Jöklabreytingar ógna brú á hringveginum Kristján Már Unnarsson skrifar 6. október 2015 22:15 Bændur í Álftaveri óttast að brúna yfir Skálm á Mýrdalssandi geti tekið af. Áin hefur margfaldast eftir að kvíslar úr öðrum ám tóku að renna í hana. Áin Skálm við Álftaver hefur þar til í sumar þótt tiltölulega meinlítil bergvatnsá. En núna er hún gjörbreytt, búin að tvö- til þrefaldast að stærð og orðin leirbrúnt jökulfljót. Skálm hefur í vatnavöxtum síðustu daga náð uppundir brúarbitana.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Skýringanna er þó hvorki að leita til Skaftárhlaups né vatnavaxta síðustu daga heldur til breytinga við rætur Mýrdalsjökuls. Kvíslar undan jöklinum sem áður runnu í Múlakvísl og Leirá renna nú um farveg Skálmar. Bændum í Álftaveri lýst ekki á blikuna. „Hún brýtur óhemjulega mikið land, bæði hérna ofan vegar og eins er hún að hlaða undir sig hérna neðan vegar líka sem veldur því að það hækkar á þeim varnargörðum sem þó eru fyrir og verja byggðina,“ segir Jóhannes Gissurarson, bóndi á Herjólfsstöðum, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Breytingar við austurjaðar Mýrdalsjökuls valda því að kvíslar úr Múlakvísl og Leirá renna nú í Skálm.Grafík/Tótla. Mestar áhyggjur eru þó af sjálfri Skálmarbrú, sem er á hringveginum, en það er eina samgönguleiðin um héraðið. „Það óneitanlega veldur áhyggjum ef brúna tekur af,“ segir Jóhannes. Raunar má þegar sjá dæmi um skemmdir því við eystri brúarsporðinn hefur áin rofið úr fyllingu í vatnavöxtum síðustu daga. Áin Skálm hefur breyst úr meinlítilli bergvatnsá í stærðar jökulfljót.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Múlakvísl er raunar fræg fyrir það að ryðja af sér brúm, síðast fyrir fjórum árum. En er hægt að grípa til varna? „Varðandi Múlakvíslina er í sjálfu sér ekkert að gera. Við ráðum því ekkert hvaðan hún kemur undan jökli,“ svarar Jóhannes. Hann telur annað gilda um Leirá. Henni megi verjast, segir hann, og hvetur til aðgerða. „Maður verður að vona að það verði brugðist við því áður en illa fer. Það hlýtur jú að vera hægara að byggja varnargarða heldur en byggja nýja brú.“ Hlaup í Skaftá Almannavarnir Tengdar fréttir Lega Skaftár talsvert breytt eftir hlaupið Á sumum stöðum hafa sjö til átta metrar af jarðvegi horfið með vatnsflaumnum. 5. október 2015 20:11 Óljóst hvort bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt Bóndi á svæðinu furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu eigi ekki við um jökulhlaup. 5. október 2015 11:23 Möguleiki að brúin fari í hlaupinu Óttast er að brúin yfir Eldvatn við Ása geti farið í hlaupinu í Skaftá. Henni var lokað um miðjan dag í gær vegna hættu sem skapaðist. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að verulega hafi dregið úr rennsli árinnar. Það sé þó enn mikið og því hætta á að undurstöður brúarinnar gefi sig. 4. október 2015 10:03 Hlaupið séð úr lofti - Myndir Skaftárhlaupið sem nú er í rénum er það langstærsta sem mælingar ná til frá 1955. 4. október 2015 11:49 Rennslið í Skaftá eins og í litlu hlaupi vegna mikillar úrkomu Brúin yfir Eldvatn skammt frá Ytri-Ásum stendur enn en Skaftá hefur grafið mikið undan undirstöðum hennar um helgina og landið sigið vegna hlaupsins í ánni. 5. október 2015 12:28 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Fleiri fréttir Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Sjá meira
Bændur í Álftaveri óttast að brúna yfir Skálm á Mýrdalssandi geti tekið af. Áin hefur margfaldast eftir að kvíslar úr öðrum ám tóku að renna í hana. Áin Skálm við Álftaver hefur þar til í sumar þótt tiltölulega meinlítil bergvatnsá. En núna er hún gjörbreytt, búin að tvö- til þrefaldast að stærð og orðin leirbrúnt jökulfljót. Skálm hefur í vatnavöxtum síðustu daga náð uppundir brúarbitana.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Skýringanna er þó hvorki að leita til Skaftárhlaups né vatnavaxta síðustu daga heldur til breytinga við rætur Mýrdalsjökuls. Kvíslar undan jöklinum sem áður runnu í Múlakvísl og Leirá renna nú um farveg Skálmar. Bændum í Álftaveri lýst ekki á blikuna. „Hún brýtur óhemjulega mikið land, bæði hérna ofan vegar og eins er hún að hlaða undir sig hérna neðan vegar líka sem veldur því að það hækkar á þeim varnargörðum sem þó eru fyrir og verja byggðina,“ segir Jóhannes Gissurarson, bóndi á Herjólfsstöðum, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Breytingar við austurjaðar Mýrdalsjökuls valda því að kvíslar úr Múlakvísl og Leirá renna nú í Skálm.Grafík/Tótla. Mestar áhyggjur eru þó af sjálfri Skálmarbrú, sem er á hringveginum, en það er eina samgönguleiðin um héraðið. „Það óneitanlega veldur áhyggjum ef brúna tekur af,“ segir Jóhannes. Raunar má þegar sjá dæmi um skemmdir því við eystri brúarsporðinn hefur áin rofið úr fyllingu í vatnavöxtum síðustu daga. Áin Skálm hefur breyst úr meinlítilli bergvatnsá í stærðar jökulfljót.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Múlakvísl er raunar fræg fyrir það að ryðja af sér brúm, síðast fyrir fjórum árum. En er hægt að grípa til varna? „Varðandi Múlakvíslina er í sjálfu sér ekkert að gera. Við ráðum því ekkert hvaðan hún kemur undan jökli,“ svarar Jóhannes. Hann telur annað gilda um Leirá. Henni megi verjast, segir hann, og hvetur til aðgerða. „Maður verður að vona að það verði brugðist við því áður en illa fer. Það hlýtur jú að vera hægara að byggja varnargarða heldur en byggja nýja brú.“
Hlaup í Skaftá Almannavarnir Tengdar fréttir Lega Skaftár talsvert breytt eftir hlaupið Á sumum stöðum hafa sjö til átta metrar af jarðvegi horfið með vatnsflaumnum. 5. október 2015 20:11 Óljóst hvort bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt Bóndi á svæðinu furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu eigi ekki við um jökulhlaup. 5. október 2015 11:23 Möguleiki að brúin fari í hlaupinu Óttast er að brúin yfir Eldvatn við Ása geti farið í hlaupinu í Skaftá. Henni var lokað um miðjan dag í gær vegna hættu sem skapaðist. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að verulega hafi dregið úr rennsli árinnar. Það sé þó enn mikið og því hætta á að undurstöður brúarinnar gefi sig. 4. október 2015 10:03 Hlaupið séð úr lofti - Myndir Skaftárhlaupið sem nú er í rénum er það langstærsta sem mælingar ná til frá 1955. 4. október 2015 11:49 Rennslið í Skaftá eins og í litlu hlaupi vegna mikillar úrkomu Brúin yfir Eldvatn skammt frá Ytri-Ásum stendur enn en Skaftá hefur grafið mikið undan undirstöðum hennar um helgina og landið sigið vegna hlaupsins í ánni. 5. október 2015 12:28 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Fleiri fréttir Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Sjá meira
Lega Skaftár talsvert breytt eftir hlaupið Á sumum stöðum hafa sjö til átta metrar af jarðvegi horfið með vatnsflaumnum. 5. október 2015 20:11
Óljóst hvort bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt Bóndi á svæðinu furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu eigi ekki við um jökulhlaup. 5. október 2015 11:23
Möguleiki að brúin fari í hlaupinu Óttast er að brúin yfir Eldvatn við Ása geti farið í hlaupinu í Skaftá. Henni var lokað um miðjan dag í gær vegna hættu sem skapaðist. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að verulega hafi dregið úr rennsli árinnar. Það sé þó enn mikið og því hætta á að undurstöður brúarinnar gefi sig. 4. október 2015 10:03
Hlaupið séð úr lofti - Myndir Skaftárhlaupið sem nú er í rénum er það langstærsta sem mælingar ná til frá 1955. 4. október 2015 11:49
Rennslið í Skaftá eins og í litlu hlaupi vegna mikillar úrkomu Brúin yfir Eldvatn skammt frá Ytri-Ásum stendur enn en Skaftá hefur grafið mikið undan undirstöðum hennar um helgina og landið sigið vegna hlaupsins í ánni. 5. október 2015 12:28