Davíð Örn og Ívar Örn framlengja við Víking Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2015 13:00 Davíð Örn Atlason og Ívar Örn Jónsson. mynd/víkingur Davíð Örn Atlason og Ívar Örn Jónsson, leikmenn Víkings, hafa báðir framlengt samninga sína við félagið til tveggja ára. Báðir eru þeir fæddir árið 1994. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. Davíð Örn er uppalinn hjá félaginu, en hann er hluti af sterkum 94-árgangi Víkings sem skilaði einnig af sér Viktori Jónssyni (næst markahæsta leikmanni 1. deildar í sumar) og Aroni Elís Þrándarsyni, atvinnumanni hjá Álasundi í Noregi. Allir voru þeir hluti af U21 árs landsliði Íslands í sumar. Davíð Örn kom við sögu í öllum 22 leikjum Víkings í Pepsi-deildinni í sumar. Hann skoraði þrjú mörk og lagði upp önnur fimm eftir að vera á láni hjá Dalvík/Reyni árið áður þangað sem hann fór til að komast í gang eftir meiðsli. Ívar Örn kom til Víkings frá HK fyrir tveimur árum síðan og spilaði 20 leiki í Pepsi-deildinni í sumar. Ívar Örn skoraði fimm mörk fyrir Víking í deildinni, en hann hefur nú í heildina spilað 47 leiki fyrir liðið í tveimur efstu deildum Íslandsmótsins og skorað sex mörk. Davíð og Ívar geta báðir leikið sem bakverðir og miðjumenn og voru báðir valdir í U21 árs landslið Íslands í sumar sem er efst og ósigrað á toppi síns riðils í undankeppni EM 2017. „Það er okkur mikil ánægja að framlengja samninga þessara ungu og efnilegu leikmanna sem við ætlum stóra hluti í framtíðinni,“ segir Heimir Gunnlaugsson, varaformaður knattspyrnudeildar Víkings. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Fleiri fréttir Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti Sjá meira
Davíð Örn Atlason og Ívar Örn Jónsson, leikmenn Víkings, hafa báðir framlengt samninga sína við félagið til tveggja ára. Báðir eru þeir fæddir árið 1994. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. Davíð Örn er uppalinn hjá félaginu, en hann er hluti af sterkum 94-árgangi Víkings sem skilaði einnig af sér Viktori Jónssyni (næst markahæsta leikmanni 1. deildar í sumar) og Aroni Elís Þrándarsyni, atvinnumanni hjá Álasundi í Noregi. Allir voru þeir hluti af U21 árs landsliði Íslands í sumar. Davíð Örn kom við sögu í öllum 22 leikjum Víkings í Pepsi-deildinni í sumar. Hann skoraði þrjú mörk og lagði upp önnur fimm eftir að vera á láni hjá Dalvík/Reyni árið áður þangað sem hann fór til að komast í gang eftir meiðsli. Ívar Örn kom til Víkings frá HK fyrir tveimur árum síðan og spilaði 20 leiki í Pepsi-deildinni í sumar. Ívar Örn skoraði fimm mörk fyrir Víking í deildinni, en hann hefur nú í heildina spilað 47 leiki fyrir liðið í tveimur efstu deildum Íslandsmótsins og skorað sex mörk. Davíð og Ívar geta báðir leikið sem bakverðir og miðjumenn og voru báðir valdir í U21 árs landslið Íslands í sumar sem er efst og ósigrað á toppi síns riðils í undankeppni EM 2017. „Það er okkur mikil ánægja að framlengja samninga þessara ungu og efnilegu leikmanna sem við ætlum stóra hluti í framtíðinni,“ segir Heimir Gunnlaugsson, varaformaður knattspyrnudeildar Víkings.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Fleiri fréttir Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti Sjá meira