Hlín Einars: „Gerir mig afar sorgmædda að sjá með hvaða hætti systir mín firrir sig ábyrgð“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 5. nóvember 2015 15:00 Hlín Einarsdóttir segist sorgmædd yfir orðum systur sinnar Malínar Brand í viðtali við Stundina í dag. Mynd/Ólafur Harðarson Hlín Einarsdóttir, sem játað hefur að hafa reynt að kúga átta milljónir úr hendi forsætisráðherra í sumar, segist sorgmædd yfir orðum systur sinnar í Stundinni í dag. Í viðtali við blaðið segir Malín, sem einnig er grunuð í málinu, að systir sín hafi ein skipulagt verknaðinn. Malín Brand segist ekki vera glæpamaður.Vísir„Ég hef ekki brotið vísvitandi af mér en játaði þau mistök að stöðva ekki systur mína,“ segir Malín meðal annars í viðtalinu, þar sem hún segist ekki vera glæpamaður og að hún hafi verið samstarfsfús við rannsókn málsins. „Glæpur minn er sá að vera meðvirk geðveikri systur minni.“ Sorgmædd vegna systur sinnar Hlín er á öðru máli. „Það gerir mig afar sorgmædda að sjá með hvaða hætti systir mín firrir sig ábyrgð og aðild á skjön við staðreyndir og rannsóknargögn sem liggja fyrir,“ segir Hlín í samtali við Vísi. „Verði gefin út ákæra í málunum þá munu gögn sýna fram á annað en það sem hún heldur fram.“ Hlín segist sannfærð um að gögn málsins muni sína hið rétta í málinu. „Ég tel ekki svaravert að ræða þær ásakanir sem hún ber á mig í viðtali við Stundina né hennar frásögn af málavöxtu en legg á það ríka áherslu að staðreyndir og sannleikurinn er skjalfestur og kemur í ljós að lokum,“ segir hún.Talar ekki illa um Björn Inga Í viðtalinu við Stundina segir Malín að frétt Smartlands af trúlofun Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamógúls hafi orðið þess valdandi að Hlín hafi farið að skipuleggja fjárkúgunina. Hlín segist óska Birni Inga hamingjuríkrar framtíðar.Vísir/Ernir„Systir mín sá þessa frétt og það varð kveikjan að þessu máli. Fréttin fór óskaplega fyrir brjóstið á henni og hún brotnaði niður,“ segir Malín í Stundinni. Þessu hafnar Hlín hins vegar með öllu. „Hvað Björn Inga varðar hef ég aldrei nokkurn tíma talað illa um hann og óska honum hamingjuríkrar framtíðar í sínu nýja lífi,“ segir hún.Málið hjá saksóknara Lögreglan kláraði rannsókn málsins í vikunni og staðfesti Friðrik Smári Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi að málið yrði sent til ríkissaksóknara fljótlega. Þar verður ákvörðun tekin um hvort systurnar verði ákærðar í málinu. Hlín segir líf sitt hafa breyst mikið en hún opnaði sig í viðtali við DV í sumar um geðsjúkdóm sinn. „Líf mitt hefur tekið algerum stakkaskiptum undanfarna mánuði og ég hef unnið markvisst með góðu fólki að því að gera líf mitt betra og heilsusamlegra á allan hátt,“ segir hún. „Ég óska systur minn góðs gengis í framtíðinni og ber engan kala til hennar.“ Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Rannsókn fjárkúgunarmálsins lokið Málið verður sent ríkissaksóknara í vikunni. 4. nóvember 2015 10:52 Systurnar Malín og Hlín handteknar vegna tilraunar til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sendu þær bréf til Sigmundar þar sem þess var krafist að hann myndi reiða fram nokkrar milljónir króna. 2. júní 2015 10:14 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Hlín Einarsdóttir, sem játað hefur að hafa reynt að kúga átta milljónir úr hendi forsætisráðherra í sumar, segist sorgmædd yfir orðum systur sinnar í Stundinni í dag. Í viðtali við blaðið segir Malín, sem einnig er grunuð í málinu, að systir sín hafi ein skipulagt verknaðinn. Malín Brand segist ekki vera glæpamaður.Vísir„Ég hef ekki brotið vísvitandi af mér en játaði þau mistök að stöðva ekki systur mína,“ segir Malín meðal annars í viðtalinu, þar sem hún segist ekki vera glæpamaður og að hún hafi verið samstarfsfús við rannsókn málsins. „Glæpur minn er sá að vera meðvirk geðveikri systur minni.“ Sorgmædd vegna systur sinnar Hlín er á öðru máli. „Það gerir mig afar sorgmædda að sjá með hvaða hætti systir mín firrir sig ábyrgð og aðild á skjön við staðreyndir og rannsóknargögn sem liggja fyrir,“ segir Hlín í samtali við Vísi. „Verði gefin út ákæra í málunum þá munu gögn sýna fram á annað en það sem hún heldur fram.“ Hlín segist sannfærð um að gögn málsins muni sína hið rétta í málinu. „Ég tel ekki svaravert að ræða þær ásakanir sem hún ber á mig í viðtali við Stundina né hennar frásögn af málavöxtu en legg á það ríka áherslu að staðreyndir og sannleikurinn er skjalfestur og kemur í ljós að lokum,“ segir hún.Talar ekki illa um Björn Inga Í viðtalinu við Stundina segir Malín að frétt Smartlands af trúlofun Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamógúls hafi orðið þess valdandi að Hlín hafi farið að skipuleggja fjárkúgunina. Hlín segist óska Birni Inga hamingjuríkrar framtíðar.Vísir/Ernir„Systir mín sá þessa frétt og það varð kveikjan að þessu máli. Fréttin fór óskaplega fyrir brjóstið á henni og hún brotnaði niður,“ segir Malín í Stundinni. Þessu hafnar Hlín hins vegar með öllu. „Hvað Björn Inga varðar hef ég aldrei nokkurn tíma talað illa um hann og óska honum hamingjuríkrar framtíðar í sínu nýja lífi,“ segir hún.Málið hjá saksóknara Lögreglan kláraði rannsókn málsins í vikunni og staðfesti Friðrik Smári Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi að málið yrði sent til ríkissaksóknara fljótlega. Þar verður ákvörðun tekin um hvort systurnar verði ákærðar í málinu. Hlín segir líf sitt hafa breyst mikið en hún opnaði sig í viðtali við DV í sumar um geðsjúkdóm sinn. „Líf mitt hefur tekið algerum stakkaskiptum undanfarna mánuði og ég hef unnið markvisst með góðu fólki að því að gera líf mitt betra og heilsusamlegra á allan hátt,“ segir hún. „Ég óska systur minn góðs gengis í framtíðinni og ber engan kala til hennar.“
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Rannsókn fjárkúgunarmálsins lokið Málið verður sent ríkissaksóknara í vikunni. 4. nóvember 2015 10:52 Systurnar Malín og Hlín handteknar vegna tilraunar til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sendu þær bréf til Sigmundar þar sem þess var krafist að hann myndi reiða fram nokkrar milljónir króna. 2. júní 2015 10:14 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Rannsókn fjárkúgunarmálsins lokið Málið verður sent ríkissaksóknara í vikunni. 4. nóvember 2015 10:52
Systurnar Malín og Hlín handteknar vegna tilraunar til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sendu þær bréf til Sigmundar þar sem þess var krafist að hann myndi reiða fram nokkrar milljónir króna. 2. júní 2015 10:14