Þúsundir Sýrlendinga á flótta undan sókn Assad Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2015 13:00 Al-Zoabi segir þorp á svæðinu vera tóm. Vísir/afp Minnst 70 þúsund Sýrlendingar hafa nú flúið heimili sín undan sókn stjórnarhers Sýrlands og bandamanna þeirra. Flestir flúðu þeir frá svæðum suður af borginni Aleppo á síðustu þremur dögum. Aðgerðarsinninn og læknirinn Zaidoun al-Zoabi, segir að nokkur þorp sem hann heimsótti á svæðinu sé tóm. Í samtali við breska ríkisútvarpið segist hann hafa mætt þúsundum sem væru á vergangi, án skjóls og stuðnings. Þar að auki hafa myndir af fjölda manns á flótta birst á samfélagsmiðlum frá Sýrlandi.نزوح نحو 75 ألف مدني من ريف حلب الجنوبي منذ بدء هجوم قوات نظام الأسد، بغطاء جوي من الطائرات الروسية يوم السبت الماضي pic.twitter.com/yBbR78T3z7— الائتلاف الوطني (@SyrianCoalition) October 19, 2015 Undanfarin misseri hefur stjórnarher Sýrlands, auk vígamanna Hezbollah og íranskra hermanna, gert minnst fjórar gagnsóknir gegn uppreisnarhópum og vígahópum í norðvesturhluta Sýrlands. Sóknir þeirra eru studdar af loftárásum Rússa. Þá gerði Íslamska ríkið einnig sókn gegn uppreisnarhópunum og tóku vígamenn samtakanna þó nokkur þorp í norðurhluta Sýrlands. Áður en loftárásir Rússa hófust í síðasta mánuði höfðu uppreisnarhóparnir sótt fram inn á yfirráðasvæði Bashar al-Assad, forseta Sýrlands.Ný vopn Uppreisnarmenn úr hópnum Free Syrian Army sögðu Reuters fréttaveitunni að þeir hefðu nýlega fengið ný vopn frá Bandaríkjunum. Þar á meðal eru sérstök flugskeyti sem notuð eru til að granda skriðdrekum. Þrátt fyrir nýju vopnin hafa uppreisnarmennirnir ekki getað stöðvað sóknina gegn þeim. Hér að neðan má sjá kort yfir stöðu mála í Sýrlandi sem unnið er af greinendum Institute for United Conflict Analysts. Kortið er unnið upp úr ýmsum gögnum eins og fjölmiðlum, yfirlýsingum stríðandi fylkinga og samfélagsmiðlum. Einnig er hægt að sjá kort hér, sem unnið er af Institute for the Study of War. Þar má einnig sjá yfirlit yfir loftárásir Rússlands og Bandaríkjanna. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Undirbúa sókn í Aleppo Sýrlenski herinn, Hezbollah og íranskir hermenn, studdir af loftárásum Rússa ætla að reka uppreisnarmenn úr borginni. 13. október 2015 22:35 Fundað um flóttamannamál í Brussel Leiðtogar Evrópusambandsríkja ætla að hittast á fundi í Brussel í dag til þess að ræða flóttamannavandann í álfunni og verður Tyrkland í brennidepli á fundinum. Um 600 þúsund flóttamenn hafa komið til ESB það sem af er ári og fóru flestir þeirra í gegnum Tyrkland að því er fram kemur í frétt um málið hjá BBC. 15. október 2015 08:02 Ræða öryggismáli í lofti yfir Sýrlandi Herflugvélar Rússa og Bandaríkjamanna komust í nágvígi um helgina. 14. október 2015 07:08 Hafa útvegað uppreisnarmönnum 45 tonn af skotfærum Bandaríkin eru hætt þjálfun uppreisnarmanna í Sýrlandi og ætla þess í stað að veita þeim vopn. 12. október 2015 19:45 Sýrlandsher sækir hart að uppreisnarmönnum Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur með aðstoð rússneskra flugsveita náð umtalsverðu landsvæði af uppreisnarmönnum á undanförnum dögum. 12. október 2015 11:15 Pútín vill að Bandaríkjamenn taki þátt í að styrkja stjórn Assads Sýrlandsforseta Forseti Rússlands ítrekar að tilgangur loftárása í Sýrlandi sé að styrkja stjórn forseta landsins. Hann viðurkennir jafnframt að aukin áhersla Rússa á hernað og varnarmál eigi að hjálpa til við að knýja hjól rússnesks efnahagslífs 13. október 2015 07:00 Skutu niður dróna í lofthelgi Tyrkja Tyrkneskar herþotur skutu niður ómerktan dróna í lofthelgi Tyrkja nærri Sýrlandi um hádegisbilið í dag. Ekki liggur fyrir á hvers vegum dróninn var. 16. október 2015 14:22 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Minnst 70 þúsund Sýrlendingar hafa nú flúið heimili sín undan sókn stjórnarhers Sýrlands og bandamanna þeirra. Flestir flúðu þeir frá svæðum suður af borginni Aleppo á síðustu þremur dögum. Aðgerðarsinninn og læknirinn Zaidoun al-Zoabi, segir að nokkur þorp sem hann heimsótti á svæðinu sé tóm. Í samtali við breska ríkisútvarpið segist hann hafa mætt þúsundum sem væru á vergangi, án skjóls og stuðnings. Þar að auki hafa myndir af fjölda manns á flótta birst á samfélagsmiðlum frá Sýrlandi.نزوح نحو 75 ألف مدني من ريف حلب الجنوبي منذ بدء هجوم قوات نظام الأسد، بغطاء جوي من الطائرات الروسية يوم السبت الماضي pic.twitter.com/yBbR78T3z7— الائتلاف الوطني (@SyrianCoalition) October 19, 2015 Undanfarin misseri hefur stjórnarher Sýrlands, auk vígamanna Hezbollah og íranskra hermanna, gert minnst fjórar gagnsóknir gegn uppreisnarhópum og vígahópum í norðvesturhluta Sýrlands. Sóknir þeirra eru studdar af loftárásum Rússa. Þá gerði Íslamska ríkið einnig sókn gegn uppreisnarhópunum og tóku vígamenn samtakanna þó nokkur þorp í norðurhluta Sýrlands. Áður en loftárásir Rússa hófust í síðasta mánuði höfðu uppreisnarhóparnir sótt fram inn á yfirráðasvæði Bashar al-Assad, forseta Sýrlands.Ný vopn Uppreisnarmenn úr hópnum Free Syrian Army sögðu Reuters fréttaveitunni að þeir hefðu nýlega fengið ný vopn frá Bandaríkjunum. Þar á meðal eru sérstök flugskeyti sem notuð eru til að granda skriðdrekum. Þrátt fyrir nýju vopnin hafa uppreisnarmennirnir ekki getað stöðvað sóknina gegn þeim. Hér að neðan má sjá kort yfir stöðu mála í Sýrlandi sem unnið er af greinendum Institute for United Conflict Analysts. Kortið er unnið upp úr ýmsum gögnum eins og fjölmiðlum, yfirlýsingum stríðandi fylkinga og samfélagsmiðlum. Einnig er hægt að sjá kort hér, sem unnið er af Institute for the Study of War. Þar má einnig sjá yfirlit yfir loftárásir Rússlands og Bandaríkjanna.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Undirbúa sókn í Aleppo Sýrlenski herinn, Hezbollah og íranskir hermenn, studdir af loftárásum Rússa ætla að reka uppreisnarmenn úr borginni. 13. október 2015 22:35 Fundað um flóttamannamál í Brussel Leiðtogar Evrópusambandsríkja ætla að hittast á fundi í Brussel í dag til þess að ræða flóttamannavandann í álfunni og verður Tyrkland í brennidepli á fundinum. Um 600 þúsund flóttamenn hafa komið til ESB það sem af er ári og fóru flestir þeirra í gegnum Tyrkland að því er fram kemur í frétt um málið hjá BBC. 15. október 2015 08:02 Ræða öryggismáli í lofti yfir Sýrlandi Herflugvélar Rússa og Bandaríkjamanna komust í nágvígi um helgina. 14. október 2015 07:08 Hafa útvegað uppreisnarmönnum 45 tonn af skotfærum Bandaríkin eru hætt þjálfun uppreisnarmanna í Sýrlandi og ætla þess í stað að veita þeim vopn. 12. október 2015 19:45 Sýrlandsher sækir hart að uppreisnarmönnum Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur með aðstoð rússneskra flugsveita náð umtalsverðu landsvæði af uppreisnarmönnum á undanförnum dögum. 12. október 2015 11:15 Pútín vill að Bandaríkjamenn taki þátt í að styrkja stjórn Assads Sýrlandsforseta Forseti Rússlands ítrekar að tilgangur loftárása í Sýrlandi sé að styrkja stjórn forseta landsins. Hann viðurkennir jafnframt að aukin áhersla Rússa á hernað og varnarmál eigi að hjálpa til við að knýja hjól rússnesks efnahagslífs 13. október 2015 07:00 Skutu niður dróna í lofthelgi Tyrkja Tyrkneskar herþotur skutu niður ómerktan dróna í lofthelgi Tyrkja nærri Sýrlandi um hádegisbilið í dag. Ekki liggur fyrir á hvers vegum dróninn var. 16. október 2015 14:22 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Undirbúa sókn í Aleppo Sýrlenski herinn, Hezbollah og íranskir hermenn, studdir af loftárásum Rússa ætla að reka uppreisnarmenn úr borginni. 13. október 2015 22:35
Fundað um flóttamannamál í Brussel Leiðtogar Evrópusambandsríkja ætla að hittast á fundi í Brussel í dag til þess að ræða flóttamannavandann í álfunni og verður Tyrkland í brennidepli á fundinum. Um 600 þúsund flóttamenn hafa komið til ESB það sem af er ári og fóru flestir þeirra í gegnum Tyrkland að því er fram kemur í frétt um málið hjá BBC. 15. október 2015 08:02
Ræða öryggismáli í lofti yfir Sýrlandi Herflugvélar Rússa og Bandaríkjamanna komust í nágvígi um helgina. 14. október 2015 07:08
Hafa útvegað uppreisnarmönnum 45 tonn af skotfærum Bandaríkin eru hætt þjálfun uppreisnarmanna í Sýrlandi og ætla þess í stað að veita þeim vopn. 12. október 2015 19:45
Sýrlandsher sækir hart að uppreisnarmönnum Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur með aðstoð rússneskra flugsveita náð umtalsverðu landsvæði af uppreisnarmönnum á undanförnum dögum. 12. október 2015 11:15
Pútín vill að Bandaríkjamenn taki þátt í að styrkja stjórn Assads Sýrlandsforseta Forseti Rússlands ítrekar að tilgangur loftárása í Sýrlandi sé að styrkja stjórn forseta landsins. Hann viðurkennir jafnframt að aukin áhersla Rússa á hernað og varnarmál eigi að hjálpa til við að knýja hjól rússnesks efnahagslífs 13. október 2015 07:00
Skutu niður dróna í lofthelgi Tyrkja Tyrkneskar herþotur skutu niður ómerktan dróna í lofthelgi Tyrkja nærri Sýrlandi um hádegisbilið í dag. Ekki liggur fyrir á hvers vegum dróninn var. 16. október 2015 14:22