Komu í veg fyrir umræðu um verðtryggingu Sveinn Arnarsson skrifar 23. október 2015 07:00 „Ég hef fulla samúð með þingmönnum Framsóknarflokksins sem þurfa að horfa upp á sinn leiðtoga kikna í hnjánum,“ sagði Össur Skarphéðinsson. Guðlaugur Þór Þórðarson bað Össur vinsamlegast að hætta málþófi. vísir/vilhelm Stjórnarandstaðan lagði fram breytingartillögu á dagskrá þingsins við upphaf þingfundar í gær til þess að knýja á um sérstaka umræðu um afnám verðtryggingar. Hart var tekist á um breytingartillöguna og sökuðu fulltrúar meirihlutans á þingi stjórnarandstöðuna um fordæmalausa tillögu og misnotkun á dagskrárliðum þingsins. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur beðið eftir sérstakri umræðu við forsætisráðherra um verðtryggingu frá því í febrúar síðastliðnum. Í síðustu kosningabaráttu töluðu forsvarsmenn Framsóknarflokksins á þá leið að afnám verðtryggingar væri forsenda stjórnarsamstarfs. Forsætisráðherra hefur nú neitað að ræða við þingið um stefnumál flokksins og bendir á að málefni verðtryggingar séu á könnu fjármálaráðherra.Birgir ÁrmannssonBirgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, taldi dagskrárbreytingartillöguna fordæmalausan leikaraskap til að tefja fyrir umræðu á þingi. „Það eru ótal aðrar aðferðir til að taka þau mál, eftir atvikum verðtryggingu eða hvað annað, á dagskrá í þinginu. Fyrirspurnir, munnlegar, skriflegar, óundirbúnar, fjöldamargar aðrar leiðir, flutningur þingmála og þess háttar,“ sagði Birgir.Vigdís HauksdóttirVigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, húðskammaði stjórnarandstöðuna fyrir misnotkun á dagskrá þingsins. „ Hvernig er hægt að eiga samstarf við svona fólk sem gengur sífellt á bak orða sinna? Dagskrá vikunnar lá fyrir með samþykki þessara aðila en auðvitað heldur þetta fólk ekki út nokkurt einasta samkomulag. Þetta er lýsandi dæmi þess,“ sagði Vigdís og vandaði minnihlutanum ekki kveðjurnar. „Það var ekki Bjarni Benediktsson sem lofaði afnámi verðtryggingar, það var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og þess vegna á hann að svara fyrir það hér í þinginu,“ sagði Helgi Hjörvar, einn flutningsmanna. Svandís Svavarsdóttir tók í sama streng. „Það er eftirtektarverður vesaldómur að beina spjótum sínum að samstarfsflokknum.“ Árni Páll Árnason vísir/GVAÁrni Páll Árnason taldi forsætisráðherra ekki hafa mikinn áhuga á að ræða við þingheim. „Það eina sem hann virðist treysta sér til að tala um við þingið sem heyrir undir forsætisráðuneytið er þjóðfáninn, skjaldarmerkið og þjóðsöngurinn,“ sagði Árni Páll. Svo fór að Þingmenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks felldu tillöguna um að sérstök umræða færi fram við forsætisráðherra um afnám verðtryggingar. Alþingi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
Stjórnarandstaðan lagði fram breytingartillögu á dagskrá þingsins við upphaf þingfundar í gær til þess að knýja á um sérstaka umræðu um afnám verðtryggingar. Hart var tekist á um breytingartillöguna og sökuðu fulltrúar meirihlutans á þingi stjórnarandstöðuna um fordæmalausa tillögu og misnotkun á dagskrárliðum þingsins. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur beðið eftir sérstakri umræðu við forsætisráðherra um verðtryggingu frá því í febrúar síðastliðnum. Í síðustu kosningabaráttu töluðu forsvarsmenn Framsóknarflokksins á þá leið að afnám verðtryggingar væri forsenda stjórnarsamstarfs. Forsætisráðherra hefur nú neitað að ræða við þingið um stefnumál flokksins og bendir á að málefni verðtryggingar séu á könnu fjármálaráðherra.Birgir ÁrmannssonBirgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, taldi dagskrárbreytingartillöguna fordæmalausan leikaraskap til að tefja fyrir umræðu á þingi. „Það eru ótal aðrar aðferðir til að taka þau mál, eftir atvikum verðtryggingu eða hvað annað, á dagskrá í þinginu. Fyrirspurnir, munnlegar, skriflegar, óundirbúnar, fjöldamargar aðrar leiðir, flutningur þingmála og þess háttar,“ sagði Birgir.Vigdís HauksdóttirVigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, húðskammaði stjórnarandstöðuna fyrir misnotkun á dagskrá þingsins. „ Hvernig er hægt að eiga samstarf við svona fólk sem gengur sífellt á bak orða sinna? Dagskrá vikunnar lá fyrir með samþykki þessara aðila en auðvitað heldur þetta fólk ekki út nokkurt einasta samkomulag. Þetta er lýsandi dæmi þess,“ sagði Vigdís og vandaði minnihlutanum ekki kveðjurnar. „Það var ekki Bjarni Benediktsson sem lofaði afnámi verðtryggingar, það var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og þess vegna á hann að svara fyrir það hér í þinginu,“ sagði Helgi Hjörvar, einn flutningsmanna. Svandís Svavarsdóttir tók í sama streng. „Það er eftirtektarverður vesaldómur að beina spjótum sínum að samstarfsflokknum.“ Árni Páll Árnason vísir/GVAÁrni Páll Árnason taldi forsætisráðherra ekki hafa mikinn áhuga á að ræða við þingheim. „Það eina sem hann virðist treysta sér til að tala um við þingið sem heyrir undir forsætisráðuneytið er þjóðfáninn, skjaldarmerkið og þjóðsöngurinn,“ sagði Árni Páll. Svo fór að Þingmenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks felldu tillöguna um að sérstök umræða færi fram við forsætisráðherra um afnám verðtryggingar.
Alþingi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent