Eldflaug af rússneskri gerð grandaði MH17 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. október 2015 12:00 Hollensk rannsóknarnefnd hefur komist að niðurstöðu um hvað grandaði flugi MH17 Vísir/Getty Það er niðurstaða hollenskrar rannsóknarnefndar að flugvél Malaysian Airlines sem var skotin niður yfir Úkraínu í júlí 2014 hafi verið skotin niður af BUK-eldflaug. Kerfið er framleitt í Rússlandi en bæði rússneski og úkraínski herinn búa yfir slíkum eldflaugum. Horfa má á kynningu hollensku rannsóknarnefndarinnar hér fyrir neðan. Boeing flugvél Malaysian Airlines var á leið til Kuala Lumpur frá Amsterdam þegar hún var skotin niður yfir Úkraínu. Allir um borð, 298, létust samstundis þegar BUK-eldflaug hæfði vélinna. Mikil vinna fór í því að flytja flak vélarinnar aftur til Hollands til rannsóknar en hluti vélarinnar var endurskapaður fyrir rannsóknarnefndina. Það er niðurstaða nefndarinnar að að eldflaugin hafi hæft vélina við stjórnklefa hennar og við höggið hafi flugvélin brotnað í sundur. Brak vélarinnar dreifðist um 50 ferkílómetra svæði.Gagnrýna skeytingarleysi flugfélaga Nefndin rannsakaði einnig hvaðan eldflauginni hefði verið skotið og gat hún reiknað út 320 ferkílómetra svæði þaðan sem eldflauginni hefði getað verið skotið. Þessum upplýsingum var komið til rússneskra og úkraínskra yfirvalda sem reiknuðu sjálf út hvaðan eldflaugin hefði komið líkt en þau hafa deilt um hver beri ábyrgð á eldflaugaárásinni. Hollenska rannsóknarnefndin segir einnig að að úkraínsk yfirvöld hafi átt að vera búinn loka lofthelgi Úkraínu vegna átakanna sem þar áttu sér stað. Segir í skýrslunni að enginn, hvorki úkraínsk yfirvöld né flugfélög, hafi gert sér grein fyrir áhættunni sem fólst í því að fljúga yfir Úkraínu á þessum tíma þegar hörð átök áttu sér stað á milli uppreisnarmanna og úkraínska stjórnarhersins. Þrjár flugvélar voru á sama svæði og flug Malaysian Airlines þegar hún var skotin niður og um 160 flug flugu yfir svæðið eftir að MH17 var skotin niður.Kynning hollensku rannsóknarnefndarinnar MH17 Tengdar fréttir Brot úr „rússnesku eldflaugakerfi“ finnast þar sem MH17 brotlenti Hópurinn sem rannsakar málið segir mögulegt að brotin séu úr rússnesku Buk-eldflaugakerfi. 11. ágúst 2015 12:51 Rannsóknarskýrsla um MH17 segir aðskilnaðarsinna ábyrga Alls fórust 298 manns með flugferð MH17 fyrir tæpu ári síðan. 15. júlí 2015 23:52 Birta myndband af braki MH17 fljótlega eftir að henni var grandað Á myndbandinu má sjá hvernig aðskilnaðarsinnar gera sér grein fyrir að farþegavél hafi verið skotin niður. 17. júlí 2015 09:56 Vissu um hættur þess að fljúga yfir svæðið Þýskum stjórnvöldum var gert vart við hættur þess að fljúga yfir austurhluta Úkraínu í júlí í fyrra, áður en malasíska farþegaþotan MH17 var skotin niður. Þrátt fyrir það voru flugfélög ekki vöruð við yfirvofandi hættu. 27. apríl 2015 20:22 Rússar beita neitunarvaldi gegn því að sérstökum MH17-dómstól verði komið á Ellefu af þeim fimmtán ríkjum sem eiga nú sæti í öryggisráðinu greiddu atkvæði með tillögu stjórnvalda í Malasíu, Ástralíu, Hollands, Belgíu og Úkraínu. 29. júlí 2015 21:29 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira
Það er niðurstaða hollenskrar rannsóknarnefndar að flugvél Malaysian Airlines sem var skotin niður yfir Úkraínu í júlí 2014 hafi verið skotin niður af BUK-eldflaug. Kerfið er framleitt í Rússlandi en bæði rússneski og úkraínski herinn búa yfir slíkum eldflaugum. Horfa má á kynningu hollensku rannsóknarnefndarinnar hér fyrir neðan. Boeing flugvél Malaysian Airlines var á leið til Kuala Lumpur frá Amsterdam þegar hún var skotin niður yfir Úkraínu. Allir um borð, 298, létust samstundis þegar BUK-eldflaug hæfði vélinna. Mikil vinna fór í því að flytja flak vélarinnar aftur til Hollands til rannsóknar en hluti vélarinnar var endurskapaður fyrir rannsóknarnefndina. Það er niðurstaða nefndarinnar að að eldflaugin hafi hæft vélina við stjórnklefa hennar og við höggið hafi flugvélin brotnað í sundur. Brak vélarinnar dreifðist um 50 ferkílómetra svæði.Gagnrýna skeytingarleysi flugfélaga Nefndin rannsakaði einnig hvaðan eldflauginni hefði verið skotið og gat hún reiknað út 320 ferkílómetra svæði þaðan sem eldflauginni hefði getað verið skotið. Þessum upplýsingum var komið til rússneskra og úkraínskra yfirvalda sem reiknuðu sjálf út hvaðan eldflaugin hefði komið líkt en þau hafa deilt um hver beri ábyrgð á eldflaugaárásinni. Hollenska rannsóknarnefndin segir einnig að að úkraínsk yfirvöld hafi átt að vera búinn loka lofthelgi Úkraínu vegna átakanna sem þar áttu sér stað. Segir í skýrslunni að enginn, hvorki úkraínsk yfirvöld né flugfélög, hafi gert sér grein fyrir áhættunni sem fólst í því að fljúga yfir Úkraínu á þessum tíma þegar hörð átök áttu sér stað á milli uppreisnarmanna og úkraínska stjórnarhersins. Þrjár flugvélar voru á sama svæði og flug Malaysian Airlines þegar hún var skotin niður og um 160 flug flugu yfir svæðið eftir að MH17 var skotin niður.Kynning hollensku rannsóknarnefndarinnar
MH17 Tengdar fréttir Brot úr „rússnesku eldflaugakerfi“ finnast þar sem MH17 brotlenti Hópurinn sem rannsakar málið segir mögulegt að brotin séu úr rússnesku Buk-eldflaugakerfi. 11. ágúst 2015 12:51 Rannsóknarskýrsla um MH17 segir aðskilnaðarsinna ábyrga Alls fórust 298 manns með flugferð MH17 fyrir tæpu ári síðan. 15. júlí 2015 23:52 Birta myndband af braki MH17 fljótlega eftir að henni var grandað Á myndbandinu má sjá hvernig aðskilnaðarsinnar gera sér grein fyrir að farþegavél hafi verið skotin niður. 17. júlí 2015 09:56 Vissu um hættur þess að fljúga yfir svæðið Þýskum stjórnvöldum var gert vart við hættur þess að fljúga yfir austurhluta Úkraínu í júlí í fyrra, áður en malasíska farþegaþotan MH17 var skotin niður. Þrátt fyrir það voru flugfélög ekki vöruð við yfirvofandi hættu. 27. apríl 2015 20:22 Rússar beita neitunarvaldi gegn því að sérstökum MH17-dómstól verði komið á Ellefu af þeim fimmtán ríkjum sem eiga nú sæti í öryggisráðinu greiddu atkvæði með tillögu stjórnvalda í Malasíu, Ástralíu, Hollands, Belgíu og Úkraínu. 29. júlí 2015 21:29 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira
Brot úr „rússnesku eldflaugakerfi“ finnast þar sem MH17 brotlenti Hópurinn sem rannsakar málið segir mögulegt að brotin séu úr rússnesku Buk-eldflaugakerfi. 11. ágúst 2015 12:51
Rannsóknarskýrsla um MH17 segir aðskilnaðarsinna ábyrga Alls fórust 298 manns með flugferð MH17 fyrir tæpu ári síðan. 15. júlí 2015 23:52
Birta myndband af braki MH17 fljótlega eftir að henni var grandað Á myndbandinu má sjá hvernig aðskilnaðarsinnar gera sér grein fyrir að farþegavél hafi verið skotin niður. 17. júlí 2015 09:56
Vissu um hættur þess að fljúga yfir svæðið Þýskum stjórnvöldum var gert vart við hættur þess að fljúga yfir austurhluta Úkraínu í júlí í fyrra, áður en malasíska farþegaþotan MH17 var skotin niður. Þrátt fyrir það voru flugfélög ekki vöruð við yfirvofandi hættu. 27. apríl 2015 20:22
Rússar beita neitunarvaldi gegn því að sérstökum MH17-dómstól verði komið á Ellefu af þeim fimmtán ríkjum sem eiga nú sæti í öryggisráðinu greiddu atkvæði með tillögu stjórnvalda í Malasíu, Ástralíu, Hollands, Belgíu og Úkraínu. 29. júlí 2015 21:29