Slæmar fréttir ef hlaup af þessari stærð verða venjan Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Jóhann Óli Eiðsson skrifa 2. október 2015 12:35 „Það eru ekki góðar fréttir ef ketillinn ætlar að taka upp á því að hlaupa sjaldnar og af meiri krafti í hvert skipti,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði. Í sextíu ár, eða frá 1955, hefur komið hlaup í Skaftá úr Eystri-Skaftárkatli, á eins til þriggja ára fresti. Venjulega er rennslið í ánni á bilinu 50-100 rúmmetrar á sekúndu en nú er það komið yfir 2200 metra rúmmetra á sekúndu. Síðasta hlaup var hins vegar árið 2010 eða fyrir fimm árum. Magnús Tumi hefur enga skýringu á hvernig standi á því.„Það hafa verið gerðar miklar mælingar þarna og fylgst með sigi ketilsins en þær skýra ekki hvers vegna hlaupið er svona miklu kröftugra en áður eða hví það kemur svona hratt niður. Hefur ketillinn víkkað eða breikkað? Það er eitthvað sem við verðum að skoða,“ segir Magnús Tumi. Flóðtoppurinn við Sveinstind hefur gengið niður en hlaupið hefur ekki enn náð hámarki sínu í byggð. Gert er ráð fyrir því að það gerist síðar í dag. Grannt er fylgst með samgöngumannvirkjum á svæðinu en einhverjir jarðeigendur á svæðinu hafa fylgst með ræktarlandi sínu og girðingum hverfa undir vatn með tilheyrandi skemmdum. Þessi hluti Suðurlandsins, frá Mýrdalssandi og austur á Skeiðarársand, er sá hluti landsins þar sem landbreytingar eru hvað hraðastar. Mörg af stærstu hraunum landsins hafa runnið á svæðinu og má þar nefna Eldgjárgosið frá árinu 934 og Skaftáreldahraunið á árunum 1783-84. Ekki hamfarahlaup samanborið við hlaup úr öðrum ám „Það sem gerist þegar það gýs er að hraunin fylla farveg árinnar og hún þarf að renna á nýjum stað. Það fylgir mikill aur og sandur með hlaupunum þannig að smám saman fyllir hún í hraunið og breytir því í sand,“ segir Magnús Tumi. Hann segir einnig að það sé síðan mannanna að ákveða að hve miklu leyti við viljum reyna að sporna við þróuninni með byggingu ýmissa mannvirkja á borð við varnargarða. Náttúran sé alltaf að vinna á landinu og þetta sé í raun eilífðarverkefni. Núverandi form á hlaupunum hófst, líkt og áður segir, árið 1955 en áður höfðu þau viðkomu í Langasjó. Langisjór virkaði því sem hálfgerður dempari á hlaupin og kom í veg fyrir að þau færu fram með jafnmiklum krafti og nú. Það breyttist hins vegar í kjölfar hops Vantajökuls. „Þetta er ekki hamfarahlaup ef við berum það saman við Skeiðarárhlaup til dæmis. Þetta teldist lítið Skeiðarárhlaup, að ég tali nú ekki um Kötluhlaup. Munurinn hér er hins vegar sá að þau hlaup eru fyrir löngu búin að útbúa sinn farveg,“ segir Magnús Tumi. „En þetta getur hins vegar verið vandamál þrátt fyrir það ef hlaupin halda áfram að vera svona snörp og stór.“ Hlaup í Skaftá 2015 Tengdar fréttir Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00 Ýtarleg umfjöllun Stöðvar 2: Stefnir í stærsta Skaftárhlaup frá upphafi mælinga Kristján Már Unnarsson fylgdist með ógnarkrafti Skaftárhlaupsins og tók stöðuna á bændum í nágrenni Skaftár. 1. október 2015 21:15 Vatnamælingamenn flúðu úr skála við Sveinstind Gistu í tjaldi sem þeir slógu upp fjær ánni. 2. október 2015 08:08 Kálakrar farnir undir vatn og gróið land rofnar Ógnarstórt Skaftárhlaup hefur ekki enn náð hámarki sínu í byggð en hefur þegar valdið miklu tjóni. 2. október 2015 10:51 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
„Það eru ekki góðar fréttir ef ketillinn ætlar að taka upp á því að hlaupa sjaldnar og af meiri krafti í hvert skipti,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði. Í sextíu ár, eða frá 1955, hefur komið hlaup í Skaftá úr Eystri-Skaftárkatli, á eins til þriggja ára fresti. Venjulega er rennslið í ánni á bilinu 50-100 rúmmetrar á sekúndu en nú er það komið yfir 2200 metra rúmmetra á sekúndu. Síðasta hlaup var hins vegar árið 2010 eða fyrir fimm árum. Magnús Tumi hefur enga skýringu á hvernig standi á því.„Það hafa verið gerðar miklar mælingar þarna og fylgst með sigi ketilsins en þær skýra ekki hvers vegna hlaupið er svona miklu kröftugra en áður eða hví það kemur svona hratt niður. Hefur ketillinn víkkað eða breikkað? Það er eitthvað sem við verðum að skoða,“ segir Magnús Tumi. Flóðtoppurinn við Sveinstind hefur gengið niður en hlaupið hefur ekki enn náð hámarki sínu í byggð. Gert er ráð fyrir því að það gerist síðar í dag. Grannt er fylgst með samgöngumannvirkjum á svæðinu en einhverjir jarðeigendur á svæðinu hafa fylgst með ræktarlandi sínu og girðingum hverfa undir vatn með tilheyrandi skemmdum. Þessi hluti Suðurlandsins, frá Mýrdalssandi og austur á Skeiðarársand, er sá hluti landsins þar sem landbreytingar eru hvað hraðastar. Mörg af stærstu hraunum landsins hafa runnið á svæðinu og má þar nefna Eldgjárgosið frá árinu 934 og Skaftáreldahraunið á árunum 1783-84. Ekki hamfarahlaup samanborið við hlaup úr öðrum ám „Það sem gerist þegar það gýs er að hraunin fylla farveg árinnar og hún þarf að renna á nýjum stað. Það fylgir mikill aur og sandur með hlaupunum þannig að smám saman fyllir hún í hraunið og breytir því í sand,“ segir Magnús Tumi. Hann segir einnig að það sé síðan mannanna að ákveða að hve miklu leyti við viljum reyna að sporna við þróuninni með byggingu ýmissa mannvirkja á borð við varnargarða. Náttúran sé alltaf að vinna á landinu og þetta sé í raun eilífðarverkefni. Núverandi form á hlaupunum hófst, líkt og áður segir, árið 1955 en áður höfðu þau viðkomu í Langasjó. Langisjór virkaði því sem hálfgerður dempari á hlaupin og kom í veg fyrir að þau færu fram með jafnmiklum krafti og nú. Það breyttist hins vegar í kjölfar hops Vantajökuls. „Þetta er ekki hamfarahlaup ef við berum það saman við Skeiðarárhlaup til dæmis. Þetta teldist lítið Skeiðarárhlaup, að ég tali nú ekki um Kötluhlaup. Munurinn hér er hins vegar sá að þau hlaup eru fyrir löngu búin að útbúa sinn farveg,“ segir Magnús Tumi. „En þetta getur hins vegar verið vandamál þrátt fyrir það ef hlaupin halda áfram að vera svona snörp og stór.“
Hlaup í Skaftá 2015 Tengdar fréttir Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00 Ýtarleg umfjöllun Stöðvar 2: Stefnir í stærsta Skaftárhlaup frá upphafi mælinga Kristján Már Unnarsson fylgdist með ógnarkrafti Skaftárhlaupsins og tók stöðuna á bændum í nágrenni Skaftár. 1. október 2015 21:15 Vatnamælingamenn flúðu úr skála við Sveinstind Gistu í tjaldi sem þeir slógu upp fjær ánni. 2. október 2015 08:08 Kálakrar farnir undir vatn og gróið land rofnar Ógnarstórt Skaftárhlaup hefur ekki enn náð hámarki sínu í byggð en hefur þegar valdið miklu tjóni. 2. október 2015 10:51 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00
Ýtarleg umfjöllun Stöðvar 2: Stefnir í stærsta Skaftárhlaup frá upphafi mælinga Kristján Már Unnarsson fylgdist með ógnarkrafti Skaftárhlaupsins og tók stöðuna á bændum í nágrenni Skaftár. 1. október 2015 21:15
Vatnamælingamenn flúðu úr skála við Sveinstind Gistu í tjaldi sem þeir slógu upp fjær ánni. 2. október 2015 08:08
Kálakrar farnir undir vatn og gróið land rofnar Ógnarstórt Skaftárhlaup hefur ekki enn náð hámarki sínu í byggð en hefur þegar valdið miklu tjóni. 2. október 2015 10:51