Gatið í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu aldrei stærra Birgir Olgeirsson skrifar 30. október 2015 11:25 Frá Suðurskautslandinu. Vísir/EPA Gatið í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu hefur aldrei mælst stærra en í þessum mánuði. Alþjóðaveðurfræðistofnunin greinir frá þessu en segir að ekki þurfi að hafa miklar áhyggjur af þessu meti þó svo að ósonlagið verji allt líf á jörðinni fyrir geislum sólarinnar. Miklar sveiflur eru á stærð gatsins í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu og er það oftast nær stærst á þessum tíma árs þegar mikill kuldi er í heiðhvolfinu.Hér má sjá gatið í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu eins og það blasti við geimferðastofnun Bandaríkjanna, Nasa, 2. nóvember síðastliðinn. Blái og fjólubláiliturinn sýna hvar ósonlagið er sem minnst.Vísir/NasaÍ fyrra greindi Alþjóðaveðurfræðistofnunin frá því að mælingar gæfu til kynna að eyðing ósonlagsins væri í rénun. Voru orsökin rakin til ársins 1987 þegar lagt var bann við notkun efna sem valda eyðingu ósonlagsins, þá sérstaklega flúorklóríðs. Stofnunin sagði hins vegar að það gæti liðið meira en áratugur þar til gatið í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu færi aftur minnkandi og því full ástæða til að halda uppteknum hætti við að reyna að vernda ósonlagið fyrir skaðlegum efnum. Fyrr í mánuðinum mældist gatið 28,2 milljónir ferkílómetra að stærð, sem er meira en flatarmál Kanada og Rússlands til samans og er nýtt met. Árni Sigurðsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir flesta sammála um að almennt aukist styrkur ósonlagsins frá því sem áður var. Gat myndast þó í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu á hverju ári. Það er rakið til kulda í heiðhvolfinu yfir Suðurskautslandinu, en í ár var kaldara en í meðalári. „Þess vegna eyðist meira óson en það er bara tímabundið. Þegar er svona kuldi þéttist meiri raki og það myndast glitský í heiðhvolfinu og það er í tengslum við þessi ský sem ósoneyðingin á sér stað.“Ósonlagið yfir Reykjavík hefur þykknað síðastliðin ár samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands. Vísir/StefánÁrni er á meðal þeirra sem fylgjast með ósonlaginu yfir Reykjavík. Hann segir starfsmenn Veðurstofu Íslands ekki sjá annað en að ósonlagið yfir höfuðborginni sé að þykkna aftur. Það sé hins vegar ekki alveg jafn þykkt og það var áður en eyðingin hófst á áttunda áratug síðustu aldar. „Það er ekki alveg komið í það sama og það var en það nálgast það. Frá árinu 2000 höfum við sérstaklega tekið eftir breytingu, þetta er jafnt og þétt að þykkna aftur.“ Veður Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands: Óskar eftir undanþágu vegna viðskiptaþvingana Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira
Gatið í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu hefur aldrei mælst stærra en í þessum mánuði. Alþjóðaveðurfræðistofnunin greinir frá þessu en segir að ekki þurfi að hafa miklar áhyggjur af þessu meti þó svo að ósonlagið verji allt líf á jörðinni fyrir geislum sólarinnar. Miklar sveiflur eru á stærð gatsins í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu og er það oftast nær stærst á þessum tíma árs þegar mikill kuldi er í heiðhvolfinu.Hér má sjá gatið í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu eins og það blasti við geimferðastofnun Bandaríkjanna, Nasa, 2. nóvember síðastliðinn. Blái og fjólubláiliturinn sýna hvar ósonlagið er sem minnst.Vísir/NasaÍ fyrra greindi Alþjóðaveðurfræðistofnunin frá því að mælingar gæfu til kynna að eyðing ósonlagsins væri í rénun. Voru orsökin rakin til ársins 1987 þegar lagt var bann við notkun efna sem valda eyðingu ósonlagsins, þá sérstaklega flúorklóríðs. Stofnunin sagði hins vegar að það gæti liðið meira en áratugur þar til gatið í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu færi aftur minnkandi og því full ástæða til að halda uppteknum hætti við að reyna að vernda ósonlagið fyrir skaðlegum efnum. Fyrr í mánuðinum mældist gatið 28,2 milljónir ferkílómetra að stærð, sem er meira en flatarmál Kanada og Rússlands til samans og er nýtt met. Árni Sigurðsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir flesta sammála um að almennt aukist styrkur ósonlagsins frá því sem áður var. Gat myndast þó í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu á hverju ári. Það er rakið til kulda í heiðhvolfinu yfir Suðurskautslandinu, en í ár var kaldara en í meðalári. „Þess vegna eyðist meira óson en það er bara tímabundið. Þegar er svona kuldi þéttist meiri raki og það myndast glitský í heiðhvolfinu og það er í tengslum við þessi ský sem ósoneyðingin á sér stað.“Ósonlagið yfir Reykjavík hefur þykknað síðastliðin ár samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands. Vísir/StefánÁrni er á meðal þeirra sem fylgjast með ósonlaginu yfir Reykjavík. Hann segir starfsmenn Veðurstofu Íslands ekki sjá annað en að ósonlagið yfir höfuðborginni sé að þykkna aftur. Það sé hins vegar ekki alveg jafn þykkt og það var áður en eyðingin hófst á áttunda áratug síðustu aldar. „Það er ekki alveg komið í það sama og það var en það nálgast það. Frá árinu 2000 höfum við sérstaklega tekið eftir breytingu, þetta er jafnt og þétt að þykkna aftur.“
Veður Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands: Óskar eftir undanþágu vegna viðskiptaþvingana Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira