Malín fékk lánaðan Yaris hjá umboðinu sem systurnar óku á til að sækja fjárkúgunarféð Aðalsteinn Kjartansson skrifar 6. nóvember 2015 12:00 Lögreglan handtók Malín og systur hennar Hlín þegar þær komu í Hafnarfjörð til að sækja fjármunina og skilaði svo bílnum í umboðið. Vísir Malín Brand fékk lánaðan bíl hjá Toyota á Íslandi daginn sem hún ók systur sinni Hlín Einarsdóttur út í hraun við Vallarhverfið í Hafnarfirði þar sem til stóð að sækja peninga sem þær eru grunaðar um að hafa reynt að kúga út úr forsætisráðherra. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi Toyota. „Þetta er ekkert leyndarmál, hún var á Yaris frá okkur, það er bara svoleiðis,“ segir Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota. „Hún hefur oft komið til okkar, hún náttúrulega starfaði sem bílablaðamaður á Morgunblaðinu og hefur prófað bíla oft og hefur mjög oft komið til okkar og fengið bíla til að reynsluaka.“Lögreglan skilaði bílnum Lögreglan handtók Malín og systur hennar Hlín þegar þær komu í Hafnarfjörð til að sækja fjármunina. Malín hefur frá því að greint var frá málinu haldið því fram að hennar aðkoma hafi aðeins falist í að aka systur sinni á staðinn og að hún hafi ekki trúað því að nokkur maður myndi taka mark á hótuninni. Páll segir að lögreglan hafi skilað bílnum í kjölfar handtökunnar. „Og [lögreglan] ræddi við framkvæmdastjóra Toyota í Kauptúni, sem sagt söluaðilanum, og við veittum allar upplýsingar sem beðið var um,“ segir hann.Ekki fyrir vinnunaPáll segir aðspurður að hún hafi ekki fengið bílinn lánaðan til að reynsluaka fyrir vinnu. „Hún sagði að hún væri að prófa þennan bíl fyrir frænku sína sem væri að velta fyrir sér að kaupa Yaris,“ segir hann. „Það var langt síðan hún hafði keyrt hann og bað um að fá að taka aðeins hring á bílnum til þess að rifja upp hvernig bíllinn væri og hvort hann passaði fyrir frænku sína.“Engin lífsýni á bréfinu Rannsókn málsins lauk fyrr í vikunni og er það á leið til ríkissaksóknara, sem mun taka ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra í málinu eða ekki. Málið hefur verið til rannsóknar allt frá mánaðamótum maí og júní en meðal annars voru gögn send til lífsýnarannsóknar í útlöndum. Samkvæmt heimildum Vísis fundust engin lífsýni eða fingraför á hótunarbréfinu sem sent var á heimili Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Ekki náðist í Malín við vinnslu fréttarinnar. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Rannsókn fjárkúgunarmálsins lokið Málið verður sent ríkissaksóknara í vikunni. 4. nóvember 2015 10:52 Hlín Einars: „Gerir mig afar sorgmædda að sjá með hvaða hætti systir mín firrir sig ábyrgð“ Hlín Einarsdóttir segist sorgmædd yfir orðum systur sinnar Malínar Brand í viðtali. 5. nóvember 2015 15:00 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sjá meira
Malín Brand fékk lánaðan bíl hjá Toyota á Íslandi daginn sem hún ók systur sinni Hlín Einarsdóttur út í hraun við Vallarhverfið í Hafnarfirði þar sem til stóð að sækja peninga sem þær eru grunaðar um að hafa reynt að kúga út úr forsætisráðherra. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi Toyota. „Þetta er ekkert leyndarmál, hún var á Yaris frá okkur, það er bara svoleiðis,“ segir Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota. „Hún hefur oft komið til okkar, hún náttúrulega starfaði sem bílablaðamaður á Morgunblaðinu og hefur prófað bíla oft og hefur mjög oft komið til okkar og fengið bíla til að reynsluaka.“Lögreglan skilaði bílnum Lögreglan handtók Malín og systur hennar Hlín þegar þær komu í Hafnarfjörð til að sækja fjármunina. Malín hefur frá því að greint var frá málinu haldið því fram að hennar aðkoma hafi aðeins falist í að aka systur sinni á staðinn og að hún hafi ekki trúað því að nokkur maður myndi taka mark á hótuninni. Páll segir að lögreglan hafi skilað bílnum í kjölfar handtökunnar. „Og [lögreglan] ræddi við framkvæmdastjóra Toyota í Kauptúni, sem sagt söluaðilanum, og við veittum allar upplýsingar sem beðið var um,“ segir hann.Ekki fyrir vinnunaPáll segir aðspurður að hún hafi ekki fengið bílinn lánaðan til að reynsluaka fyrir vinnu. „Hún sagði að hún væri að prófa þennan bíl fyrir frænku sína sem væri að velta fyrir sér að kaupa Yaris,“ segir hann. „Það var langt síðan hún hafði keyrt hann og bað um að fá að taka aðeins hring á bílnum til þess að rifja upp hvernig bíllinn væri og hvort hann passaði fyrir frænku sína.“Engin lífsýni á bréfinu Rannsókn málsins lauk fyrr í vikunni og er það á leið til ríkissaksóknara, sem mun taka ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra í málinu eða ekki. Málið hefur verið til rannsóknar allt frá mánaðamótum maí og júní en meðal annars voru gögn send til lífsýnarannsóknar í útlöndum. Samkvæmt heimildum Vísis fundust engin lífsýni eða fingraför á hótunarbréfinu sem sent var á heimili Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Ekki náðist í Malín við vinnslu fréttarinnar.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Rannsókn fjárkúgunarmálsins lokið Málið verður sent ríkissaksóknara í vikunni. 4. nóvember 2015 10:52 Hlín Einars: „Gerir mig afar sorgmædda að sjá með hvaða hætti systir mín firrir sig ábyrgð“ Hlín Einarsdóttir segist sorgmædd yfir orðum systur sinnar Malínar Brand í viðtali. 5. nóvember 2015 15:00 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sjá meira
Rannsókn fjárkúgunarmálsins lokið Málið verður sent ríkissaksóknara í vikunni. 4. nóvember 2015 10:52
Hlín Einars: „Gerir mig afar sorgmædda að sjá með hvaða hætti systir mín firrir sig ábyrgð“ Hlín Einarsdóttir segist sorgmædd yfir orðum systur sinnar Malínar Brand í viðtali. 5. nóvember 2015 15:00