Þá er varað við því að snjóa muni víða á fjallvegum í kvöld, til að mynda á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Steingrímsfjarðar. Auk þess mun vindur snúa sér smám saman í norðaustur og því má búast við að snjói nokkuð á heiðum norðaustanlands í nótt og á morgun.
Vetrardagurinn fyrsti er á laugardaginn og ef marka má veðurspána mun hann bera nafn með rentu. Þá er spáð allhvassri norðanátt og kólnandi veðri með snjókomu og éljum, en sunnanlands verður að mestu þurrt. Auk þess er spáð frosti um nær allt land.

Á fimmtudag:
Hæg norðlæg átt og úrkomulítið snemma dags. Vaxandi austlæg átt þegar líður á daginn, víða 10-15 m/s undir kvöld og rigning um landið sunnanvert. Hiti 0 til 6 stig. en sums staðar vægt frost til landsins.
Á föstudag:
Fremur hæg suðlæg átt og skúrir eða slydduél, en þurrt og bjart veður á N- og A-landi. Hiti 0 til 6 stig. Gengur í hvassa norðanátt með slyddu eða snjókomu NV-til um hádegi.
Á laugardag:
Allhvöss norðanátt og kólnandi veður með snjókomu eða éljum, en að mestu þurrt S-til.
Á sunnudag:
Minnkandi norðanátt þegar líður á daginn. Él norðanlands, en bjartviðri syðra. Kalt í veðri.
Á mánudag:
Útlit fyrir þurrt og kalt veður, en él vestast.