Sveitarfélögin eiga nær allt eftir Óli Kristján Ármannsson skrifar 30. október 2015 10:00 Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, fær sér vöfflu við undirritun samninga við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissaksóknara í byrjun sumars. Ekki er ljóst hvenær slá má í vöfflur vegna samninga við sveitarfélög landsins. vísir/vilhelm Með kjarasamningi SFR, Sjúkraliðafélagsins og Landssambands lögreglumanna við ríkið getur hafist seinni hluti samningalotunnar í yfirstandandi kjaraviðræðum. Enn eiga 23 aðildarfélög BSRB eftir að ljúka samningum við ríkið. Þá eiga sveitarfélög landsins ósamið við nær alla sína viðsemjendur utan grunnskólakennara. Þar er um að ræða á sjöunda tug stéttarfélaga. Auk BSRB-félaganna er þar meðal annars um að ræða Starfsgreinasambandið, hjúkrunarfræðinga, skólastjóra og félög iðnaðarmanna. Að auki eru svo stök félög sem ósamið eiga við viðsemjendur sína, svo sem Félag prófessora við ríkisháskóla, sem nú undirbýr boðun verkfalls.Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRBVísirElín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir bandalagið hafa þær væntingar um framhaldið að aðildarfélög BSRB sem enn hafa ekki samið við ríki, Reykjavíkurborg og sveitarfélög, fari að komast að samningaborðinu. Með samningum SFR, SLFÍ og LL í vikunni sé kominn ákveðinn rammi, en hversu langan tíma taki að ljúka samningum segir hún erfitt að spá um. „Hvert og eitt stéttarfélag hefur sinn samningsrétt, en þetta mun örugglega hjálpa þeim við að ná lendingu í samningum við viðsemjendur,“ segir hún. Flest semji félögin bæði við ríki og sveitarfélög.Drífa Snædal framkvæmdastjóri SGSDrífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins (SGS), segir að viðræður séu í gangi við sveitarfélögin og hafi verið um nokkurt skeið. „Það liggur von í loftinu um að hægt sé að klára þetta,“ segir hún, en SGS er í gegn um Alþýðusambandið (ASÍ) aðili að samkomulagi SALEK-hópsins um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Á þeim vettvangi var sammælst um framhald og lok viðræðna nú með samningum til ársloka 2018. „Það er ákveðinn rammi þar,“ segir Drífa og bætir við að ýmislegt þurfi samt að ræða, sérmál og fleiri þætti, og því erfitt að spá um framhald viðræðnanna. Í kröfugerð sinni taki SGS tillit til allra samninga sem hafi verið gerðir og séu fordæmisgefandi, jafnt á almenna og opinbera markaðnum.Halldór Halldórsson formaður Samtaka íslenskra sveitarfélagaHalldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að þar á bæ standi vonir til þess að hægt sé að ljúka samningum hratt og örugglega og í takt við þá línu sem lagt hafi verið upp með á vettvangi SALEK-hópsins, auk samnings ríkisins við SFR, SLFÍ og LL. Halldór viðurkennir þó að sveitarfélög standi misvel undir þeim hækkunum sem lagt sé upp með. „En þetta er náttúrlega hækkun á öllum vinnumarkaði þannig að þetta á að skila sér,“ segir hann, þótt sveitarfélög kvarti undan því nú að launahækkanir komi hraðar inn gjaldamegin heldur en nemi hækkun útsvars vegna allra launahækkana tekjumegin. „En við eigum eftir að sjá hvernig það þróast næstu tvo, þrjá mánuðina. Þetta hins vegar tekur á og við það þarf að takast á í öllum rekstri sveitarfélaganna.“ Verkfall 2016 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Sjá meira
Með kjarasamningi SFR, Sjúkraliðafélagsins og Landssambands lögreglumanna við ríkið getur hafist seinni hluti samningalotunnar í yfirstandandi kjaraviðræðum. Enn eiga 23 aðildarfélög BSRB eftir að ljúka samningum við ríkið. Þá eiga sveitarfélög landsins ósamið við nær alla sína viðsemjendur utan grunnskólakennara. Þar er um að ræða á sjöunda tug stéttarfélaga. Auk BSRB-félaganna er þar meðal annars um að ræða Starfsgreinasambandið, hjúkrunarfræðinga, skólastjóra og félög iðnaðarmanna. Að auki eru svo stök félög sem ósamið eiga við viðsemjendur sína, svo sem Félag prófessora við ríkisháskóla, sem nú undirbýr boðun verkfalls.Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRBVísirElín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir bandalagið hafa þær væntingar um framhaldið að aðildarfélög BSRB sem enn hafa ekki samið við ríki, Reykjavíkurborg og sveitarfélög, fari að komast að samningaborðinu. Með samningum SFR, SLFÍ og LL í vikunni sé kominn ákveðinn rammi, en hversu langan tíma taki að ljúka samningum segir hún erfitt að spá um. „Hvert og eitt stéttarfélag hefur sinn samningsrétt, en þetta mun örugglega hjálpa þeim við að ná lendingu í samningum við viðsemjendur,“ segir hún. Flest semji félögin bæði við ríki og sveitarfélög.Drífa Snædal framkvæmdastjóri SGSDrífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins (SGS), segir að viðræður séu í gangi við sveitarfélögin og hafi verið um nokkurt skeið. „Það liggur von í loftinu um að hægt sé að klára þetta,“ segir hún, en SGS er í gegn um Alþýðusambandið (ASÍ) aðili að samkomulagi SALEK-hópsins um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Á þeim vettvangi var sammælst um framhald og lok viðræðna nú með samningum til ársloka 2018. „Það er ákveðinn rammi þar,“ segir Drífa og bætir við að ýmislegt þurfi samt að ræða, sérmál og fleiri þætti, og því erfitt að spá um framhald viðræðnanna. Í kröfugerð sinni taki SGS tillit til allra samninga sem hafi verið gerðir og séu fordæmisgefandi, jafnt á almenna og opinbera markaðnum.Halldór Halldórsson formaður Samtaka íslenskra sveitarfélagaHalldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að þar á bæ standi vonir til þess að hægt sé að ljúka samningum hratt og örugglega og í takt við þá línu sem lagt hafi verið upp með á vettvangi SALEK-hópsins, auk samnings ríkisins við SFR, SLFÍ og LL. Halldór viðurkennir þó að sveitarfélög standi misvel undir þeim hækkunum sem lagt sé upp með. „En þetta er náttúrlega hækkun á öllum vinnumarkaði þannig að þetta á að skila sér,“ segir hann, þótt sveitarfélög kvarti undan því nú að launahækkanir komi hraðar inn gjaldamegin heldur en nemi hækkun útsvars vegna allra launahækkana tekjumegin. „En við eigum eftir að sjá hvernig það þróast næstu tvo, þrjá mánuðina. Þetta hins vegar tekur á og við það þarf að takast á í öllum rekstri sveitarfélaganna.“
Verkfall 2016 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Sjá meira