Þau eru talin líklegust til að hljóta Friðarverðlaun Nóbels Atli Ísleifsson skrifar 7. október 2015 13:33 Veðbankar hafa oftar en ekki rangt fyrir sér, enda hefur Nóbelsnefndin oft komið fólki í opna skjöldu. Vísir/AFP Norska Nóbelsnefndin mun greina frá hver hlýtur Friðarverðlaun Nóbels á föstudagsmorgun og að vanda hefur mikil umræða skapast um hver muni hreppa hnossið. Veðbankar hafa oftar en ekki rangt fyrir sér, enda hefur Nóbelsnefndin oft komið fólki í opna skjöldu, líkt og þegar Barack Obama, þá tiltölulega nýkjörinn Bandaríkjaforseti, hlaut verðlaunin árið 2009 og með því að veita Evrópusambandinu verðlaununum þremur árum síðar. Norsk stjórnmál koma einnig við sögu þegar kemur að því að ákveða verðlaunahafa, enda var Thorbjörn Jagland, fyrrum forsætisráðherra og formaður norska Verkamannaflokksins, hrakinn úr stóli formanns Nóbelsnefndarinnar fyrr á árinu og skipt út fyrir Kaci Kullmann Five, liðsmanni Hærgiflokksins, eftir að hægristjórn tók við völdum í Noregi árið 2013.Breska blaðið Guardian hefur tekið saman þá sem taldir eru líklegastir til að hljóta Friðarverðlaunin þetta árið.Frans páfi.Vísir/AFPFrans páfi Páfinn er talinn hafa gegnt lykilhlutverki í bættum samskiptum Kúbu og Bandaríkjanna. Barátta hans fyrir félagslegu réttlæti og aðgerðum vegna loftslagsbreytinga eru heldur ekki taldar skaða möguleika hans á að verða fyrir valinu. Hann nýtur mikillar hylli, þykir alþýðlegri en forverar sínir og túlkar kennisetningar kaþólskra víðar.John Kerry og Mohammad Javad ZarifVísir/AFPJohn Kerry og Mohammad Javad Zarif Nöfn John Kerry og Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Írans, hafa einnig verið nefnd í tengslum við líklega verðlaunahafa eftir að tveggja ára samningaviðræður milli íranskra stjórnvalda og Vesturveldana leiddu til samkomulags um kjarnorkuáætlun Írans fyrr í sumar. Fyrir nokkrum árum var álitið ómögulegt að slíkt samkomulag myndi nást á næstunni.Mussie Zerai Þessi erítreski prestur kom á laggirnar neyðarlínu ætlaða fyrir samlanda sína sem hyggja á hættuför, frá Erítreu og yfir Miðjarðarhaf til Evrópu. Hann hefur komið upp stjórnstöð sem tekur á móti símtölum frá Norður-Afríku og illa búnum bátum á Miðjarðarhafi.Angela Merkel Þýskalandskanslari.Vísir/AFPAngela Merkel Veðbankar segja margir Angelu Merkel Þýskalandskanslari líklegasta til að hljóta verðlaunin þetta árið eftir að hún opnaði landamæri Þýskalands fyrir flóttafólki frá stríðshrjáðum ríkjum í Miðausturlöndum í sumar.Victor Ochen Victor Ochen er 33 ára Úgandamaður sem hefur komið African Youth Initiative Network á laggirnar sem aðstoðar barnung fórnarlömb við að vinna úr því áfalli að hafa verið rænt af uppreisnarhópum í norðurhluta landsins.Denis Mukwege.Vísir/AFPDenis Mukwege Þessi kóngóski kvensjúkdómalæknir hefur um árabil verið til umræðu innan Nóbelsnefndarinnar. Hann hefur lengi unnið að því að aðstoða fórnarlömb nauðgana í Lýðveldinu Kongó. Hann hlaut Sakharov-verðlaun Evrópuþingsins fyrir störf sín í þágu mannréttinda á síðasta ári.Fengu verðlaunin á síðasta ári Friðarverðlaun Nóbels 2014 voru afhent Indverjanum Kailash Satyarti og pakistönsku baráttukonunni Malala Yousafzai á síðasta ári. Verðlaunin fengu þau fyrir baráttu sína fyrir menntun ungs fólks í fátækum löndum heimsins og baráttu gegn þrælkunarvinnu barna. Tengdar fréttir Sýndu að fiseindir eru ekki þyngdarlausar Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði þetta árið hljóta tveir vísindamenn, sem sýndu fram á að fiseindir geti breytt um eðlismynd og séu ekki þyngdarlausar. 7. október 2015 07:00 Lyf sem gagnast milljónum Þrír vísindamenn deila með sér Nóbelsverðlaununum í læknisfræði í ár. Verðlaunin verða afhent í Svíþjóð í desember. 6. október 2015 07:00 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Norska Nóbelsnefndin mun greina frá hver hlýtur Friðarverðlaun Nóbels á föstudagsmorgun og að vanda hefur mikil umræða skapast um hver muni hreppa hnossið. Veðbankar hafa oftar en ekki rangt fyrir sér, enda hefur Nóbelsnefndin oft komið fólki í opna skjöldu, líkt og þegar Barack Obama, þá tiltölulega nýkjörinn Bandaríkjaforseti, hlaut verðlaunin árið 2009 og með því að veita Evrópusambandinu verðlaununum þremur árum síðar. Norsk stjórnmál koma einnig við sögu þegar kemur að því að ákveða verðlaunahafa, enda var Thorbjörn Jagland, fyrrum forsætisráðherra og formaður norska Verkamannaflokksins, hrakinn úr stóli formanns Nóbelsnefndarinnar fyrr á árinu og skipt út fyrir Kaci Kullmann Five, liðsmanni Hærgiflokksins, eftir að hægristjórn tók við völdum í Noregi árið 2013.Breska blaðið Guardian hefur tekið saman þá sem taldir eru líklegastir til að hljóta Friðarverðlaunin þetta árið.Frans páfi.Vísir/AFPFrans páfi Páfinn er talinn hafa gegnt lykilhlutverki í bættum samskiptum Kúbu og Bandaríkjanna. Barátta hans fyrir félagslegu réttlæti og aðgerðum vegna loftslagsbreytinga eru heldur ekki taldar skaða möguleika hans á að verða fyrir valinu. Hann nýtur mikillar hylli, þykir alþýðlegri en forverar sínir og túlkar kennisetningar kaþólskra víðar.John Kerry og Mohammad Javad ZarifVísir/AFPJohn Kerry og Mohammad Javad Zarif Nöfn John Kerry og Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Írans, hafa einnig verið nefnd í tengslum við líklega verðlaunahafa eftir að tveggja ára samningaviðræður milli íranskra stjórnvalda og Vesturveldana leiddu til samkomulags um kjarnorkuáætlun Írans fyrr í sumar. Fyrir nokkrum árum var álitið ómögulegt að slíkt samkomulag myndi nást á næstunni.Mussie Zerai Þessi erítreski prestur kom á laggirnar neyðarlínu ætlaða fyrir samlanda sína sem hyggja á hættuför, frá Erítreu og yfir Miðjarðarhaf til Evrópu. Hann hefur komið upp stjórnstöð sem tekur á móti símtölum frá Norður-Afríku og illa búnum bátum á Miðjarðarhafi.Angela Merkel Þýskalandskanslari.Vísir/AFPAngela Merkel Veðbankar segja margir Angelu Merkel Þýskalandskanslari líklegasta til að hljóta verðlaunin þetta árið eftir að hún opnaði landamæri Þýskalands fyrir flóttafólki frá stríðshrjáðum ríkjum í Miðausturlöndum í sumar.Victor Ochen Victor Ochen er 33 ára Úgandamaður sem hefur komið African Youth Initiative Network á laggirnar sem aðstoðar barnung fórnarlömb við að vinna úr því áfalli að hafa verið rænt af uppreisnarhópum í norðurhluta landsins.Denis Mukwege.Vísir/AFPDenis Mukwege Þessi kóngóski kvensjúkdómalæknir hefur um árabil verið til umræðu innan Nóbelsnefndarinnar. Hann hefur lengi unnið að því að aðstoða fórnarlömb nauðgana í Lýðveldinu Kongó. Hann hlaut Sakharov-verðlaun Evrópuþingsins fyrir störf sín í þágu mannréttinda á síðasta ári.Fengu verðlaunin á síðasta ári Friðarverðlaun Nóbels 2014 voru afhent Indverjanum Kailash Satyarti og pakistönsku baráttukonunni Malala Yousafzai á síðasta ári. Verðlaunin fengu þau fyrir baráttu sína fyrir menntun ungs fólks í fátækum löndum heimsins og baráttu gegn þrælkunarvinnu barna.
Tengdar fréttir Sýndu að fiseindir eru ekki þyngdarlausar Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði þetta árið hljóta tveir vísindamenn, sem sýndu fram á að fiseindir geti breytt um eðlismynd og séu ekki þyngdarlausar. 7. október 2015 07:00 Lyf sem gagnast milljónum Þrír vísindamenn deila með sér Nóbelsverðlaununum í læknisfræði í ár. Verðlaunin verða afhent í Svíþjóð í desember. 6. október 2015 07:00 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Sýndu að fiseindir eru ekki þyngdarlausar Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði þetta árið hljóta tveir vísindamenn, sem sýndu fram á að fiseindir geti breytt um eðlismynd og séu ekki þyngdarlausar. 7. október 2015 07:00
Lyf sem gagnast milljónum Þrír vísindamenn deila með sér Nóbelsverðlaununum í læknisfræði í ár. Verðlaunin verða afhent í Svíþjóð í desember. 6. október 2015 07:00
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent