Pírati finnur lykt af vitleysu vegna orða biskups Aðalsteinn Kjartansson skrifar 25. október 2015 10:09 Helgi Hrafn Gunnarsson gagnrýnir orð Agnesar M. Sigurðardóttur um að skilgreina þurfi aðskilnað ríkis og kirkju. Vísir/VILHELM Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist finna lykt af vitleysu þegar fólk fer að flækja jafnvel einföldustu hugtök með spurningum um skilgreiningar, sem öllum ætti að vera ljós. Þetta segir hann og vísar í ummæli Agnesar M. Sigurðardóttur biskups sem í gær sagði í samtali við RÚV að aðskilnaður ríkis og kirkju hafi þegar farið fram en spurði svo: „Hvað þýðir aðskilnaður, ég vil fyrst skilgreina það.“ Í pistli sem Helgi Hrafn birtir á vefsíðu sinni segir hann að það ætti öllum að vera mjög ljóst að aðskilnaður ríkis og kirkju þýði að Þjóðkirkjan yrði ekki lengur sérstaklega tilgreind í stjórnarskrá og landslögum, heldur væri með sömu stöðu, réttindi og skyldur og öll önnur trú- og lífsskoðunarfélög. „Svo er hitt að biskupinn getur verið mótfallinn aðskilnaði ríkis og kirkju, sem hann hefur fullan rétt til, en þá er alger óþarfi að kalla eftir einhverjum nýjum skilgreiningum til að tjá þá annars afleitu afstöðu,“ skrifar þingmaðurinn. Tekist hefur verið á um aðskilnað ríkis og kirkju um alllangt skeið. Ný skoðanakönnun Gallup sýnir að meirihluti landsmanna er hlynntur aðskilnað, eða 55,5 prósent. Það er aukning um tæp fimm prósentustig frá sambærilegri könnun í september á síðasta ári. Í sömu könnun kom í ljós að stuðningsmenn Pírata eru líklegastir til að vera hlynntir aðskilnað ríkis og kirkju. Í þjóðaratkvæðagreiðslu um ákvæði nýrrar stjórnarskrár var hins vegar meirihluti fyrir því að halda inni ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskránni. 51,1 prósent þátttakenda sögðu já við ákvæði um þjóðkirkju en aðeins 38,3 prósent nei. Alþingi Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist finna lykt af vitleysu þegar fólk fer að flækja jafnvel einföldustu hugtök með spurningum um skilgreiningar, sem öllum ætti að vera ljós. Þetta segir hann og vísar í ummæli Agnesar M. Sigurðardóttur biskups sem í gær sagði í samtali við RÚV að aðskilnaður ríkis og kirkju hafi þegar farið fram en spurði svo: „Hvað þýðir aðskilnaður, ég vil fyrst skilgreina það.“ Í pistli sem Helgi Hrafn birtir á vefsíðu sinni segir hann að það ætti öllum að vera mjög ljóst að aðskilnaður ríkis og kirkju þýði að Þjóðkirkjan yrði ekki lengur sérstaklega tilgreind í stjórnarskrá og landslögum, heldur væri með sömu stöðu, réttindi og skyldur og öll önnur trú- og lífsskoðunarfélög. „Svo er hitt að biskupinn getur verið mótfallinn aðskilnaði ríkis og kirkju, sem hann hefur fullan rétt til, en þá er alger óþarfi að kalla eftir einhverjum nýjum skilgreiningum til að tjá þá annars afleitu afstöðu,“ skrifar þingmaðurinn. Tekist hefur verið á um aðskilnað ríkis og kirkju um alllangt skeið. Ný skoðanakönnun Gallup sýnir að meirihluti landsmanna er hlynntur aðskilnað, eða 55,5 prósent. Það er aukning um tæp fimm prósentustig frá sambærilegri könnun í september á síðasta ári. Í sömu könnun kom í ljós að stuðningsmenn Pírata eru líklegastir til að vera hlynntir aðskilnað ríkis og kirkju. Í þjóðaratkvæðagreiðslu um ákvæði nýrrar stjórnarskrár var hins vegar meirihluti fyrir því að halda inni ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskránni. 51,1 prósent þátttakenda sögðu já við ákvæði um þjóðkirkju en aðeins 38,3 prósent nei.
Alþingi Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira