Sveitarfélögin eiga nær allt eftir Óli Kristján Ármannsson skrifar 30. október 2015 10:00 Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, fær sér vöfflu við undirritun samninga við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissaksóknara í byrjun sumars. Ekki er ljóst hvenær slá má í vöfflur vegna samninga við sveitarfélög landsins. vísir/vilhelm Með kjarasamningi SFR, Sjúkraliðafélagsins og Landssambands lögreglumanna við ríkið getur hafist seinni hluti samningalotunnar í yfirstandandi kjaraviðræðum. Enn eiga 23 aðildarfélög BSRB eftir að ljúka samningum við ríkið. Þá eiga sveitarfélög landsins ósamið við nær alla sína viðsemjendur utan grunnskólakennara. Þar er um að ræða á sjöunda tug stéttarfélaga. Auk BSRB-félaganna er þar meðal annars um að ræða Starfsgreinasambandið, hjúkrunarfræðinga, skólastjóra og félög iðnaðarmanna. Að auki eru svo stök félög sem ósamið eiga við viðsemjendur sína, svo sem Félag prófessora við ríkisháskóla, sem nú undirbýr boðun verkfalls.Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRBVísirElín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir bandalagið hafa þær væntingar um framhaldið að aðildarfélög BSRB sem enn hafa ekki samið við ríki, Reykjavíkurborg og sveitarfélög, fari að komast að samningaborðinu. Með samningum SFR, SLFÍ og LL í vikunni sé kominn ákveðinn rammi, en hversu langan tíma taki að ljúka samningum segir hún erfitt að spá um. „Hvert og eitt stéttarfélag hefur sinn samningsrétt, en þetta mun örugglega hjálpa þeim við að ná lendingu í samningum við viðsemjendur,“ segir hún. Flest semji félögin bæði við ríki og sveitarfélög.Drífa Snædal framkvæmdastjóri SGSDrífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins (SGS), segir að viðræður séu í gangi við sveitarfélögin og hafi verið um nokkurt skeið. „Það liggur von í loftinu um að hægt sé að klára þetta,“ segir hún, en SGS er í gegn um Alþýðusambandið (ASÍ) aðili að samkomulagi SALEK-hópsins um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Á þeim vettvangi var sammælst um framhald og lok viðræðna nú með samningum til ársloka 2018. „Það er ákveðinn rammi þar,“ segir Drífa og bætir við að ýmislegt þurfi samt að ræða, sérmál og fleiri þætti, og því erfitt að spá um framhald viðræðnanna. Í kröfugerð sinni taki SGS tillit til allra samninga sem hafi verið gerðir og séu fordæmisgefandi, jafnt á almenna og opinbera markaðnum.Halldór Halldórsson formaður Samtaka íslenskra sveitarfélagaHalldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að þar á bæ standi vonir til þess að hægt sé að ljúka samningum hratt og örugglega og í takt við þá línu sem lagt hafi verið upp með á vettvangi SALEK-hópsins, auk samnings ríkisins við SFR, SLFÍ og LL. Halldór viðurkennir þó að sveitarfélög standi misvel undir þeim hækkunum sem lagt sé upp með. „En þetta er náttúrlega hækkun á öllum vinnumarkaði þannig að þetta á að skila sér,“ segir hann, þótt sveitarfélög kvarti undan því nú að launahækkanir komi hraðar inn gjaldamegin heldur en nemi hækkun útsvars vegna allra launahækkana tekjumegin. „En við eigum eftir að sjá hvernig það þróast næstu tvo, þrjá mánuðina. Þetta hins vegar tekur á og við það þarf að takast á í öllum rekstri sveitarfélaganna.“ Verkfall 2016 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Með kjarasamningi SFR, Sjúkraliðafélagsins og Landssambands lögreglumanna við ríkið getur hafist seinni hluti samningalotunnar í yfirstandandi kjaraviðræðum. Enn eiga 23 aðildarfélög BSRB eftir að ljúka samningum við ríkið. Þá eiga sveitarfélög landsins ósamið við nær alla sína viðsemjendur utan grunnskólakennara. Þar er um að ræða á sjöunda tug stéttarfélaga. Auk BSRB-félaganna er þar meðal annars um að ræða Starfsgreinasambandið, hjúkrunarfræðinga, skólastjóra og félög iðnaðarmanna. Að auki eru svo stök félög sem ósamið eiga við viðsemjendur sína, svo sem Félag prófessora við ríkisháskóla, sem nú undirbýr boðun verkfalls.Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRBVísirElín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir bandalagið hafa þær væntingar um framhaldið að aðildarfélög BSRB sem enn hafa ekki samið við ríki, Reykjavíkurborg og sveitarfélög, fari að komast að samningaborðinu. Með samningum SFR, SLFÍ og LL í vikunni sé kominn ákveðinn rammi, en hversu langan tíma taki að ljúka samningum segir hún erfitt að spá um. „Hvert og eitt stéttarfélag hefur sinn samningsrétt, en þetta mun örugglega hjálpa þeim við að ná lendingu í samningum við viðsemjendur,“ segir hún. Flest semji félögin bæði við ríki og sveitarfélög.Drífa Snædal framkvæmdastjóri SGSDrífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins (SGS), segir að viðræður séu í gangi við sveitarfélögin og hafi verið um nokkurt skeið. „Það liggur von í loftinu um að hægt sé að klára þetta,“ segir hún, en SGS er í gegn um Alþýðusambandið (ASÍ) aðili að samkomulagi SALEK-hópsins um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Á þeim vettvangi var sammælst um framhald og lok viðræðna nú með samningum til ársloka 2018. „Það er ákveðinn rammi þar,“ segir Drífa og bætir við að ýmislegt þurfi samt að ræða, sérmál og fleiri þætti, og því erfitt að spá um framhald viðræðnanna. Í kröfugerð sinni taki SGS tillit til allra samninga sem hafi verið gerðir og séu fordæmisgefandi, jafnt á almenna og opinbera markaðnum.Halldór Halldórsson formaður Samtaka íslenskra sveitarfélagaHalldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að þar á bæ standi vonir til þess að hægt sé að ljúka samningum hratt og örugglega og í takt við þá línu sem lagt hafi verið upp með á vettvangi SALEK-hópsins, auk samnings ríkisins við SFR, SLFÍ og LL. Halldór viðurkennir þó að sveitarfélög standi misvel undir þeim hækkunum sem lagt sé upp með. „En þetta er náttúrlega hækkun á öllum vinnumarkaði þannig að þetta á að skila sér,“ segir hann, þótt sveitarfélög kvarti undan því nú að launahækkanir komi hraðar inn gjaldamegin heldur en nemi hækkun útsvars vegna allra launahækkana tekjumegin. „En við eigum eftir að sjá hvernig það þróast næstu tvo, þrjá mánuðina. Þetta hins vegar tekur á og við það þarf að takast á í öllum rekstri sveitarfélaganna.“
Verkfall 2016 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira