Þegar Jürgen Klopp kom til Íslands og vann sögulegan sigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2015 12:30 Jürgen Klopp fagnar hér sigri á Laugardalsvelli með leikmönnum sínum. Vísir/EPA Jürgen Klopp tók í dag við knattspyrnustjórastöðu Liverpool en hann tók eitt af mörgum stórum skrefum á flottum þjálfaraferli sínum á Íslandi. Jürgen Klopp vann nefnilega sögulegan sigur á Laugardalsvellinum haustið 2005 þegar Keflavík tók á móti þýska liðinu 1. FSV Mainz 05 í 2. umferð forkeppni UEFA-bikarsins.Sjá einnig:„Við með boga og örvar en Bayern með sprengjuvörpu“ | Tólf bestu ummæli Klopp Mainz vann leikinn 2-0 og fylgdi þar með eftir 2-0 sigri á heimavelli sínum tveimur vikum fyrr. Þetta var bæði fyrsti útisigur Klopp í Evrópukeppni sem og fyrsti útisigur Mainz í Evrópukeppni. Mainz hafði slegið út armenska félagið Mika Ashtarak í fyrstu umferð forkeppninnar en þá gerði liðið markalaust jafntefli í Armeníu. Jürgen Klopp var þarna á sínu fimmta tímabili með Mainz-liðið en hann hafði áður spilað með félaginu í tólf ár. Undir stjórn Klopp komst Mainz í fyrsta sinn upp í Bundesliguna og í fyrsta sinn í Evrópukeppni. Mainz datt út fyrir spænska liðinu Sevilla í næstu umferð eftir að liðið sló út Keflvíkinga en Sevilla-menn fóru síðan alla leið í úrslit keppninnar. Michael Thurk kom Mainz í 1-0 á 26. mínútu í leiknum á Laugardalsvellinum og varamaðurinn Tom Geissler innsiglaði síðan sigurinn fimm mínútum fyrir leikslok.Sjá einnig:Þetta er ástríðan sem stuðningsmenn Liverpool eiga von á frá Klopp | Myndband „Það var leiðinlegt að tapa svona. Það er ekki hægt að sætta sig við það að ná ekki skoti á markið allan leikinn. Mainz er sterkt lið en mér fannst mörkin sem liðið skoraði ódýr,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í samtali við Magnús Halldórsson, blaðamann Fréttablaðsins. Guðmundur Steinarsson var fyrirliði Keflavíkurliðsins í leiknum og með liðinu spiluðu leikmenn eins og Baldur Sigurðsson, Hólmar Örn Rúnarsson, Jónas Guðni Sævarsson, Hörður Sveinsson, Guðjón Árni Antoníusson og Guðmundur Viðar Mete. Bæði Mainz og Keflavík máttu ekki spila á sínum heimavöllum. Keflavík spilaði eins og áður sagði á Laugardalsvellinum og Mainz spilaði á Waldstadion í Frankfurt. Jürgen Klopp stýrði Mainz til ársins 2008 þegar hann tók við liði Borussia Dortmund. Hann hætti síðan með Dortmund síðasta vor og skrifaði í gær undir þriggja ára samning um að þjálfa Liverpool. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá því þegar Jürgen Klopp stýrði Mainz til sigurs í leikjum við Keflavík.Vísir/EPAKlopp fagnaði sigri með leikmönnum sínum eftir fyrri leikinn.Vísir/GettyBaldur Sigurðsson í leiknum úti.Vísir/GettyChristof Babatz skorar fyrir Mainz úr víti framhjá Ómari Jóhannssyni.Vísir/GettyKlopp eftir sigurinn í fyrri leiknum.Vísir/GettyÚr fyrri leiknum.Vísir/GettyBenjamin Auer kemur Mainz í 1-0 í fyrri leiknum.Vísir/Getty Enski boltinn Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Þetta er ástríðan sem stuðningsmenn Liverpool eiga von á frá Klopp | Myndband Fáir þjálfarar í heiminum eru jafn litríkir á hliðarlínunni og sýna jafn mikla ástríðu og Jürgen Klopp. 9. október 2015 10:15 „Við með boga og örvar en Bayern með sprengjuvörpu“ | Tólf bestu ummæli Klopp „Sá venjulegi“ hefur áður heillað á blaðamannafundum og í viðtölum með frábærum setningum. 9. október 2015 10:45 Klopp sló í gegn á blaðamannafundi | Ég er sá venjulegi Eins og búast mátti við var fyrsti blaðamannafundur Jürgen Klopp hjá Liverpool líflegur og skemmtilegur. 9. október 2015 09:42 Dortmund bætti sig fyrstu fjögur tímabilin undir stjórn Klopp Jürgen Klopp er nýr knattspyrnustjóri Liverpool en þessi fyrrum þjálfari Borussia Dortmund er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið. 9. október 2015 14:30 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira
Jürgen Klopp tók í dag við knattspyrnustjórastöðu Liverpool en hann tók eitt af mörgum stórum skrefum á flottum þjálfaraferli sínum á Íslandi. Jürgen Klopp vann nefnilega sögulegan sigur á Laugardalsvellinum haustið 2005 þegar Keflavík tók á móti þýska liðinu 1. FSV Mainz 05 í 2. umferð forkeppni UEFA-bikarsins.Sjá einnig:„Við með boga og örvar en Bayern með sprengjuvörpu“ | Tólf bestu ummæli Klopp Mainz vann leikinn 2-0 og fylgdi þar með eftir 2-0 sigri á heimavelli sínum tveimur vikum fyrr. Þetta var bæði fyrsti útisigur Klopp í Evrópukeppni sem og fyrsti útisigur Mainz í Evrópukeppni. Mainz hafði slegið út armenska félagið Mika Ashtarak í fyrstu umferð forkeppninnar en þá gerði liðið markalaust jafntefli í Armeníu. Jürgen Klopp var þarna á sínu fimmta tímabili með Mainz-liðið en hann hafði áður spilað með félaginu í tólf ár. Undir stjórn Klopp komst Mainz í fyrsta sinn upp í Bundesliguna og í fyrsta sinn í Evrópukeppni. Mainz datt út fyrir spænska liðinu Sevilla í næstu umferð eftir að liðið sló út Keflvíkinga en Sevilla-menn fóru síðan alla leið í úrslit keppninnar. Michael Thurk kom Mainz í 1-0 á 26. mínútu í leiknum á Laugardalsvellinum og varamaðurinn Tom Geissler innsiglaði síðan sigurinn fimm mínútum fyrir leikslok.Sjá einnig:Þetta er ástríðan sem stuðningsmenn Liverpool eiga von á frá Klopp | Myndband „Það var leiðinlegt að tapa svona. Það er ekki hægt að sætta sig við það að ná ekki skoti á markið allan leikinn. Mainz er sterkt lið en mér fannst mörkin sem liðið skoraði ódýr,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í samtali við Magnús Halldórsson, blaðamann Fréttablaðsins. Guðmundur Steinarsson var fyrirliði Keflavíkurliðsins í leiknum og með liðinu spiluðu leikmenn eins og Baldur Sigurðsson, Hólmar Örn Rúnarsson, Jónas Guðni Sævarsson, Hörður Sveinsson, Guðjón Árni Antoníusson og Guðmundur Viðar Mete. Bæði Mainz og Keflavík máttu ekki spila á sínum heimavöllum. Keflavík spilaði eins og áður sagði á Laugardalsvellinum og Mainz spilaði á Waldstadion í Frankfurt. Jürgen Klopp stýrði Mainz til ársins 2008 þegar hann tók við liði Borussia Dortmund. Hann hætti síðan með Dortmund síðasta vor og skrifaði í gær undir þriggja ára samning um að þjálfa Liverpool. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá því þegar Jürgen Klopp stýrði Mainz til sigurs í leikjum við Keflavík.Vísir/EPAKlopp fagnaði sigri með leikmönnum sínum eftir fyrri leikinn.Vísir/GettyBaldur Sigurðsson í leiknum úti.Vísir/GettyChristof Babatz skorar fyrir Mainz úr víti framhjá Ómari Jóhannssyni.Vísir/GettyKlopp eftir sigurinn í fyrri leiknum.Vísir/GettyÚr fyrri leiknum.Vísir/GettyBenjamin Auer kemur Mainz í 1-0 í fyrri leiknum.Vísir/Getty
Enski boltinn Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Þetta er ástríðan sem stuðningsmenn Liverpool eiga von á frá Klopp | Myndband Fáir þjálfarar í heiminum eru jafn litríkir á hliðarlínunni og sýna jafn mikla ástríðu og Jürgen Klopp. 9. október 2015 10:15 „Við með boga og örvar en Bayern með sprengjuvörpu“ | Tólf bestu ummæli Klopp „Sá venjulegi“ hefur áður heillað á blaðamannafundum og í viðtölum með frábærum setningum. 9. október 2015 10:45 Klopp sló í gegn á blaðamannafundi | Ég er sá venjulegi Eins og búast mátti við var fyrsti blaðamannafundur Jürgen Klopp hjá Liverpool líflegur og skemmtilegur. 9. október 2015 09:42 Dortmund bætti sig fyrstu fjögur tímabilin undir stjórn Klopp Jürgen Klopp er nýr knattspyrnustjóri Liverpool en þessi fyrrum þjálfari Borussia Dortmund er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið. 9. október 2015 14:30 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira
Þetta er ástríðan sem stuðningsmenn Liverpool eiga von á frá Klopp | Myndband Fáir þjálfarar í heiminum eru jafn litríkir á hliðarlínunni og sýna jafn mikla ástríðu og Jürgen Klopp. 9. október 2015 10:15
„Við með boga og örvar en Bayern með sprengjuvörpu“ | Tólf bestu ummæli Klopp „Sá venjulegi“ hefur áður heillað á blaðamannafundum og í viðtölum með frábærum setningum. 9. október 2015 10:45
Klopp sló í gegn á blaðamannafundi | Ég er sá venjulegi Eins og búast mátti við var fyrsti blaðamannafundur Jürgen Klopp hjá Liverpool líflegur og skemmtilegur. 9. október 2015 09:42
Dortmund bætti sig fyrstu fjögur tímabilin undir stjórn Klopp Jürgen Klopp er nýr knattspyrnustjóri Liverpool en þessi fyrrum þjálfari Borussia Dortmund er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið. 9. október 2015 14:30