Vinnudagurinn 24 klukkustundir Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 7. nóvember 2015 09:30 Sigga hefur í nægu að snúast um helgina en þetta er fimmta Airwaves hátíðin sem hún starfar á. Vísir/Vilhelm Líkt og flestir hafa orðið varir við stendur tónlistarhátíðin Iceland Airwaves nú yfir.Fjölmargir innlendir og erlendir tónlistarmenn stíga á svið og skemmta tónleikagestum. Fólkið á bak við tjöldin á hátíðinni sér til þess að allt fari vel fram og upplifun tónleikagesta af helginni sé sem best og einnig að vel fari um listamennina sem gefa allt sitt í flutninginn.Ein af þeim sem stendur vaktina á hátíðinni í ár er Sigríður Ólafsdóttir, eða Sigga Ólafs líkt og hún er gjarnan kölluð. Sigga er öllum hnútum kunnug þegar kemur að hátíðinni en þetta er fimmta Airwaves-hátíðin þar sem hún vinnur við skipulagninguna en einnig hefur hún starfað fyrir hátíðarnar Secret Solstice, Sónar og ATP auk þess sem hún er framkvæmdastjóri útgáfufyrirtækisins Les Fréres Stefson. „Ég var alltaf að vinna fyrir Retro Stefson og svo hafði Unnsteinn einhverja trú á mér að ég gæti gert eitthvað meira. Ég ætlaði fyrst að vera bara í einhverjum miðaafhendingum en svo fór ég fljótt í þetta,“ segir hún en markmiðið er að sjálfsögðu að gera upplifun allra sem sækja hátíðina, gestum og listamönnum, sem besta. Núna hefur Sigga með sér fjóra aðstoðarmenn sem hún segir vissulega létta undir með sér. „Þetta er mjög skemmtilegt og sérstaklega ef maður er kominn með fólk með sér, í fyrra var ég eiginlega bara ein allan tímann og það var dálítið strembið svo núna er ég með þessa fjóra krakka eins og ég kalla þau þó þau séu nú orðin átján og það gengur allt ótrúlega smurt fyrir sig og ég er mjög þakklát fyrir að hafa þau.“ Meðal þeirra verkefna sem Sigga sinnir er að fara með veitingar á alla tónleikastaðina fyrir hljóðprufur og gera búningsherbergi listamanna tilbúin. Hún segir þó að verkefnin séu margbreytileg því alltaf geti eitthvað óvænt komið upp á sem bregðast þurfi við. „Maður ákveður eitt og svo gerist eitthvað annað en þetta gengur nú alltaf einhvern veginn allt upp á endanum.“ „Ég sé um allt baksviðs á öllum tónleikastöðunum og tengsl íslensku listamannanna, svo sinni ég alls konar hlutum sem koma upp á,“ segir hún glöð í bragði en líkt og gefur að skilja er í nægu að snúast hjá henni um helgina þegar hátíðin nær hámarki sínu og hittir því velflesta af listamönnunum. Ein af þeim hljómsveitum sem margir hátíðargestir hlakka til að berja augum er bandaríska sveitin Beach House sem kemur í annað sinn fram á Airwaves. „Mér finnst skemmtilegt að Beach House komi aftur. Þau voru á fyrstu hátíðinni minni og ég hlakka til að hitta þau aftur. Á fyrstu hátíðinni var ég kannski pínu stressuð og það hjálpaði hvað þau voru almennileg.“ Sökum anna nær hún þó ekki að fara á marga af tónleikunum á hátíðinni enda nóg um að vera en það er þó eitt band sem hún lætur sig aldrei vanta á tónleika hjá. „Ég sá reyndar Retro Stefson á miðvikudaginn, ég missi aldrei af þeim.“ Starfið fyrir hátíðina felst að miklu leyti í því að halda utan um ýmis konar skipulag og segist Sigga hafa gaman af þó hún neiti því ekki að lítið sé um svefn yfir helgina. „Það er erfitt að segja hvað vinnudagurinn er langur, ég myndi nú segja að hann væri eiginlega tuttugu og fjórar klukkustundir,“ segir hún hlæjandi og bætir við: „Maður nær nú yfirleitt að sofa einhverja fjóra tíma en síminn hringir nú yfirleitt eitthvað.“ Hún kippir sér þó ekki mikið upp við það enda nægur tími til að slaka á eftir hátíðina. „Maður sefur bara í næstu viku, það er eiginlega bara svolítið svoleiðis. Maður er auðvitað pínu þreyttur en reynir bara að vera duglegur að fá sér sæti og hvíla sig örlítið þegar þegar það er hægt.“ Airwaves Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Fleiri fréttir Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Sjá meira
Líkt og flestir hafa orðið varir við stendur tónlistarhátíðin Iceland Airwaves nú yfir.Fjölmargir innlendir og erlendir tónlistarmenn stíga á svið og skemmta tónleikagestum. Fólkið á bak við tjöldin á hátíðinni sér til þess að allt fari vel fram og upplifun tónleikagesta af helginni sé sem best og einnig að vel fari um listamennina sem gefa allt sitt í flutninginn.Ein af þeim sem stendur vaktina á hátíðinni í ár er Sigríður Ólafsdóttir, eða Sigga Ólafs líkt og hún er gjarnan kölluð. Sigga er öllum hnútum kunnug þegar kemur að hátíðinni en þetta er fimmta Airwaves-hátíðin þar sem hún vinnur við skipulagninguna en einnig hefur hún starfað fyrir hátíðarnar Secret Solstice, Sónar og ATP auk þess sem hún er framkvæmdastjóri útgáfufyrirtækisins Les Fréres Stefson. „Ég var alltaf að vinna fyrir Retro Stefson og svo hafði Unnsteinn einhverja trú á mér að ég gæti gert eitthvað meira. Ég ætlaði fyrst að vera bara í einhverjum miðaafhendingum en svo fór ég fljótt í þetta,“ segir hún en markmiðið er að sjálfsögðu að gera upplifun allra sem sækja hátíðina, gestum og listamönnum, sem besta. Núna hefur Sigga með sér fjóra aðstoðarmenn sem hún segir vissulega létta undir með sér. „Þetta er mjög skemmtilegt og sérstaklega ef maður er kominn með fólk með sér, í fyrra var ég eiginlega bara ein allan tímann og það var dálítið strembið svo núna er ég með þessa fjóra krakka eins og ég kalla þau þó þau séu nú orðin átján og það gengur allt ótrúlega smurt fyrir sig og ég er mjög þakklát fyrir að hafa þau.“ Meðal þeirra verkefna sem Sigga sinnir er að fara með veitingar á alla tónleikastaðina fyrir hljóðprufur og gera búningsherbergi listamanna tilbúin. Hún segir þó að verkefnin séu margbreytileg því alltaf geti eitthvað óvænt komið upp á sem bregðast þurfi við. „Maður ákveður eitt og svo gerist eitthvað annað en þetta gengur nú alltaf einhvern veginn allt upp á endanum.“ „Ég sé um allt baksviðs á öllum tónleikastöðunum og tengsl íslensku listamannanna, svo sinni ég alls konar hlutum sem koma upp á,“ segir hún glöð í bragði en líkt og gefur að skilja er í nægu að snúast hjá henni um helgina þegar hátíðin nær hámarki sínu og hittir því velflesta af listamönnunum. Ein af þeim hljómsveitum sem margir hátíðargestir hlakka til að berja augum er bandaríska sveitin Beach House sem kemur í annað sinn fram á Airwaves. „Mér finnst skemmtilegt að Beach House komi aftur. Þau voru á fyrstu hátíðinni minni og ég hlakka til að hitta þau aftur. Á fyrstu hátíðinni var ég kannski pínu stressuð og það hjálpaði hvað þau voru almennileg.“ Sökum anna nær hún þó ekki að fara á marga af tónleikunum á hátíðinni enda nóg um að vera en það er þó eitt band sem hún lætur sig aldrei vanta á tónleika hjá. „Ég sá reyndar Retro Stefson á miðvikudaginn, ég missi aldrei af þeim.“ Starfið fyrir hátíðina felst að miklu leyti í því að halda utan um ýmis konar skipulag og segist Sigga hafa gaman af þó hún neiti því ekki að lítið sé um svefn yfir helgina. „Það er erfitt að segja hvað vinnudagurinn er langur, ég myndi nú segja að hann væri eiginlega tuttugu og fjórar klukkustundir,“ segir hún hlæjandi og bætir við: „Maður nær nú yfirleitt að sofa einhverja fjóra tíma en síminn hringir nú yfirleitt eitthvað.“ Hún kippir sér þó ekki mikið upp við það enda nægur tími til að slaka á eftir hátíðina. „Maður sefur bara í næstu viku, það er eiginlega bara svolítið svoleiðis. Maður er auðvitað pínu þreyttur en reynir bara að vera duglegur að fá sér sæti og hvíla sig örlítið þegar þegar það er hægt.“
Airwaves Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Fleiri fréttir Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Sjá meira
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið