Sjálfstæðisflokkur aldrei minni fyrir landsfund Snærós Sindradóttir skrifar 23. október 2015 10:00 Fyrir Landsfund Sjálfstæðisflokksins árið 2013 var flokkurinn með nærri 30 prósenta fylgi. Hann dalaði lítillega fram að kosningum. vísir/daníel Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur líklega aldrei verið lægra fyrir landsfund en einmitt í dag. Ný könnun MMR sýnir flokkinn með 21,7 prósenta fylgi sem er með því allra lægsta sem flokkurinn hefur mælst með í sögu hans. „Það virðast vera tvenns konar tilhneigingar,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. „Önnur er sú að þegar flokkurinn er í stjórnarandstöðu þá gengur honum betur en í stjórn. Það virðist vera eftir hrun töluverð fylgisleg áhætta samfara því að vera í ríkisstjórn. En jafnvel þótt þú takir tillit til þess þá er þetta slæm niðurstaða ef þú berð saman við árið 2009 þegar hann var að koma úr gríðarlega vondum málum,“ segir Gunnar. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar féll þann 26. janúar 2009. Á landsfundi flokksins níu vikum síðar var flokkurinn með nærri 30 prósenta fylgi.Gunnar Helgi KristinssonGunnar segir að Sjálfstæðisflokknum hafi ekki tekist að halda jafn vel um borgaraleg öfl og áður. Hann hafi sterkari tengingu við landsbyggð en höfuðborg og evrópusinnaðir kjósendur séu að miklu leyti hættir að styðja flokkinn. „Ég held að akkúrat þessi tala nú endurspegli að einhverju leyti Hönnu Birnu og Illuga. Ég hef engar kannanir sem sanna það en reynslan af áhrifum slíkra mála sem ég þekki til alþjóðlega er að þau hafa einhver áhrif. Hversu mikil veit maður ekki,“ segir Gunnar. Hann á við lekamálið svokallaða en Hanna Birna Kristjánsdóttir þingmaður þurfti að segja af sér embætti innanríkisráðherra þegar aðstoðarmaður hennar lak persónuupplýsingum um hælisleitanda til Fréttablaðsins og Morgunblaðsins. Þá hefur Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra verið legið á hálsi fyrir að eiga í óeðlilegu viðskiptasambandi við Orku Energy og greiða götu fyrirtækisins í Kína. En telur Gunnar landsfundurinn geti gefið Sjálfstæðisflokknum byr í seglin að nýju? „Meginreglan er sú að fyrst eftir landsfund þá gengur flokkum aðeins betur en það er fljótt að fara aftur.“ Fréttablaðið hafði samband við nokkra þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Þeir bjuggust ekki við miklum átökum um málefnin og höfðu ekki áhyggjur af að umræður um Evrópusambandið drægjust á langinn. Nýmæla væri að vænta í málefnum hælisleitenda til að bregðast við flóttamannafjöldanum í Evrópu og Sýrlandi. Alþingi Tengdar fréttir Hanna Birna hættir sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins Ráðherrann fyrrverandi sendi flokksmönnum bréf þess efnis nú fyrir skemmstu. 1. október 2015 21:11 Hanna Birna sögð vilja komast í góða stöðu í utanríkisþjónustunni Sjálfstæðismenn margir hverjir velta fyrir sér hver örlög Hönnu Birnu Kristjánsdóttur verða. 22. október 2015 14:43 Um þetta snýst mál Illuga og Orku Energy Mál Illuga Gunnarssonar er í raun nokkuð einfalt þó sagan sé löng. Vísir útskýrir málið frá A til Ö. 19. október 2015 10:15 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Sjá meira
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur líklega aldrei verið lægra fyrir landsfund en einmitt í dag. Ný könnun MMR sýnir flokkinn með 21,7 prósenta fylgi sem er með því allra lægsta sem flokkurinn hefur mælst með í sögu hans. „Það virðast vera tvenns konar tilhneigingar,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. „Önnur er sú að þegar flokkurinn er í stjórnarandstöðu þá gengur honum betur en í stjórn. Það virðist vera eftir hrun töluverð fylgisleg áhætta samfara því að vera í ríkisstjórn. En jafnvel þótt þú takir tillit til þess þá er þetta slæm niðurstaða ef þú berð saman við árið 2009 þegar hann var að koma úr gríðarlega vondum málum,“ segir Gunnar. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar féll þann 26. janúar 2009. Á landsfundi flokksins níu vikum síðar var flokkurinn með nærri 30 prósenta fylgi.Gunnar Helgi KristinssonGunnar segir að Sjálfstæðisflokknum hafi ekki tekist að halda jafn vel um borgaraleg öfl og áður. Hann hafi sterkari tengingu við landsbyggð en höfuðborg og evrópusinnaðir kjósendur séu að miklu leyti hættir að styðja flokkinn. „Ég held að akkúrat þessi tala nú endurspegli að einhverju leyti Hönnu Birnu og Illuga. Ég hef engar kannanir sem sanna það en reynslan af áhrifum slíkra mála sem ég þekki til alþjóðlega er að þau hafa einhver áhrif. Hversu mikil veit maður ekki,“ segir Gunnar. Hann á við lekamálið svokallaða en Hanna Birna Kristjánsdóttir þingmaður þurfti að segja af sér embætti innanríkisráðherra þegar aðstoðarmaður hennar lak persónuupplýsingum um hælisleitanda til Fréttablaðsins og Morgunblaðsins. Þá hefur Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra verið legið á hálsi fyrir að eiga í óeðlilegu viðskiptasambandi við Orku Energy og greiða götu fyrirtækisins í Kína. En telur Gunnar landsfundurinn geti gefið Sjálfstæðisflokknum byr í seglin að nýju? „Meginreglan er sú að fyrst eftir landsfund þá gengur flokkum aðeins betur en það er fljótt að fara aftur.“ Fréttablaðið hafði samband við nokkra þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Þeir bjuggust ekki við miklum átökum um málefnin og höfðu ekki áhyggjur af að umræður um Evrópusambandið drægjust á langinn. Nýmæla væri að vænta í málefnum hælisleitenda til að bregðast við flóttamannafjöldanum í Evrópu og Sýrlandi.
Alþingi Tengdar fréttir Hanna Birna hættir sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins Ráðherrann fyrrverandi sendi flokksmönnum bréf þess efnis nú fyrir skemmstu. 1. október 2015 21:11 Hanna Birna sögð vilja komast í góða stöðu í utanríkisþjónustunni Sjálfstæðismenn margir hverjir velta fyrir sér hver örlög Hönnu Birnu Kristjánsdóttur verða. 22. október 2015 14:43 Um þetta snýst mál Illuga og Orku Energy Mál Illuga Gunnarssonar er í raun nokkuð einfalt þó sagan sé löng. Vísir útskýrir málið frá A til Ö. 19. október 2015 10:15 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Sjá meira
Hanna Birna hættir sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins Ráðherrann fyrrverandi sendi flokksmönnum bréf þess efnis nú fyrir skemmstu. 1. október 2015 21:11
Hanna Birna sögð vilja komast í góða stöðu í utanríkisþjónustunni Sjálfstæðismenn margir hverjir velta fyrir sér hver örlög Hönnu Birnu Kristjánsdóttur verða. 22. október 2015 14:43
Um þetta snýst mál Illuga og Orku Energy Mál Illuga Gunnarssonar er í raun nokkuð einfalt þó sagan sé löng. Vísir útskýrir málið frá A til Ö. 19. október 2015 10:15
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent