„Við með boga og örvar en Bayern með sprengjuvörpu“ | Tólf bestu ummæli Klopp Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. október 2015 10:45 Jürgen Klopp var kynntur sem nýr knattspyrnustjóri Liverpool í morgun. vísir/getty Jürgen Klopp heillaði menn upp úr skónum á sínum fyrsta blaðamannafundi sem knattspyrnustjóri Liverpool í morgun þegar hann var kynntur til leiks. Aðspurður hvernig hann lýsir sjálfum sér í ljósi þess að José Mourinho kallaði sig þann sérstaka þegar hann tók við Chelsea sagði Klopp: „Ég er sá venjulegi.“ Klopp hefur ávallt verið afar skemmtilegur á blaðamannafundum og í viðtölum. ESPN tók saman tólf bestu ummæli Þjóðverjans í gegnum tíðina1. Um ekkert sérstakan leikmannaferil sinn „Mér tókst aldrei að færa það inn á völlinn sem var í gangi í heilanum á mér. Ég hafði hæfileika til að spila í fimmtu deildinni en heila til að spila í efstu deild. Niðurstaðan var að ég spilaði allan ferilinn í annarri deild.“2. Eftir tapið gegn Bayern í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2013 „Það eina sem ég get sagt er að þetta var frábært. Ólympíuleikarnir voru haldnir í Lundúnum. Veðrið var gott og allt var fínt. Vandamálið er að úrslitin voru ömurleg.“vísir/getty3. Fyrir leik gegn Juventus í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar „Við eigum fyrir höndum erfiðasta verkefni sem hægt er að fá í fótbolta: Að mæta ítölsku liði sem þarf aðeins að ná jafntefli.“4. Um ræðu sem hann hélt í hálfleik eftir dapra frammistöðu Dortmund „Ég sagði við strákana í hálfleik að fyrst við værum nú mættir þá væri kannsi sniðugt að spila smá fótbolta.“5. Um muninn á sér og Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal „Hann vill hafa boltann, spila fótbolta og senda boltann á milli manna. Það er eins og hljómsveit sem spilar lag sem heyrist ekki. Ég er meira fyrir þungarokkið.“6. Um ríginn við Bayern München og hvernig það er að berjast við risann á hverju ári „Við erum með boga og örvar og ef við miðum vel getum við hitt skotmarkið. Vandamálið er að Bayern er með sprengjuvörpu.“7. Eftir að hann missti Mario Götze til Bayern „Hann er að fara því Guardiola elskar Götze. Þetta er mér að kenna. Ég get ekki minnkað og lært spænsku.“vísir/getty8. Um enn eina baráttuna við Bayern München „Ef við endum í öðru sæti mun ég finna trukk og keyra honum í gegnum garðinn hjá mér. Ef enginn annar fagnar með mér mun ég gera það einn.“9. Eftir 3-1 sigur á Bayern í febrúar 2011 „Þegar Dortmund vann hér síðast fyrir 19 árum voru flestir leikmennirnir mínir enn á brjósti.“10. Um kaupin á Henrikh Mkhitaryan „Mkhitaryan smellpassar í okkar lið eins og asni á fötu. Það sem hann býður upp á er nákvæmlega það sem við þurfum á að halda.“11. Þegar Mats Hummels var orðaður við Manchester united í júlí 2014 „Ef þessi saga er ekki kjaftæði skal ég éta kústskaft.“12. Um biðina eftir Hummels þegar hann var lengi frá vegna meiðsla „Við munum bíða eftir honum eins og góð eiginkona að bíða eftir manninum sínum sem er í fangelsi.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Þetta er ástríðan sem stuðningsmenn Liverpool eiga von á frá Klopp | Myndband Fáir þjálfarar í heiminum eru jafn litríkir á hliðarlínunni og sýna jafn mikla ástríðu og Jürgen Klopp. 9. október 2015 10:15 Dortmund bætti sig fyrstu fjögur tímabilin undir stjórn Klopp Jürgen Klopp er nýr knattspyrnustjóri Liverpool en þessi fyrrum þjálfari Borussia Dortmund er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið. 9. október 2015 14:30 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira
Jürgen Klopp heillaði menn upp úr skónum á sínum fyrsta blaðamannafundi sem knattspyrnustjóri Liverpool í morgun þegar hann var kynntur til leiks. Aðspurður hvernig hann lýsir sjálfum sér í ljósi þess að José Mourinho kallaði sig þann sérstaka þegar hann tók við Chelsea sagði Klopp: „Ég er sá venjulegi.“ Klopp hefur ávallt verið afar skemmtilegur á blaðamannafundum og í viðtölum. ESPN tók saman tólf bestu ummæli Þjóðverjans í gegnum tíðina1. Um ekkert sérstakan leikmannaferil sinn „Mér tókst aldrei að færa það inn á völlinn sem var í gangi í heilanum á mér. Ég hafði hæfileika til að spila í fimmtu deildinni en heila til að spila í efstu deild. Niðurstaðan var að ég spilaði allan ferilinn í annarri deild.“2. Eftir tapið gegn Bayern í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2013 „Það eina sem ég get sagt er að þetta var frábært. Ólympíuleikarnir voru haldnir í Lundúnum. Veðrið var gott og allt var fínt. Vandamálið er að úrslitin voru ömurleg.“vísir/getty3. Fyrir leik gegn Juventus í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar „Við eigum fyrir höndum erfiðasta verkefni sem hægt er að fá í fótbolta: Að mæta ítölsku liði sem þarf aðeins að ná jafntefli.“4. Um ræðu sem hann hélt í hálfleik eftir dapra frammistöðu Dortmund „Ég sagði við strákana í hálfleik að fyrst við værum nú mættir þá væri kannsi sniðugt að spila smá fótbolta.“5. Um muninn á sér og Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal „Hann vill hafa boltann, spila fótbolta og senda boltann á milli manna. Það er eins og hljómsveit sem spilar lag sem heyrist ekki. Ég er meira fyrir þungarokkið.“6. Um ríginn við Bayern München og hvernig það er að berjast við risann á hverju ári „Við erum með boga og örvar og ef við miðum vel getum við hitt skotmarkið. Vandamálið er að Bayern er með sprengjuvörpu.“7. Eftir að hann missti Mario Götze til Bayern „Hann er að fara því Guardiola elskar Götze. Þetta er mér að kenna. Ég get ekki minnkað og lært spænsku.“vísir/getty8. Um enn eina baráttuna við Bayern München „Ef við endum í öðru sæti mun ég finna trukk og keyra honum í gegnum garðinn hjá mér. Ef enginn annar fagnar með mér mun ég gera það einn.“9. Eftir 3-1 sigur á Bayern í febrúar 2011 „Þegar Dortmund vann hér síðast fyrir 19 árum voru flestir leikmennirnir mínir enn á brjósti.“10. Um kaupin á Henrikh Mkhitaryan „Mkhitaryan smellpassar í okkar lið eins og asni á fötu. Það sem hann býður upp á er nákvæmlega það sem við þurfum á að halda.“11. Þegar Mats Hummels var orðaður við Manchester united í júlí 2014 „Ef þessi saga er ekki kjaftæði skal ég éta kústskaft.“12. Um biðina eftir Hummels þegar hann var lengi frá vegna meiðsla „Við munum bíða eftir honum eins og góð eiginkona að bíða eftir manninum sínum sem er í fangelsi.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Þetta er ástríðan sem stuðningsmenn Liverpool eiga von á frá Klopp | Myndband Fáir þjálfarar í heiminum eru jafn litríkir á hliðarlínunni og sýna jafn mikla ástríðu og Jürgen Klopp. 9. október 2015 10:15 Dortmund bætti sig fyrstu fjögur tímabilin undir stjórn Klopp Jürgen Klopp er nýr knattspyrnustjóri Liverpool en þessi fyrrum þjálfari Borussia Dortmund er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið. 9. október 2015 14:30 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira
Þetta er ástríðan sem stuðningsmenn Liverpool eiga von á frá Klopp | Myndband Fáir þjálfarar í heiminum eru jafn litríkir á hliðarlínunni og sýna jafn mikla ástríðu og Jürgen Klopp. 9. október 2015 10:15
Dortmund bætti sig fyrstu fjögur tímabilin undir stjórn Klopp Jürgen Klopp er nýr knattspyrnustjóri Liverpool en þessi fyrrum þjálfari Borussia Dortmund er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið. 9. október 2015 14:30