Umfjöllun: Ísland - Frakkland 25-23 | Frábær sigur á heims- og Evrópumeisturunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. nóvember 2015 16:45 Aron Rafn varði frábærlega í seinni hálfleik. Vísir/EPA Íslenska handboltalandsliðið vann frábæran tveggja marka sigur, 25-23, á heims- og Evrópu- og Ólympíumeisturum Frakka í Gulldeildinni, æfingamóti sem fer fram í Noregi, í dag. Ísland hefur unnið báða leiki sína á mótinu til þessa en liðið lýkur leik gegn Dönum á morgun. Íslenska liðið spilaði virkilega vel í dag og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Frakkar leiddu með tveimur mörkum, 15-13, í hálfleik en í seinni hálfleik var íslenska vörnin frábær og Aron Rafn Eðvarðsson varði vel í markinu, alls 10 skot í seinni hálfleik. Rúnar Kárason, Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson voru markahæstir í íslenska liðinu með fjögur mörk hver. Íslenska liðið spilaði mun betri varnarleik en gegn Norðmönnum á fimmtudaginn. Munurinn var hins vegar sá að markvarslan í fyrri hálfleiknum í leik dagsins var lítil sem engin en Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn vörðu samtals þrjú skot á fyrstu 30 mínútum leiksins. Sóknarleikur Íslands gekk að mestu vel þótt Aron Pálmarsson væri ekki með miðið jafn vel stillt og á fimmtudaginn. Aron skoraði ekki í fyrri hálfleik en á móti kom að Ásgeir Örn Hallgrímsson og Arnór Atlason fundu sig betur en gegn Noregi og skiluðu samtals fimm mörkum í fyrri hálfleik. Hraðaupphlaup íslenska liðsins voru einnig beitt og þau skiluðu alls átta mörkum í dag. Frakkar voru jafnan fyrri til að skora í fyrri hálfleik en náðu aldrei meira en eins marks forystu fyrr en undir lok hálfleiksins en þá náðu þeir tvívegis tveggja marka forskoti. Staðan í hálfleik var 15-13. Timothey N'Guessan skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks og kom Frökkum í fyrsta sinn þremur mörkum yfir, 16-13, en hann var markahæstur í liði Frakka í dag með fimm mörk úr aðeins sex skotum. Íslenska liðið gafst þó ekki upp, skoraði sex af næstu átta mörkum leiksins og náði forystunni, 18-19. Aron skoraði þrjú þessara marka en hann var mjög heitur í upphafi seinni hálfleiks. Kentin Mahe jafnaði metin í 19-19 úr vítakasti en þá kom frábær kafli hjá íslenska liðinu sem skoraði þrjú mörk í röð og komst þremur mörkum yfir, 19-22. Aronarnir tveir voru í aðalhlutverki á þessum kafla en Aron Rafn varði hvert skotið á fætur öðru fyrir aftan öfluga íslenska vörn sem fékk aðeins á sig átta mörk í seinni hálfleik. Guðmundur Hólmar Helgason og Tandri Már Konráðsson átti afbragðs leik í miðri íslensku vörninni en sá síðarnefndi skoraði einnig tvö mörk eftir hraðaupphlaup í sínum öðrum landsleik. Það var líka eins gott að vörn og markvarsla væru í lagi því sóknarleikur íslenska liðsins hikstaði verulega undir lokin. Franska vörnin var sterk og þá kom Thierry Omeyer í markið en hann varði fjögur af þeim sex skotum sem hann fékk á sig undir lok leiksins. Omeyer getur verið ógnvekjandi í þessum ham en Rúnar var hvergi banginn. Þessi öfluga skytta fór mikinn undir lokin og skoraði þrjú síðustu mörk íslenska liðsins sem náði að landa frábærum sigri. Lokatölur 25-23, Íslandi í vil. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið vann frábæran tveggja marka sigur, 25-23, á heims- og Evrópu- og Ólympíumeisturum Frakka í Gulldeildinni, æfingamóti sem fer fram í Noregi, í dag. Ísland hefur unnið báða leiki sína á mótinu til þessa en liðið lýkur leik gegn Dönum á morgun. Íslenska liðið spilaði virkilega vel í dag og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Frakkar leiddu með tveimur mörkum, 15-13, í hálfleik en í seinni hálfleik var íslenska vörnin frábær og Aron Rafn Eðvarðsson varði vel í markinu, alls 10 skot í seinni hálfleik. Rúnar Kárason, Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson voru markahæstir í íslenska liðinu með fjögur mörk hver. Íslenska liðið spilaði mun betri varnarleik en gegn Norðmönnum á fimmtudaginn. Munurinn var hins vegar sá að markvarslan í fyrri hálfleiknum í leik dagsins var lítil sem engin en Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn vörðu samtals þrjú skot á fyrstu 30 mínútum leiksins. Sóknarleikur Íslands gekk að mestu vel þótt Aron Pálmarsson væri ekki með miðið jafn vel stillt og á fimmtudaginn. Aron skoraði ekki í fyrri hálfleik en á móti kom að Ásgeir Örn Hallgrímsson og Arnór Atlason fundu sig betur en gegn Noregi og skiluðu samtals fimm mörkum í fyrri hálfleik. Hraðaupphlaup íslenska liðsins voru einnig beitt og þau skiluðu alls átta mörkum í dag. Frakkar voru jafnan fyrri til að skora í fyrri hálfleik en náðu aldrei meira en eins marks forystu fyrr en undir lok hálfleiksins en þá náðu þeir tvívegis tveggja marka forskoti. Staðan í hálfleik var 15-13. Timothey N'Guessan skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks og kom Frökkum í fyrsta sinn þremur mörkum yfir, 16-13, en hann var markahæstur í liði Frakka í dag með fimm mörk úr aðeins sex skotum. Íslenska liðið gafst þó ekki upp, skoraði sex af næstu átta mörkum leiksins og náði forystunni, 18-19. Aron skoraði þrjú þessara marka en hann var mjög heitur í upphafi seinni hálfleiks. Kentin Mahe jafnaði metin í 19-19 úr vítakasti en þá kom frábær kafli hjá íslenska liðinu sem skoraði þrjú mörk í röð og komst þremur mörkum yfir, 19-22. Aronarnir tveir voru í aðalhlutverki á þessum kafla en Aron Rafn varði hvert skotið á fætur öðru fyrir aftan öfluga íslenska vörn sem fékk aðeins á sig átta mörk í seinni hálfleik. Guðmundur Hólmar Helgason og Tandri Már Konráðsson átti afbragðs leik í miðri íslensku vörninni en sá síðarnefndi skoraði einnig tvö mörk eftir hraðaupphlaup í sínum öðrum landsleik. Það var líka eins gott að vörn og markvarsla væru í lagi því sóknarleikur íslenska liðsins hikstaði verulega undir lokin. Franska vörnin var sterk og þá kom Thierry Omeyer í markið en hann varði fjögur af þeim sex skotum sem hann fékk á sig undir lok leiksins. Omeyer getur verið ógnvekjandi í þessum ham en Rúnar var hvergi banginn. Þessi öfluga skytta fór mikinn undir lokin og skoraði þrjú síðustu mörk íslenska liðsins sem náði að landa frábærum sigri. Lokatölur 25-23, Íslandi í vil.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira