Íslenski boltinn

Oliver efnilegastur að mati Pepsi-markanna

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Oliver í baráttunni gegn Atla Guðnasyni á dögunum.
Oliver í baráttunni gegn Atla Guðnasyni á dögunum. Vísir/Anton
Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, var í kvöld valinn besti ungi leikmaður Pepsi-deildarinnar á nýafstöðnu tímabili af sérfræðingum Pepsi-markanna en greint var frá þessu í sérstökum uppgjörsþætti sem stendur yfir þessa stundina.

Oliver missti af fyrstu tveimur leikjum tímabilsins en hefur leikið 19 leiki á tímabilinu og skorað í þeim tvö mörk, bæði úr aukaspyrnum.

Oliver var hluti af liði Breiðabliks sem lenti í 2. sæti Pepsi-deildarinnar en Oliver hefur verið einn öflugasti leikmaðurinn í liði Blika sem fékk aðeins 13 mörk á sig á tímabilinu.

Greint var frá því á dögunum að skosk, þýsk og lið á Norðurlöndunum hefðu áhuga á Oliveri sem sneri aftur til Íslands fyrir ári síðan frá AGF í Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×