Björgvin
G
. Sigurðsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar, vill að Bjarni Benediktsson, fjármála- og
efnahagsráðherra
, upplýsi hvort unnið sé eftir tímasettri áætlun um afnám verðtryggingarinnar. Hann hefur lagt skriflega fyrirspurn fram á þingi til ráðherrans um málið.
Björgvin vill einnig að Bjarni svari því hvort verðtryggingarbann eigi líka að ná til lífeyrisskuldbindinga og hvort vaxtaþak verði sett á, komi til þess að verðtryggingin verði bönnuð.
Vill svör frá Bjarna um hvað stendur til með verðtrygginguna
Aðalsteinn Kjartansson skrifar
