Fólkið á Airwaves: Hætti við að flytja heim til að sjá GusGus Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. nóvember 2015 14:00 Hilda Salazar og Julia Sørensen. Já, báðar húfurnar voru keyptar á landinu. vísir/sój Kaliforníubúinn Hilda Salazar og Daninn Julia Sørensen voru hálfar inni í verslun sem sérhæfir sig í íslenskri hönnun þegar blaðamaður Vísis náði tali af þeim á milli tónleika föstudagskvöldsins. „Já, sko. Ég veit að það er kannski skrýtið að einhver frá Kaliforníu og Danmörk hangi saman á tónleikahátíð á Íslandi en sjáðu til - hún er dóttir frænda pabba míns," segir Salazar um Sørensen þegar blaðamaðurinn spyr hvað hafi leitt þær saman. „Þannig að við erum svona eiginlega að mætast á miðri leið með því að hittast hér á Íslandi,“ bætir hún við.Bókstaflega elskar GusGusSalazar segist hafa á undanförnum árum verið með annan fótinn vestanhafs en hinn á meginlandi Evrópu. Hún hafi þannig verið að undirbúa flutninga heim til Bandaríkjanna þegar Salazar fékk símtal frá fyrrnefndum föður sínum. „Þegar pabbi sagði mér: „Hey, GusGus er að spila á Íslandi í nóvember“ þá var alveg ljóst að ég væri ekkert að fara aftur heim til Kaliforníu í bráð. Ég elska þau,“ segir Salazar. Hún rambaði fyrir algjöra slysni á tónleika sveitarinnar í Los Angeles á síðasta ári og segist hafa fallið algjörlega fyrir þeim. „Það stóð alltaf til að flytja aftur heim til Bandaríkjanna en þegar ég frétti af tónleikum GusGus á Airwaves þá sagði ég bara „skítt með'ða“ og ákvað að lengja aðeins Evrópudvölina,“ segir Salazar.Hér að neðan má sjá upptöku af tónleikunum sem kveikti áhuga, og í raun ást, Salazar á GusGus.Vilji hennar að ná tónleikunum var svo einbeittur að Sørensen fékk engu um ferðina ráðið, hún skyldi svo sannarlega koma með Salazar til Íslands. Að sögn Sørensen hafi þó ekki þurft mikinn sannfæringarkraft til, hana hafi alltaf langað til að koma til Íslands.Á höttunum eftir íslenskum hljómsveitumÞá fjóra daga sem þær stöllur hafa verið á klakanum segjast þær hafa nýtt vel. Þær hafi þannig tekið daggóðan rúnt um landið og stoppað við á öllum þeim stöðum sem ferðamenn þurfi að haka af listanum sínum þegar þeir heimsækja landið. „Þú veist; fossar, hverir, Bláa lónið - allur pakkinn,“ segir Salazar. Það hafi þó ekki komist í hálfkvisti við tónleikana sem þær hefðu séð á Airwaves til þessa að sögn Sørensen. Íslensku sveitirnir Vök, Retro Stefson og Auður sem og hin norska Aurora hafi allar komið þeim rækilega á óvart. Þó hafi það verið fyrrnefnd GusGus sem hafi stolið senunni - þrátt fyrir að hafa einungis séð síðustu tvö lögin. „Röðin á tónleikana var fáránlega löng þannig að við biðum í rúmlega 40 mínútur í rigninunni eftir að komast inn. Við rétt náðum að troða okkur inn þegar dagskráin þeirra var að klárast,“ segir Salazar og því liggur svarið í augum uppi þegar blaðamaðurinn spyr hvað þær ætli sér að sjá á næstum dögum. „GusGus, aftur. Auðvitað GusGus,“ segir Salazar hlæjandi. „Og Sin Fang!“ skýtur Sörensen inn áður en spjallið færist út í hvernig þær stöllurnar geti séð norðurljós áður en þær halda heim á morgun.Þessi mynd var tekin á tónleikum Sin Fang í gærkvöldi sem vel var látið af. @sinfanggg #airwaves15 A photo posted by icelandairwaves (@icelandairwaves) on Nov 6, 2015 at 4:54pm PST Airwaves Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: Þrír Finnar sem eru mættir til að detta í það "Við lentum í gær og þetta byrjar bara nokkuð vel,“ segir Finninn Valtteri Kuhmonen sem er hér á landi ásamt tveimur félögum sínum, þeim Jyrki Paldan og Ilari Karimäki. 6. nóvember 2015 16:00 Fólkið á Airwaves: Gæti verið í leit að íslenskum stelpum en aðallega að passa systur sína Aline Gonzales frá Mexíkó og Jana Vohckova frá Tékklandi eru tveir af fjölmörgum sjálfboðaliðum á Iceland Airwaves. 5. nóvember 2015 10:00 Fólkið á Airwaves: Vonast til að taka skot af sýrópi með íslenskum hljómsveitum "Þetta er fyrsta skiptið mitt á Iceland Airwaves, segir Nilabjo Banerjee, kanadískur blaðamaður, sem staddur er hér á landi til að fjalla um tónlistarhátíðina. 6. nóvember 2015 11:30 Fólkið á Airwaves: Mættir á Tinder en hafa áhyggjur af vaxtarlagi íslenskra kvenna "Ég er líklega búinn að fá 20 match á síðustu 20 tímum. Eitt á klukkutíma,“ segir Austurríkismaðurinn Peter Kreyci. 5. nóvember 2015 15:15 Fólkið á Airwaves: 24 tímum frá því að þruma peningum inn á Icesave "Við erum vegan og Reykjavík er frábær borg fyrir okkur hvað það varðar,“ segir parið Chris Foster og Neil Hopkins. 4. nóvember 2015 22:42 Fólkið á Airwaves: Leiðsögumaðurinn villtist uppi á jökli svo ræsa þurfti björgunarsveit Linda Nguyen grét þegar hún frétti að Björk myndi ekki spila á Airwaves en var fljót að jafna sig. 6. nóvember 2015 10:00 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Kaliforníubúinn Hilda Salazar og Daninn Julia Sørensen voru hálfar inni í verslun sem sérhæfir sig í íslenskri hönnun þegar blaðamaður Vísis náði tali af þeim á milli tónleika föstudagskvöldsins. „Já, sko. Ég veit að það er kannski skrýtið að einhver frá Kaliforníu og Danmörk hangi saman á tónleikahátíð á Íslandi en sjáðu til - hún er dóttir frænda pabba míns," segir Salazar um Sørensen þegar blaðamaðurinn spyr hvað hafi leitt þær saman. „Þannig að við erum svona eiginlega að mætast á miðri leið með því að hittast hér á Íslandi,“ bætir hún við.Bókstaflega elskar GusGusSalazar segist hafa á undanförnum árum verið með annan fótinn vestanhafs en hinn á meginlandi Evrópu. Hún hafi þannig verið að undirbúa flutninga heim til Bandaríkjanna þegar Salazar fékk símtal frá fyrrnefndum föður sínum. „Þegar pabbi sagði mér: „Hey, GusGus er að spila á Íslandi í nóvember“ þá var alveg ljóst að ég væri ekkert að fara aftur heim til Kaliforníu í bráð. Ég elska þau,“ segir Salazar. Hún rambaði fyrir algjöra slysni á tónleika sveitarinnar í Los Angeles á síðasta ári og segist hafa fallið algjörlega fyrir þeim. „Það stóð alltaf til að flytja aftur heim til Bandaríkjanna en þegar ég frétti af tónleikum GusGus á Airwaves þá sagði ég bara „skítt með'ða“ og ákvað að lengja aðeins Evrópudvölina,“ segir Salazar.Hér að neðan má sjá upptöku af tónleikunum sem kveikti áhuga, og í raun ást, Salazar á GusGus.Vilji hennar að ná tónleikunum var svo einbeittur að Sørensen fékk engu um ferðina ráðið, hún skyldi svo sannarlega koma með Salazar til Íslands. Að sögn Sørensen hafi þó ekki þurft mikinn sannfæringarkraft til, hana hafi alltaf langað til að koma til Íslands.Á höttunum eftir íslenskum hljómsveitumÞá fjóra daga sem þær stöllur hafa verið á klakanum segjast þær hafa nýtt vel. Þær hafi þannig tekið daggóðan rúnt um landið og stoppað við á öllum þeim stöðum sem ferðamenn þurfi að haka af listanum sínum þegar þeir heimsækja landið. „Þú veist; fossar, hverir, Bláa lónið - allur pakkinn,“ segir Salazar. Það hafi þó ekki komist í hálfkvisti við tónleikana sem þær hefðu séð á Airwaves til þessa að sögn Sørensen. Íslensku sveitirnir Vök, Retro Stefson og Auður sem og hin norska Aurora hafi allar komið þeim rækilega á óvart. Þó hafi það verið fyrrnefnd GusGus sem hafi stolið senunni - þrátt fyrir að hafa einungis séð síðustu tvö lögin. „Röðin á tónleikana var fáránlega löng þannig að við biðum í rúmlega 40 mínútur í rigninunni eftir að komast inn. Við rétt náðum að troða okkur inn þegar dagskráin þeirra var að klárast,“ segir Salazar og því liggur svarið í augum uppi þegar blaðamaðurinn spyr hvað þær ætli sér að sjá á næstum dögum. „GusGus, aftur. Auðvitað GusGus,“ segir Salazar hlæjandi. „Og Sin Fang!“ skýtur Sörensen inn áður en spjallið færist út í hvernig þær stöllurnar geti séð norðurljós áður en þær halda heim á morgun.Þessi mynd var tekin á tónleikum Sin Fang í gærkvöldi sem vel var látið af. @sinfanggg #airwaves15 A photo posted by icelandairwaves (@icelandairwaves) on Nov 6, 2015 at 4:54pm PST
Airwaves Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: Þrír Finnar sem eru mættir til að detta í það "Við lentum í gær og þetta byrjar bara nokkuð vel,“ segir Finninn Valtteri Kuhmonen sem er hér á landi ásamt tveimur félögum sínum, þeim Jyrki Paldan og Ilari Karimäki. 6. nóvember 2015 16:00 Fólkið á Airwaves: Gæti verið í leit að íslenskum stelpum en aðallega að passa systur sína Aline Gonzales frá Mexíkó og Jana Vohckova frá Tékklandi eru tveir af fjölmörgum sjálfboðaliðum á Iceland Airwaves. 5. nóvember 2015 10:00 Fólkið á Airwaves: Vonast til að taka skot af sýrópi með íslenskum hljómsveitum "Þetta er fyrsta skiptið mitt á Iceland Airwaves, segir Nilabjo Banerjee, kanadískur blaðamaður, sem staddur er hér á landi til að fjalla um tónlistarhátíðina. 6. nóvember 2015 11:30 Fólkið á Airwaves: Mættir á Tinder en hafa áhyggjur af vaxtarlagi íslenskra kvenna "Ég er líklega búinn að fá 20 match á síðustu 20 tímum. Eitt á klukkutíma,“ segir Austurríkismaðurinn Peter Kreyci. 5. nóvember 2015 15:15 Fólkið á Airwaves: 24 tímum frá því að þruma peningum inn á Icesave "Við erum vegan og Reykjavík er frábær borg fyrir okkur hvað það varðar,“ segir parið Chris Foster og Neil Hopkins. 4. nóvember 2015 22:42 Fólkið á Airwaves: Leiðsögumaðurinn villtist uppi á jökli svo ræsa þurfti björgunarsveit Linda Nguyen grét þegar hún frétti að Björk myndi ekki spila á Airwaves en var fljót að jafna sig. 6. nóvember 2015 10:00 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Fólkið á Airwaves: Þrír Finnar sem eru mættir til að detta í það "Við lentum í gær og þetta byrjar bara nokkuð vel,“ segir Finninn Valtteri Kuhmonen sem er hér á landi ásamt tveimur félögum sínum, þeim Jyrki Paldan og Ilari Karimäki. 6. nóvember 2015 16:00
Fólkið á Airwaves: Gæti verið í leit að íslenskum stelpum en aðallega að passa systur sína Aline Gonzales frá Mexíkó og Jana Vohckova frá Tékklandi eru tveir af fjölmörgum sjálfboðaliðum á Iceland Airwaves. 5. nóvember 2015 10:00
Fólkið á Airwaves: Vonast til að taka skot af sýrópi með íslenskum hljómsveitum "Þetta er fyrsta skiptið mitt á Iceland Airwaves, segir Nilabjo Banerjee, kanadískur blaðamaður, sem staddur er hér á landi til að fjalla um tónlistarhátíðina. 6. nóvember 2015 11:30
Fólkið á Airwaves: Mættir á Tinder en hafa áhyggjur af vaxtarlagi íslenskra kvenna "Ég er líklega búinn að fá 20 match á síðustu 20 tímum. Eitt á klukkutíma,“ segir Austurríkismaðurinn Peter Kreyci. 5. nóvember 2015 15:15
Fólkið á Airwaves: 24 tímum frá því að þruma peningum inn á Icesave "Við erum vegan og Reykjavík er frábær borg fyrir okkur hvað það varðar,“ segir parið Chris Foster og Neil Hopkins. 4. nóvember 2015 22:42
Fólkið á Airwaves: Leiðsögumaðurinn villtist uppi á jökli svo ræsa þurfti björgunarsveit Linda Nguyen grét þegar hún frétti að Björk myndi ekki spila á Airwaves en var fljót að jafna sig. 6. nóvember 2015 10:00