Ekki hægt að taka út meiri launahækkanir umfram framleiðniaukningu Birgir Olgeirsson skrifar 19. október 2015 15:42 Bjarni Benediktsson. vísir/pjetur Íslendingar geta ekki tekið út meiri launahækkanir en framleiðniaukning í landinu segir til um. Unnið er að því að koma með lausn á þeim kjaradeilum sem standa yfir á milli ríkisins og SFR í þessum töluðum orðum sem mun vonandi leiða til nýs vinnumarkaðslíkans. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag þegar Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði hvernig stæði á því að allar viðræður ríkisins, sem fjármálaráðherra ber ábyrgð á, við aðila á vinnumarkaðnum enda í hnút. Svandís benti á að verkfall félagsmanna SFR, sem nú stendur yfir, sé fjórða verkfallið á einu ári. Félagsmenn SFR hafa verið samningslausir á sjötta mánuð og sagði Svandís að þeir færu fram á sambærilegar kjarabætur og aðrar hærri launaðar stéttir hafa fengið. Spurði Svandís hvort krafa félagsmanna SFR væri ekki sanngjörn, að fara fram á sömu kjarabætur og gerðardómur kvað um í kjaradeilu BHM við ríkið.Svandís Svavarsdóttir, formaður þingflokks VG.Bjarni sagðist vilja meina að Íslendingar hefðu aldrei verið nær því að gera breytingar á vinnumarkaðslíkaninu. Á meðan þessi umræða átti sér stað á Alþingi fór fram samningafundur á milli ríkisins og SFR og sagði Bjarni því samtalið vera lifandi og vonaðist hann til að það bæri ávöxt. Hann sagðist vera orðinn talsvert leiður á því að þessum kjaradeilum væri ávallt stillt upp með jafn einföldum hætti. Hann hafi heyrt sömu rullu í læknaverkfallinu, kennaradeilunni og þegar verkfall hjúkrunarfræðinga stóð yfir. Hann sagði að á sama tíma hækkaði Seðlabankinn vexti og að útreikningar sýndu að með þessum hækkunum væru Íslendingar að sigla inn í skeið verðbólgu og hærri vaxta. Hann sagði Íslendinga þurfa að lúta sömu lögmálum og aðrir. Ekki væri hægt að taka út meiri launahækkanir umfram framleiðniaukningu. Hann sagði að unnið væri að lausn í málinu og vonandi myndir nást úr því samtali nýtt vinnumarkaðslíkan. Svandís steig aftur í pontu og spurði ráðherra hvort honum þætti eðlilegt að halda þessum stéttum niðri sem nú eru í kjaraviðræðum. Spurði hún aftur hvort það væri ósanngjarnt að fá jafn miklar hækkanir og í gerðardómi. Bjarni sagði þetta vera sögu deilna á vinnumarkaði, hvers vegna fá ekki allir jafn mikla hækkun og sá sem mest fékk. Þetta sé ástæðan fyrir því að aðilir komi sundraðir að samningaborðinu. „Með því að taka skurðstofur í gíslingu, lama samgöngur til og frá landinu, lama starfsemi mikilvægra stofnanna,“ sagði Bjarni sem sagði ekki þurfa að leita að dæmum í nútímanum því þetta væri saga kjaradeilna undanfarna áratugi á Íslandi. Bjarni sagðist til að mynda hafa verið einn af þeim nemendum Menntaskólans í Reykjavík sem ekki útskrifuðust eftir próf vegna verkfalls og þurfti að gefa kennaraeinkunnir. „Þetta er saga vinnumarkaðarins,“ sagði Bjarni. Hann sagði viðræður í gangi og verið sé að reyna að finna lausn á þessum deilum. Alþingi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Íslendingar geta ekki tekið út meiri launahækkanir en framleiðniaukning í landinu segir til um. Unnið er að því að koma með lausn á þeim kjaradeilum sem standa yfir á milli ríkisins og SFR í þessum töluðum orðum sem mun vonandi leiða til nýs vinnumarkaðslíkans. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag þegar Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði hvernig stæði á því að allar viðræður ríkisins, sem fjármálaráðherra ber ábyrgð á, við aðila á vinnumarkaðnum enda í hnút. Svandís benti á að verkfall félagsmanna SFR, sem nú stendur yfir, sé fjórða verkfallið á einu ári. Félagsmenn SFR hafa verið samningslausir á sjötta mánuð og sagði Svandís að þeir færu fram á sambærilegar kjarabætur og aðrar hærri launaðar stéttir hafa fengið. Spurði Svandís hvort krafa félagsmanna SFR væri ekki sanngjörn, að fara fram á sömu kjarabætur og gerðardómur kvað um í kjaradeilu BHM við ríkið.Svandís Svavarsdóttir, formaður þingflokks VG.Bjarni sagðist vilja meina að Íslendingar hefðu aldrei verið nær því að gera breytingar á vinnumarkaðslíkaninu. Á meðan þessi umræða átti sér stað á Alþingi fór fram samningafundur á milli ríkisins og SFR og sagði Bjarni því samtalið vera lifandi og vonaðist hann til að það bæri ávöxt. Hann sagðist vera orðinn talsvert leiður á því að þessum kjaradeilum væri ávallt stillt upp með jafn einföldum hætti. Hann hafi heyrt sömu rullu í læknaverkfallinu, kennaradeilunni og þegar verkfall hjúkrunarfræðinga stóð yfir. Hann sagði að á sama tíma hækkaði Seðlabankinn vexti og að útreikningar sýndu að með þessum hækkunum væru Íslendingar að sigla inn í skeið verðbólgu og hærri vaxta. Hann sagði Íslendinga þurfa að lúta sömu lögmálum og aðrir. Ekki væri hægt að taka út meiri launahækkanir umfram framleiðniaukningu. Hann sagði að unnið væri að lausn í málinu og vonandi myndir nást úr því samtali nýtt vinnumarkaðslíkan. Svandís steig aftur í pontu og spurði ráðherra hvort honum þætti eðlilegt að halda þessum stéttum niðri sem nú eru í kjaraviðræðum. Spurði hún aftur hvort það væri ósanngjarnt að fá jafn miklar hækkanir og í gerðardómi. Bjarni sagði þetta vera sögu deilna á vinnumarkaði, hvers vegna fá ekki allir jafn mikla hækkun og sá sem mest fékk. Þetta sé ástæðan fyrir því að aðilir komi sundraðir að samningaborðinu. „Með því að taka skurðstofur í gíslingu, lama samgöngur til og frá landinu, lama starfsemi mikilvægra stofnanna,“ sagði Bjarni sem sagði ekki þurfa að leita að dæmum í nútímanum því þetta væri saga kjaradeilna undanfarna áratugi á Íslandi. Bjarni sagðist til að mynda hafa verið einn af þeim nemendum Menntaskólans í Reykjavík sem ekki útskrifuðust eftir próf vegna verkfalls og þurfti að gefa kennaraeinkunnir. „Þetta er saga vinnumarkaðarins,“ sagði Bjarni. Hann sagði viðræður í gangi og verið sé að reyna að finna lausn á þessum deilum.
Alþingi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira