Bandarískir hermenn sendir til Sýrlands Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. október 2015 08:00 Bandarískir hermenn sem þessir munu brátt hafa fasta viðveru í Sýrlandi í fyrsta sinn. nordicphotos/afp Tæplega fimmtíu bandarískir hermenn úr sérsveit Bandaríkjahers verða sendir til Sýrlands á næstunni. Aðgerðin markar tímamót vegna þess að Bandaríkjamenn hafa hingað til ekki haft fasta viðveru hermanna á jörðu niðri í Sýrlandi heldur einungis stuðst við loftárásir í baráttunni gegn Íslamska ríkinu (ISIS). Bandaríska varnarmálaráðuneytið, Pentagon, tilkynnti um aðgerðina í gær. Hlutverk sérsveitarmannanna verður að mestu að þjálfa og aðstoða sýrlenska uppreisnarmenn í norðurhluta landsins í baráttunni gegn ISIS auk þess að veita þeim ráðgjöf. Áður hafa Bandaríkjamenn sent sérsveitarmenn til landsins til að vinna að sérstökum hernaðaraðgerðum gegn Íslamska ríkinu en ekki hafa þeir áður haft fasta viðveru á jörðu niðri. Bandaríkjaher og aðrir aðilar bandalagsins gegn ISIS hafa hins vegar staðið í ströngu við loftárásir í rúmt ár. Josh Earnest, talsmaður forsetaembættis Bandaríkjanna, sagði í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti vildi styðja af auknum mætti við sýrlenska uppreisnarmenn. „Forsetinn er reiðubúinn að efla þau verkefni sem vel hafa gengið. Þessi aðgerð gengur út á að herða á stefnu sem við höfum rætt í rúmt ár,“ sagði Earnest. Hann þvertók fyrir það að aðgerðin markaði ekki stefnubreytingu. Tilkynningin kemur í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjahers um að hætta að þjálfa uppreisnarmenn í Sýrlandi með beinum hætti heldur verða leiðtogum uppreisnarmanna úti um vopn í staðinn. Þegar Earnest var spurður hvort sérsveitarmennirnir sem sendir verða væru ekki of fáir svaraði hann neitandi. „Sérsveitarmennirnir okkar eru mikilvægir og geta margfaldað gildi uppreisnarmannanna. Forsetinn býst við því að þeir muni efla aðgerðir okkar og styðja vel við staðbundna uppreisnarmenn í Sýrlandi í stríðinu gegn ISIS. Þetta hefur verið einn mikilvægasti þáttur aðferðafræði okkar allt frá byrjun, að byggja undir staðbundin öfl,“ sagði Earnest. Ásamt því að senda menn til Sýrlands munu Bandaríkjamenn einnig auka viðveru sína í Tyrklandi með því að senda þangað fleiri herþotur. Einnig er horft til þess að senda sambærilegan hóp til Íraks á næstunni í sama tilgangi. Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Sjá meira
Tæplega fimmtíu bandarískir hermenn úr sérsveit Bandaríkjahers verða sendir til Sýrlands á næstunni. Aðgerðin markar tímamót vegna þess að Bandaríkjamenn hafa hingað til ekki haft fasta viðveru hermanna á jörðu niðri í Sýrlandi heldur einungis stuðst við loftárásir í baráttunni gegn Íslamska ríkinu (ISIS). Bandaríska varnarmálaráðuneytið, Pentagon, tilkynnti um aðgerðina í gær. Hlutverk sérsveitarmannanna verður að mestu að þjálfa og aðstoða sýrlenska uppreisnarmenn í norðurhluta landsins í baráttunni gegn ISIS auk þess að veita þeim ráðgjöf. Áður hafa Bandaríkjamenn sent sérsveitarmenn til landsins til að vinna að sérstökum hernaðaraðgerðum gegn Íslamska ríkinu en ekki hafa þeir áður haft fasta viðveru á jörðu niðri. Bandaríkjaher og aðrir aðilar bandalagsins gegn ISIS hafa hins vegar staðið í ströngu við loftárásir í rúmt ár. Josh Earnest, talsmaður forsetaembættis Bandaríkjanna, sagði í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti vildi styðja af auknum mætti við sýrlenska uppreisnarmenn. „Forsetinn er reiðubúinn að efla þau verkefni sem vel hafa gengið. Þessi aðgerð gengur út á að herða á stefnu sem við höfum rætt í rúmt ár,“ sagði Earnest. Hann þvertók fyrir það að aðgerðin markaði ekki stefnubreytingu. Tilkynningin kemur í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjahers um að hætta að þjálfa uppreisnarmenn í Sýrlandi með beinum hætti heldur verða leiðtogum uppreisnarmanna úti um vopn í staðinn. Þegar Earnest var spurður hvort sérsveitarmennirnir sem sendir verða væru ekki of fáir svaraði hann neitandi. „Sérsveitarmennirnir okkar eru mikilvægir og geta margfaldað gildi uppreisnarmannanna. Forsetinn býst við því að þeir muni efla aðgerðir okkar og styðja vel við staðbundna uppreisnarmenn í Sýrlandi í stríðinu gegn ISIS. Þetta hefur verið einn mikilvægasti þáttur aðferðafræði okkar allt frá byrjun, að byggja undir staðbundin öfl,“ sagði Earnest. Ásamt því að senda menn til Sýrlands munu Bandaríkjamenn einnig auka viðveru sína í Tyrklandi með því að senda þangað fleiri herþotur. Einnig er horft til þess að senda sambærilegan hóp til Íraks á næstunni í sama tilgangi.
Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Sjá meira