Taylor Swift bölvunin í bandaríska hafnarboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2015 23:30 Vísir/EPA Þrjú bandarísk hafnarboltafélög í MLB-deildinni hafa verið í tómu tjóni eftir heimsókn frá einni vinsælustu tónlistakonu heimsins í dag og það þykir ekki boða gott að fá þessa stóru poppstjörnu í heimsókn til sín. Taylor Alison Swift hefur verið að fylgja eftir 1989-plötunni með tónleikaröð um öll Bandaríkin og þrír af tónleikunum hafa fram á heimavöllum bandarískra hafnarboltaliða. Sigurhlutfall þessa þriggja liða, Houston Astros, Washington Nationals og San Diego Padres, hefur hrunið eftir að Swift fyllti heimavöll þeirra. D'Arcy Maine á ESPN skrifaði um Taylor Swift bölvunina í bandaríska hafnarboltanum og naut þar hjálpar Mackenzie Kraemer og tölfræðinganna á ESPN. Í lok júlí færði Houston Astros tónleika Taylor Swift frá 13. október til 9. september ef svo skyldi fara að liðið kæmist í úrslitakeppnina. Þá leit þetta vel út en ekki lengur. Astros-liðið hefur aðeins unnið 7 af síðustu 18 leikjum sínum þar af tapaði liðið 7 af fyrstu 8 leikjum sínum eftir tónleikanna. Tveimur dögum eftir tónleika Swift á heimavelli Washington Nationals fór rafmagnið af Nationals Park leikvanginum og það varð að fresta leik liðsins. Nationals var efst í sínum riðli þegar Swift fyllti leikvanginn en hefur síðan varla unnið leik og á ekki lengur möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. San Diego Padres hafa ennfremur tapað 17 af 28 leikjum sínum síðan að Taylor Swift hélt tónleika á heimavelli þeirra Petco Park 29. ágúst síðastliðinn. Eitt lið enn getur farið að búa sig undir bölvunina því Taylor Swift heldur tónleika á heimavelli Toronto Blue Jays um helgina. Blue Jays liðið er búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en menn þar á bæ geta farið að búa sig undir að fara snemma í frí. Aðrar íþróttir Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Sjá meira
Þrjú bandarísk hafnarboltafélög í MLB-deildinni hafa verið í tómu tjóni eftir heimsókn frá einni vinsælustu tónlistakonu heimsins í dag og það þykir ekki boða gott að fá þessa stóru poppstjörnu í heimsókn til sín. Taylor Alison Swift hefur verið að fylgja eftir 1989-plötunni með tónleikaröð um öll Bandaríkin og þrír af tónleikunum hafa fram á heimavöllum bandarískra hafnarboltaliða. Sigurhlutfall þessa þriggja liða, Houston Astros, Washington Nationals og San Diego Padres, hefur hrunið eftir að Swift fyllti heimavöll þeirra. D'Arcy Maine á ESPN skrifaði um Taylor Swift bölvunina í bandaríska hafnarboltanum og naut þar hjálpar Mackenzie Kraemer og tölfræðinganna á ESPN. Í lok júlí færði Houston Astros tónleika Taylor Swift frá 13. október til 9. september ef svo skyldi fara að liðið kæmist í úrslitakeppnina. Þá leit þetta vel út en ekki lengur. Astros-liðið hefur aðeins unnið 7 af síðustu 18 leikjum sínum þar af tapaði liðið 7 af fyrstu 8 leikjum sínum eftir tónleikanna. Tveimur dögum eftir tónleika Swift á heimavelli Washington Nationals fór rafmagnið af Nationals Park leikvanginum og það varð að fresta leik liðsins. Nationals var efst í sínum riðli þegar Swift fyllti leikvanginn en hefur síðan varla unnið leik og á ekki lengur möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. San Diego Padres hafa ennfremur tapað 17 af 28 leikjum sínum síðan að Taylor Swift hélt tónleika á heimavelli þeirra Petco Park 29. ágúst síðastliðinn. Eitt lið enn getur farið að búa sig undir bölvunina því Taylor Swift heldur tónleika á heimavelli Toronto Blue Jays um helgina. Blue Jays liðið er búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en menn þar á bæ geta farið að búa sig undir að fara snemma í frí.
Aðrar íþróttir Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Sjá meira