„Löggan bissí við að kanna kannabis í pissi“ Jakob Bjarnar skrifar 22. október 2015 13:34 Guðmundur Steingrímsson segir þá refsistefnu sem fylgt er í fíknefnamálum gera illt verra og eyðileggja líf fjölda fólks. Ólöf Nordal innanríkisráðherra þarf að taka afstöðu til málsins fyrr en seinna. vísir/getty Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur tekið afgerandi afstöðu með lögleiðingu kannabisefna. Hann spurði Ólöfu Nordal innanríkisráðherra út í lögleiðingu fíknefna á alþingi nú í morgun. „Hún sagðist ekki geta svarað fyrir svo stór mál á fimmtudegi,“ segir Guðmundur spurður hvernig honum hafi hugnast svör ráðherra. Guðmundur telur hins vegar fulla ástæðu til að ræða þetta mál af fullri alvöru. Þá með það fyrir augum að lögleiða kannabis og afglæpavæða þetta fíkniefnabauk, vera ekki að fylla fangelsin af fíklum.Fáránlegt að fylla fangelsin af fíklum„Athyglisvert er hvernig umræðan hefur þróast á vettvangi Sameinuðu þjóðanna en þar er almennt talið að þessar hefðbundnu aðferðir við að glíma við afleiðingar fíkninefna, þá með refsingum og í gegnum dómsstóla, eru ekki að skila árangri. Og margar vísbendingar eru um að þessi stefna sé að gera illt verra. Í raun eyðileggja líf fólks í mörgum tilvikum.“ Guðmundur bendir jafnframt á að í Portúgal hafi verið stigin markviss skref í átt frá þessari stefnu, þar hafi kannabis verið lögleitt og fíkniefnin afglæpavædd. Og samkvæmt tölum sem Guðmundur hefur séð þýðir það að dauðsföllum vegna fíkniefna fækkað um helming. „Og í fylkjum í Bandaríkjunum, sem hafa verið að lögleiða kannabis undanfarið, hafa menn áttað sig á því að það er fáránlegt að fylla fangelsin af fólki sem er að neyta þessara efna. Miklu frekar eigi að glíma við ofneyslu sem heilbrigðisvandamál og með meðferðarúrræðum. Það held ég að við eigum að gera líka hér.“Feimnismál meðal stjórnmálamannaEn, nú hefur þetta löngum þótt viðkvæmt mál og stjórnmálamenn virðast ekki hafa séð sér hag í því að lýsa yfir annarri skoðun en þeirra að vera á móti fíkniefnum.Verður þú var við breytt viðhorf inni á þingi í þessum málaflokki? „Jájá. En, á móti kemur að það er rétt; margir eru feimnir við að tala um þetta. En mér finnst það mjög nauðsynlegt að ræða hið fyrsta, hvernig við ætlum að glíma við þetta. Sú stefna sem við mörkum í því getur haft gríðarleg áhrif á líf fólks. Og þegar svona sterkar vísbendingar eru um að þessi refsiglaða stefna sé ekki að virka og geri illt verra, þá verðum við að leggja við hlustir. Það verður ekki farið í það á morgun að lögleiða kannabis, ég átta mig á því, en það þarf að ræða þetta og brjóta ísinn. Markmiðið er að sem flestir lifi heilsusamlega og það er heilbrigðismál í mínum huga. Við glímum ekki við það með því að setja fólk í fangelsi, með sektum, refsingu og útskúfun. Það held ég bara alls ekki. Þá hreyfði við manni að maður eins og Justin Trudeau vinnur stórsigur í Kanada meðal annars með það á vörum að kannabis verði lögleitt. Fleiri og fleiri farnir að sjá að það er fáránlegt að löggan sé bissí við að kanna kannabiss í pissi,“ segir Guðmundur Steingrímsson. Alþingi Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur tekið afgerandi afstöðu með lögleiðingu kannabisefna. Hann spurði Ólöfu Nordal innanríkisráðherra út í lögleiðingu fíknefna á alþingi nú í morgun. „Hún sagðist ekki geta svarað fyrir svo stór mál á fimmtudegi,“ segir Guðmundur spurður hvernig honum hafi hugnast svör ráðherra. Guðmundur telur hins vegar fulla ástæðu til að ræða þetta mál af fullri alvöru. Þá með það fyrir augum að lögleiða kannabis og afglæpavæða þetta fíkniefnabauk, vera ekki að fylla fangelsin af fíklum.Fáránlegt að fylla fangelsin af fíklum„Athyglisvert er hvernig umræðan hefur þróast á vettvangi Sameinuðu þjóðanna en þar er almennt talið að þessar hefðbundnu aðferðir við að glíma við afleiðingar fíkninefna, þá með refsingum og í gegnum dómsstóla, eru ekki að skila árangri. Og margar vísbendingar eru um að þessi stefna sé að gera illt verra. Í raun eyðileggja líf fólks í mörgum tilvikum.“ Guðmundur bendir jafnframt á að í Portúgal hafi verið stigin markviss skref í átt frá þessari stefnu, þar hafi kannabis verið lögleitt og fíkniefnin afglæpavædd. Og samkvæmt tölum sem Guðmundur hefur séð þýðir það að dauðsföllum vegna fíkniefna fækkað um helming. „Og í fylkjum í Bandaríkjunum, sem hafa verið að lögleiða kannabis undanfarið, hafa menn áttað sig á því að það er fáránlegt að fylla fangelsin af fólki sem er að neyta þessara efna. Miklu frekar eigi að glíma við ofneyslu sem heilbrigðisvandamál og með meðferðarúrræðum. Það held ég að við eigum að gera líka hér.“Feimnismál meðal stjórnmálamannaEn, nú hefur þetta löngum þótt viðkvæmt mál og stjórnmálamenn virðast ekki hafa séð sér hag í því að lýsa yfir annarri skoðun en þeirra að vera á móti fíkniefnum.Verður þú var við breytt viðhorf inni á þingi í þessum málaflokki? „Jájá. En, á móti kemur að það er rétt; margir eru feimnir við að tala um þetta. En mér finnst það mjög nauðsynlegt að ræða hið fyrsta, hvernig við ætlum að glíma við þetta. Sú stefna sem við mörkum í því getur haft gríðarleg áhrif á líf fólks. Og þegar svona sterkar vísbendingar eru um að þessi refsiglaða stefna sé ekki að virka og geri illt verra, þá verðum við að leggja við hlustir. Það verður ekki farið í það á morgun að lögleiða kannabis, ég átta mig á því, en það þarf að ræða þetta og brjóta ísinn. Markmiðið er að sem flestir lifi heilsusamlega og það er heilbrigðismál í mínum huga. Við glímum ekki við það með því að setja fólk í fangelsi, með sektum, refsingu og útskúfun. Það held ég bara alls ekki. Þá hreyfði við manni að maður eins og Justin Trudeau vinnur stórsigur í Kanada meðal annars með það á vörum að kannabis verði lögleitt. Fleiri og fleiri farnir að sjá að það er fáránlegt að löggan sé bissí við að kanna kannabiss í pissi,“ segir Guðmundur Steingrímsson.
Alþingi Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira