Sjálfstæðisflokkur aldrei minni fyrir landsfund Snærós Sindradóttir skrifar 23. október 2015 10:00 Fyrir Landsfund Sjálfstæðisflokksins árið 2013 var flokkurinn með nærri 30 prósenta fylgi. Hann dalaði lítillega fram að kosningum. vísir/daníel Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur líklega aldrei verið lægra fyrir landsfund en einmitt í dag. Ný könnun MMR sýnir flokkinn með 21,7 prósenta fylgi sem er með því allra lægsta sem flokkurinn hefur mælst með í sögu hans. „Það virðast vera tvenns konar tilhneigingar,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. „Önnur er sú að þegar flokkurinn er í stjórnarandstöðu þá gengur honum betur en í stjórn. Það virðist vera eftir hrun töluverð fylgisleg áhætta samfara því að vera í ríkisstjórn. En jafnvel þótt þú takir tillit til þess þá er þetta slæm niðurstaða ef þú berð saman við árið 2009 þegar hann var að koma úr gríðarlega vondum málum,“ segir Gunnar. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar féll þann 26. janúar 2009. Á landsfundi flokksins níu vikum síðar var flokkurinn með nærri 30 prósenta fylgi.Gunnar Helgi KristinssonGunnar segir að Sjálfstæðisflokknum hafi ekki tekist að halda jafn vel um borgaraleg öfl og áður. Hann hafi sterkari tengingu við landsbyggð en höfuðborg og evrópusinnaðir kjósendur séu að miklu leyti hættir að styðja flokkinn. „Ég held að akkúrat þessi tala nú endurspegli að einhverju leyti Hönnu Birnu og Illuga. Ég hef engar kannanir sem sanna það en reynslan af áhrifum slíkra mála sem ég þekki til alþjóðlega er að þau hafa einhver áhrif. Hversu mikil veit maður ekki,“ segir Gunnar. Hann á við lekamálið svokallaða en Hanna Birna Kristjánsdóttir þingmaður þurfti að segja af sér embætti innanríkisráðherra þegar aðstoðarmaður hennar lak persónuupplýsingum um hælisleitanda til Fréttablaðsins og Morgunblaðsins. Þá hefur Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra verið legið á hálsi fyrir að eiga í óeðlilegu viðskiptasambandi við Orku Energy og greiða götu fyrirtækisins í Kína. En telur Gunnar landsfundurinn geti gefið Sjálfstæðisflokknum byr í seglin að nýju? „Meginreglan er sú að fyrst eftir landsfund þá gengur flokkum aðeins betur en það er fljótt að fara aftur.“ Fréttablaðið hafði samband við nokkra þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Þeir bjuggust ekki við miklum átökum um málefnin og höfðu ekki áhyggjur af að umræður um Evrópusambandið drægjust á langinn. Nýmæla væri að vænta í málefnum hælisleitenda til að bregðast við flóttamannafjöldanum í Evrópu og Sýrlandi. Alþingi Tengdar fréttir Hanna Birna hættir sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins Ráðherrann fyrrverandi sendi flokksmönnum bréf þess efnis nú fyrir skemmstu. 1. október 2015 21:11 Hanna Birna sögð vilja komast í góða stöðu í utanríkisþjónustunni Sjálfstæðismenn margir hverjir velta fyrir sér hver örlög Hönnu Birnu Kristjánsdóttur verða. 22. október 2015 14:43 Um þetta snýst mál Illuga og Orku Energy Mál Illuga Gunnarssonar er í raun nokkuð einfalt þó sagan sé löng. Vísir útskýrir málið frá A til Ö. 19. október 2015 10:15 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur líklega aldrei verið lægra fyrir landsfund en einmitt í dag. Ný könnun MMR sýnir flokkinn með 21,7 prósenta fylgi sem er með því allra lægsta sem flokkurinn hefur mælst með í sögu hans. „Það virðast vera tvenns konar tilhneigingar,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. „Önnur er sú að þegar flokkurinn er í stjórnarandstöðu þá gengur honum betur en í stjórn. Það virðist vera eftir hrun töluverð fylgisleg áhætta samfara því að vera í ríkisstjórn. En jafnvel þótt þú takir tillit til þess þá er þetta slæm niðurstaða ef þú berð saman við árið 2009 þegar hann var að koma úr gríðarlega vondum málum,“ segir Gunnar. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar féll þann 26. janúar 2009. Á landsfundi flokksins níu vikum síðar var flokkurinn með nærri 30 prósenta fylgi.Gunnar Helgi KristinssonGunnar segir að Sjálfstæðisflokknum hafi ekki tekist að halda jafn vel um borgaraleg öfl og áður. Hann hafi sterkari tengingu við landsbyggð en höfuðborg og evrópusinnaðir kjósendur séu að miklu leyti hættir að styðja flokkinn. „Ég held að akkúrat þessi tala nú endurspegli að einhverju leyti Hönnu Birnu og Illuga. Ég hef engar kannanir sem sanna það en reynslan af áhrifum slíkra mála sem ég þekki til alþjóðlega er að þau hafa einhver áhrif. Hversu mikil veit maður ekki,“ segir Gunnar. Hann á við lekamálið svokallaða en Hanna Birna Kristjánsdóttir þingmaður þurfti að segja af sér embætti innanríkisráðherra þegar aðstoðarmaður hennar lak persónuupplýsingum um hælisleitanda til Fréttablaðsins og Morgunblaðsins. Þá hefur Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra verið legið á hálsi fyrir að eiga í óeðlilegu viðskiptasambandi við Orku Energy og greiða götu fyrirtækisins í Kína. En telur Gunnar landsfundurinn geti gefið Sjálfstæðisflokknum byr í seglin að nýju? „Meginreglan er sú að fyrst eftir landsfund þá gengur flokkum aðeins betur en það er fljótt að fara aftur.“ Fréttablaðið hafði samband við nokkra þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Þeir bjuggust ekki við miklum átökum um málefnin og höfðu ekki áhyggjur af að umræður um Evrópusambandið drægjust á langinn. Nýmæla væri að vænta í málefnum hælisleitenda til að bregðast við flóttamannafjöldanum í Evrópu og Sýrlandi.
Alþingi Tengdar fréttir Hanna Birna hættir sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins Ráðherrann fyrrverandi sendi flokksmönnum bréf þess efnis nú fyrir skemmstu. 1. október 2015 21:11 Hanna Birna sögð vilja komast í góða stöðu í utanríkisþjónustunni Sjálfstæðismenn margir hverjir velta fyrir sér hver örlög Hönnu Birnu Kristjánsdóttur verða. 22. október 2015 14:43 Um þetta snýst mál Illuga og Orku Energy Mál Illuga Gunnarssonar er í raun nokkuð einfalt þó sagan sé löng. Vísir útskýrir málið frá A til Ö. 19. október 2015 10:15 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Hanna Birna hættir sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins Ráðherrann fyrrverandi sendi flokksmönnum bréf þess efnis nú fyrir skemmstu. 1. október 2015 21:11
Hanna Birna sögð vilja komast í góða stöðu í utanríkisþjónustunni Sjálfstæðismenn margir hverjir velta fyrir sér hver örlög Hönnu Birnu Kristjánsdóttur verða. 22. október 2015 14:43
Um þetta snýst mál Illuga og Orku Energy Mál Illuga Gunnarssonar er í raun nokkuð einfalt þó sagan sé löng. Vísir útskýrir málið frá A til Ö. 19. október 2015 10:15