Ungt fólk eins og flóðbylgja á fundinn Snærós Sindradóttir skrifar 26. október 2015 07:00 Bjarni Benediktsson bar ósigur úr býtum í nokkrum málum á fundinum, meðal annars tengdum verðtryggingunni. En hann var endurkjörinn formaður með 96 prósent atkvæða. Fréttablaðið/Stefán Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var tileinkaður 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Áhersla á konur var augljós í öllum undirbúningi fyrir fundinn en myndir af nokkrum fyrrverandi kvenráðherrum flokksins héngu flennistórar í Laugardalshöll. Á milli dagskrárliða var spilað myndband með ungum konum í flokknum þar sem þær sögðu sína skoðun á stjórnmálum dagsins í dag. En fundurinn sjálfur var bókstaflega tekinn yfir af ungum sjálfstæðismönnum og þeirra sjónarmiðum. Samband ungra sjálfstæðismanna mætti gríðarlega vel undirbúið á fundinn og gekk sem ein heild inn í málefnanefndir með breytingartillögur. Þær breytingartillögur voru í 89 prósent tilfella samþykktar úr nefnd. Og ræðumönnum varð nær öllum tíðrætt um að lausnin á sögulega slæmu fylgi flokksins væri framgangur ungs fólks. Það var engu líkara en eldra fólkið í flokknum drægi sig í hlé gagnvart vel skipulögðum ungliðum. Það voru fáar mótbárur við frjálslyndum tillögum þeirra þó að einstaka hnuss heyrðist í eldra fólki sem þó var tilbúið að viðurkenna ósigur sinn. Bjarni Benediktsson samþykkti tillögur þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar, meðal annars í gjaldmiðlamálum. Hann lagði til málamiðlunartillögu við einarðlega stefnu Efnahags- og viðskiptanefndar um að hefja ætti undirbúning að upptöku annars gjaldmiðils en krónu. Tillaga Bjarna hljóðaði svo að skoða ætti til þrautar að taka upp mynt sem væri gjaldgeng í alþjóðaviðskiptum í stað krónunnar. Þar var ljóst að Bjarni talaði gegn eigin sannfæringu, eða stefnu.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson á landsfundinum um helgina.vísir/stefánUng kona breikkar ásýnd flokksinsÁslaug Arna Sigurbjörnsdóttir kom öllum á óvart þegar hún bauð sig fram á móti Guðlaugi Þór Þórðarsyni þingmanni í embætti ritara flokksins. Guðlaugur dró framboð sitt til baka við tíðindin. „Ég held að tilkoma mín inn í þetta starf breikki ásýnd forystunnar. Ég er í háskóla og á vinnumarkaði á sumrin svo kannski er ég meira að upplifa það sem aðrir kjósendur eru að upplifa.“ Áslaug segist ekki búin að ákveða sig hvort hún nýti starfið sem stökkpall í næstu alþingiskosningum. „Ég er núna að hugsa um framtíðina, hvernig fólk getur haft trú á stjórnmálum og að koma sjálfstæðishugsjóninni, sem ég hef svo mikla trú á, áfram.“ Áslaug hlaut 92 prósent atkvæða og táraðist í þakkarræðu sinni.Flokkurinn klofinn í tollamálumFlokkurinn er algjörlega klofinn í afstöðu sinni til tolla á innflutta landbúnaðarvöru. Á öðrum vængnum ganga ungir sjálfstæðismenn fremstir í flokki þeirra sem vilja afnema alla tolla á innflutt matvæli. Fyrir fundinum lá tillaga um að afnema tolla á fjórum árum. Á hinum vængnum eru bændur og eldri kynslóð sjálfstæðismanna. Það var Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar, sem fyrstur veitti tillögunni andspyrnu. Hann vildi fella tillögur þeirra út í heild sinni sem meðal annars kváðu á um að endurskoða ætti búvörulög og að samkeppnislög ættu að gilda um landbúnað eins og aðrar atvinnugreinar. Þungavigtarmenn í sögu Sjálfstæðisflokksins, eins og Halldór Blöndal, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, tóku undir með Ara. Formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, leysti málið með málamiðlunartillögu þess efnis að tollaafnámið á fjórum árum færi út. Það var samþykkt, en ljóst var að bændur voru ekki að fá það sem þeir vildu. Alþingi Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var tileinkaður 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Áhersla á konur var augljós í öllum undirbúningi fyrir fundinn en myndir af nokkrum fyrrverandi kvenráðherrum flokksins héngu flennistórar í Laugardalshöll. Á milli dagskrárliða var spilað myndband með ungum konum í flokknum þar sem þær sögðu sína skoðun á stjórnmálum dagsins í dag. En fundurinn sjálfur var bókstaflega tekinn yfir af ungum sjálfstæðismönnum og þeirra sjónarmiðum. Samband ungra sjálfstæðismanna mætti gríðarlega vel undirbúið á fundinn og gekk sem ein heild inn í málefnanefndir með breytingartillögur. Þær breytingartillögur voru í 89 prósent tilfella samþykktar úr nefnd. Og ræðumönnum varð nær öllum tíðrætt um að lausnin á sögulega slæmu fylgi flokksins væri framgangur ungs fólks. Það var engu líkara en eldra fólkið í flokknum drægi sig í hlé gagnvart vel skipulögðum ungliðum. Það voru fáar mótbárur við frjálslyndum tillögum þeirra þó að einstaka hnuss heyrðist í eldra fólki sem þó var tilbúið að viðurkenna ósigur sinn. Bjarni Benediktsson samþykkti tillögur þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar, meðal annars í gjaldmiðlamálum. Hann lagði til málamiðlunartillögu við einarðlega stefnu Efnahags- og viðskiptanefndar um að hefja ætti undirbúning að upptöku annars gjaldmiðils en krónu. Tillaga Bjarna hljóðaði svo að skoða ætti til þrautar að taka upp mynt sem væri gjaldgeng í alþjóðaviðskiptum í stað krónunnar. Þar var ljóst að Bjarni talaði gegn eigin sannfæringu, eða stefnu.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson á landsfundinum um helgina.vísir/stefánUng kona breikkar ásýnd flokksinsÁslaug Arna Sigurbjörnsdóttir kom öllum á óvart þegar hún bauð sig fram á móti Guðlaugi Þór Þórðarsyni þingmanni í embætti ritara flokksins. Guðlaugur dró framboð sitt til baka við tíðindin. „Ég held að tilkoma mín inn í þetta starf breikki ásýnd forystunnar. Ég er í háskóla og á vinnumarkaði á sumrin svo kannski er ég meira að upplifa það sem aðrir kjósendur eru að upplifa.“ Áslaug segist ekki búin að ákveða sig hvort hún nýti starfið sem stökkpall í næstu alþingiskosningum. „Ég er núna að hugsa um framtíðina, hvernig fólk getur haft trú á stjórnmálum og að koma sjálfstæðishugsjóninni, sem ég hef svo mikla trú á, áfram.“ Áslaug hlaut 92 prósent atkvæða og táraðist í þakkarræðu sinni.Flokkurinn klofinn í tollamálumFlokkurinn er algjörlega klofinn í afstöðu sinni til tolla á innflutta landbúnaðarvöru. Á öðrum vængnum ganga ungir sjálfstæðismenn fremstir í flokki þeirra sem vilja afnema alla tolla á innflutt matvæli. Fyrir fundinum lá tillaga um að afnema tolla á fjórum árum. Á hinum vængnum eru bændur og eldri kynslóð sjálfstæðismanna. Það var Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar, sem fyrstur veitti tillögunni andspyrnu. Hann vildi fella tillögur þeirra út í heild sinni sem meðal annars kváðu á um að endurskoða ætti búvörulög og að samkeppnislög ættu að gilda um landbúnað eins og aðrar atvinnugreinar. Þungavigtarmenn í sögu Sjálfstæðisflokksins, eins og Halldór Blöndal, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, tóku undir með Ara. Formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, leysti málið með málamiðlunartillögu þess efnis að tollaafnámið á fjórum árum færi út. Það var samþykkt, en ljóst var að bændur voru ekki að fá það sem þeir vildu.
Alþingi Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira