýðir það að öll þessi ólíku lönd sem eiga aðild að þar hafa núna verkfæri til þess að þrýsta á sín yfirvöld. Það er sérstaklega mikilvægt til dæmis í ljósi þess sem verið er að reyna að troða í gegnum breska þingið, það er auðvitað mjög alvarlegt.“ En þar liggur fyrir frumvarp ríkisstjórnarinnar sem myndi heimila stjórnvöldum að fylgjast nánast með hverri hreyfingu fólks á netinu. „Fyrst og fremst var hin eiginlega niðurstaða málsins að mannréttindi eiga og eru hin sömu hvort sem það er í hinum stafrænu heimum eða í raunveruleikanum.“ Alþingi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata var í í síðasta mánuði fyrst íslenskra þingmanna til að fá ályktun samþykkta á þingi Alþjóðaþingmannasamtakanna í Genf. Ályktunin fjallar um að tryggja mannréttindi fólks á internetinu til jafns við réttindi þess í raunheimum. Þing Alþjóðaþingmannasambandsins fór fram í Genf í Sviss í næst síðustu viku októbermánaðar. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins vakti athygli á því á Alþingi í gær að Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, hefði haft frumkvæði fyrir og verið framsögumaður að ályktun í mannréttindanefnd sambandsins ásamt þingmanni frá Suður Kóreu um réttindi fólks á internetinu. Hældi Ragnheiður Birgittu fyrir eljusemina í málinu. „Þessi tillaga fjallar um lýðræði í hinum stafrænu heimum og ógnum gegn friðhelgi einkalífsins. Hún er í töluvert mörgum liðum sem lúta bæði að eftirliti þingnefnda með þeim sem stunda njósnir í hverju ríki fyrir sig og eftirliti með einkafyrirtækjum,“ segir Birgitta Jónsdóttir. Ályktunin nái einnig til uppljóstrara bæði heima og heiman sem ákveðin viðbrögð við aðstæðum Edward Snowden sem gerður hafi verið heimilislaus. „Hún fjallar um réttindi blaðamanna, hún fjallar um mikilvægi þess að styrkja lýðræðið á þann veg að þú getir greitt atkvæði án þess að eiga það á hættu að það sé hægt að rekja það til þín og margt annað.“ Þá sé búið að þýða álytunina yfir á íslensku og skýrsla um málið verði lögð fyrir innanríkisráðherra til að kanna hvar Ísland standi miðað við efni ályktunarinnar. Um 166 ríki eiga aðild að Alþjóðaþingmannasambandinu og segir Birgitta mikla vinnu hafa farið í gerð ályktunarinnar með aðstoð fólks víða að. En ályktunin byggi meðal annars á ályktunum frá Sameinuðu þjóðunum og Evrópuráðinu. Tekist hafi að ná málamiðlunum og að forða slæmum breytingartillögum sem að lokum hafi leitt til þess að ályktunin hafi verið samþykkt einróma á þinginu. Hvað þýðir það að fá svona tillögu í gegn? „Það þýðir það að öll þessi ólíku lönd sem eiga aðild að þar hafa núna verkfæri til þess að þrýsta á sín yfirvöld. Það er sérstaklega mikilvægt til dæmis í ljósi þess sem verið er að reyna að troða í gegnum breska þingið, það er auðvitað mjög alvarlegt.“ En þar liggur fyrir frumvarp ríkisstjórnarinnar sem myndi heimila stjórnvöldum að fylgjast nánast með hverri hreyfingu fólks á netinu. „Fyrst og fremst var hin eiginlega niðurstaða málsins að mannréttindi eiga og eru hin sömu hvort sem það er í hinum stafrænu heimum eða í raunveruleikanum.“
Alþingi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira