Um er að ræða lítið tveggja hjóla tæki sem er knúið áfram á rafmagni. Í nýju myndbandi sem birt hefur verið á YouTube má sjá hóp stráka sýna listir sínar á hjólinu og dansa þeir við lagið What Do You Mean? með Justin Bieber.
Myndbandið er framleitt af David Moore en þegar þessi frétt er skrifuð hafa 1,5 milljónir manna horft á það á YouTube.
Myndbandið má sjá hér að neðan.